Rosenborg varð í dag norskur bikarmeistari eftir frábæran 2 – 0 sigur á Sarpsborg á Ullevaal vellinum í Osló.
Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn fyrir Rosenborg í hjarta varnarinnar en Matthías Vilhjálmsson var aftur á móti allan leikinn á bekknum.
Paal Andre Helland skoraði fyrsta mark leiksins eftir um tuttugu mínútna leik og það var síðan Mike Jensen sem skoraði annað mark liðsins rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.
Rosenborg er því tvöfaldur meistari en liðið tryggði sér norska titilinn á dögunum.
Fullkomið tímabil hjá Rosenborg | Hólmar og Matthías bikarmeistarar
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið






„Ég trúi þessu varla“
Sport

Gylfi orðinn Víkingur
Íslenski boltinn


Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val
Íslenski boltinn

Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn