Sakfelling ekki brot á tjáningarfrelsi kristjana björg guðbrandsdóttir skrifar 28. apríl 2015 08:15 Davíð Björgvinsson, fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, segir dóm dómstólsins um hatursáróður gegn samkynhneigðum veita víðtæka vernd. Lögmaður Samtakanna ´78 vísar í dóm Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem skert tjáningarfrelsi er réttlætt vegna niðrandi ummæla. Fréttablaðið/Gva „Mannréttindadómstóllinn hefur verið lítt hrifinn af því að varpa fólki í fangelsi fyrir það sem það segir, en í þessum dómi komst meirihluti dómara að þeirri niðurstöðu að kærendur hafi þurft að þola skerðingu á tjáningarfrelsi,“ segir Davíð Þór Björgvinsson, fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, um dóm dómstólsins sem fjallaði um hatursáróður gegn samkynhneigðum. Þetta er dómur í máli Vejdeland og annarra (Vejdeland and others) gegn Svíþjóð frá 9. febrúar 2012. Í hann vísar Björg Valgeirsdóttir, lögmaður Samtakanna "78, við mat á því hvort refsing fyrir að breiða út hatursáróður í garð samkynhneigðra sé nauðsynleg. „Kærandi og aðrir með honum dreifðu bæklingum í menntaskóla í Svíþjóð þar sem fjallað var á móðgandi hátt um samkynhneigða. Þeir voru dregnir fyrir dóm í Svíþjóð og dæmdir fyrir að dreifa bæklingunum.Sjá einnig: Samtökin 78 skoðuðu ummæli tæplega þrjátíu einstaklinga Þeir voru ekki sáttir við þetta og fóru með það fyrir Mannréttindadómstólinn á þeim forsendum að það hafi verið brotið á tjáningarfrelsi þeirra. Niðurstaðan varð að Mannréttindadómstóllinn taldi það ekki brot á tjáningarfrelsi að sakfella menn fyrir slíkan hatursáróður. Það er nokkuð víðtæk vernd sem samkynhneigðum er veitt með þessum dómi en óvíst hvort hann hafi nægt fordæmisgildi þar sem dómarar voru klofnir í forsendum sínum.“Dæmi um kærð ummæli Fréttablaðið birtir hér ummæli eins þeirra kærðu:„Samtökin 78 sem eru Hommar og Lesbíur og eru alltaf að færa sig upp á skaftið eins og sagt var í gamladaga. Eru þessi samtök ekki búin að ganga nógu langt þegar þau eru komin með þjóðkirkjuna í vasan - Stjórn Reykjavíkur upp á armin með hinsegingöngur sem taka fram 17 júni hátíðarhöld þjóðarinnar - merkingar á götum borgarinnar - sér fána um alla borg. -- Og á nú að fara að stíga sama spor og þýsku nazistarnir gerðu og kommarnir í Rússlandi að fara að heilaþvo börnin í landinu með kynlífsfræðslu samkynhneigðra. Fræðslu um það hvernig kynvillingar þessa lands og annara búa til börnin sem eiga að erfa land og þjóð. -- NEI - Nú er ég að minnsta kosti að fá nóg...“„Hvaða fræðsluprógram ertu að tala um ??? Sjúkdóm þessa fólks ??? Kynórana ???? -- Þetta er þér svo mikið áhugamál að ég fer að halda að þú sért hommi og einna af þessu fólki.“ Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
„Mannréttindadómstóllinn hefur verið lítt hrifinn af því að varpa fólki í fangelsi fyrir það sem það segir, en í þessum dómi komst meirihluti dómara að þeirri niðurstöðu að kærendur hafi þurft að þola skerðingu á tjáningarfrelsi,“ segir Davíð Þór Björgvinsson, fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, um dóm dómstólsins sem fjallaði um hatursáróður gegn samkynhneigðum. Þetta er dómur í máli Vejdeland og annarra (Vejdeland and others) gegn Svíþjóð frá 9. febrúar 2012. Í hann vísar Björg Valgeirsdóttir, lögmaður Samtakanna "78, við mat á því hvort refsing fyrir að breiða út hatursáróður í garð samkynhneigðra sé nauðsynleg. „Kærandi og aðrir með honum dreifðu bæklingum í menntaskóla í Svíþjóð þar sem fjallað var á móðgandi hátt um samkynhneigða. Þeir voru dregnir fyrir dóm í Svíþjóð og dæmdir fyrir að dreifa bæklingunum.Sjá einnig: Samtökin 78 skoðuðu ummæli tæplega þrjátíu einstaklinga Þeir voru ekki sáttir við þetta og fóru með það fyrir Mannréttindadómstólinn á þeim forsendum að það hafi verið brotið á tjáningarfrelsi þeirra. Niðurstaðan varð að Mannréttindadómstóllinn taldi það ekki brot á tjáningarfrelsi að sakfella menn fyrir slíkan hatursáróður. Það er nokkuð víðtæk vernd sem samkynhneigðum er veitt með þessum dómi en óvíst hvort hann hafi nægt fordæmisgildi þar sem dómarar voru klofnir í forsendum sínum.“Dæmi um kærð ummæli Fréttablaðið birtir hér ummæli eins þeirra kærðu:„Samtökin 78 sem eru Hommar og Lesbíur og eru alltaf að færa sig upp á skaftið eins og sagt var í gamladaga. Eru þessi samtök ekki búin að ganga nógu langt þegar þau eru komin með þjóðkirkjuna í vasan - Stjórn Reykjavíkur upp á armin með hinsegingöngur sem taka fram 17 júni hátíðarhöld þjóðarinnar - merkingar á götum borgarinnar - sér fána um alla borg. -- Og á nú að fara að stíga sama spor og þýsku nazistarnir gerðu og kommarnir í Rússlandi að fara að heilaþvo börnin í landinu með kynlífsfræðslu samkynhneigðra. Fræðslu um það hvernig kynvillingar þessa lands og annara búa til börnin sem eiga að erfa land og þjóð. -- NEI - Nú er ég að minnsta kosti að fá nóg...“„Hvaða fræðsluprógram ertu að tala um ??? Sjúkdóm þessa fólks ??? Kynórana ???? -- Þetta er þér svo mikið áhugamál að ég fer að halda að þú sért hommi og einna af þessu fólki.“
Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira