Ætlar að mynda hvert einasta hús Sigvalda Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 22. nóvember 2015 20:00 Áhugamaður um arkitektinn Sigvalda Thordarson hefur sett sér það markmið að taka myndir af öllum húsum sem hann hefur teiknað. Hann er nú tæplega hálfnaður með verkið, en afrakstrinum deilir hann á Instagram við góðar undirtektir. Logi Höskuldsson er mikill áhugamaður um Sigvalda Thordarson og hefur undanfarið ár haldið úti Instagram-síðu honum til heiðurs. Sigvaldi lést árið 1964, aðeins 54 ára gamall. Þrátt fyrir stutta ævi var hann afkastamikill og hannaði á bilinu tvo til þrjú hundruð hús um land allt, eins og sést á korti sem Logi hefur útbúið, en hann hefur haft áhuga á Sigvaldahúsum frá því hann var lítill drengur.„Þegar ég var lítill þá langaði mig að vita hvar öll húsin eftir hann væru og sjá þau öll en mér datt aldrei í hug að þau væru svona mörg. Þau eru miklu fleiri en ég bjóst við. Svo þurfti ég einhvern stað fyrir þetta áhugamál, því mig langaði að leyfa öðrum að sjá og vera með, og Instagram var alveg fullkomið til þess,“ segir Logi. Sigvaldi Thordarson arkitekt lést árið 1964, aðeins 54 ára gamall. Hann var þrátt fyrir það afar afkastamikill í sínu starfi.Vísir Draumur Loga er að eignast einn dagin hús eftir Sigvalda en í millitíðinni hefur hann sett sér það markmið að mynda öll hús sem hann hefur hannað. „Ég er búinn að vera rosaleag heppinn því ég á fullt af vinum sem eru mikið að ferðast um landið og ég bið þá stundum að smella af einni mynd fyrir mig. Svo ef ég er sjálfur að ferðast þá bið ég stundum vini mína um að koma við hér og þar svo ég geti tekið myndir. Sumir taka vel í það en ekki allir sko,“ segir Logi kíminn. Eitt af einkennismerkjum Sigvalda eru litlir sem kenndir eru við hann, svokallaðir Sigvaldalitir. Bláir og okkurgulir fletir á hvítum veggjum sem víða hafa fengið að halda sér, enda kunna margir að meta hönnunina að sögn Loga.Logi myndar Sigvaldablokkina svokölluðu í Skaftahlíð.Vísir„Það er oft sem ég er að labba niðri í bæ til dæmis og eitthvað random fólk kemur og segir við mig að það sé að fylgjast með mér á Instagram. Það er alltaf mjög gaman sko. Það er gaman að geta sýnt það sem maður er að gera og fengið einhver viðbrögð, og fá að vita að einhver hefur gaman að þessu. Til þess er þetta eiginlega gert, til að hafa gaman,“ segir Logi. Þeir sem vilja fylgjast með Sigvaldahúsum Loga á Instagram geta fylgst með honum undir notendanafninu lojiho. Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Áhugamaður um arkitektinn Sigvalda Thordarson hefur sett sér það markmið að taka myndir af öllum húsum sem hann hefur teiknað. Hann er nú tæplega hálfnaður með verkið, en afrakstrinum deilir hann á Instagram við góðar undirtektir. Logi Höskuldsson er mikill áhugamaður um Sigvalda Thordarson og hefur undanfarið ár haldið úti Instagram-síðu honum til heiðurs. Sigvaldi lést árið 1964, aðeins 54 ára gamall. Þrátt fyrir stutta ævi var hann afkastamikill og hannaði á bilinu tvo til þrjú hundruð hús um land allt, eins og sést á korti sem Logi hefur útbúið, en hann hefur haft áhuga á Sigvaldahúsum frá því hann var lítill drengur.„Þegar ég var lítill þá langaði mig að vita hvar öll húsin eftir hann væru og sjá þau öll en mér datt aldrei í hug að þau væru svona mörg. Þau eru miklu fleiri en ég bjóst við. Svo þurfti ég einhvern stað fyrir þetta áhugamál, því mig langaði að leyfa öðrum að sjá og vera með, og Instagram var alveg fullkomið til þess,“ segir Logi. Sigvaldi Thordarson arkitekt lést árið 1964, aðeins 54 ára gamall. Hann var þrátt fyrir það afar afkastamikill í sínu starfi.Vísir Draumur Loga er að eignast einn dagin hús eftir Sigvalda en í millitíðinni hefur hann sett sér það markmið að mynda öll hús sem hann hefur hannað. „Ég er búinn að vera rosaleag heppinn því ég á fullt af vinum sem eru mikið að ferðast um landið og ég bið þá stundum að smella af einni mynd fyrir mig. Svo ef ég er sjálfur að ferðast þá bið ég stundum vini mína um að koma við hér og þar svo ég geti tekið myndir. Sumir taka vel í það en ekki allir sko,“ segir Logi kíminn. Eitt af einkennismerkjum Sigvalda eru litlir sem kenndir eru við hann, svokallaðir Sigvaldalitir. Bláir og okkurgulir fletir á hvítum veggjum sem víða hafa fengið að halda sér, enda kunna margir að meta hönnunina að sögn Loga.Logi myndar Sigvaldablokkina svokölluðu í Skaftahlíð.Vísir„Það er oft sem ég er að labba niðri í bæ til dæmis og eitthvað random fólk kemur og segir við mig að það sé að fylgjast með mér á Instagram. Það er alltaf mjög gaman sko. Það er gaman að geta sýnt það sem maður er að gera og fengið einhver viðbrögð, og fá að vita að einhver hefur gaman að þessu. Til þess er þetta eiginlega gert, til að hafa gaman,“ segir Logi. Þeir sem vilja fylgjast með Sigvaldahúsum Loga á Instagram geta fylgst með honum undir notendanafninu lojiho.
Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira