Kolgrafafjörður laus við síld SVavar Hávarðsson skrifar 19. janúar 2015 07:00 Dauð síldin lagðist yfir fjörur og á botn fjarðarins. Mikil mengun hlaust af. fréttablaðið/vilhelm Mælingar og vöktun Hafrannsóknastofnunar sýna að lítið sem ekkert af síld gekk þetta árið inn í Kolgrafafjörð til vetursetu – og hætta á síldardauða því ekki fyrir hendi. Tengiliðahópur ráðuneyta, stofnana og heimamanna vegna síldardauðans og frekari hættu á slíkum atburðum hefur lokið störfum.Þorsteinn SigurðssonÞorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs Hafrannsóknastofnunar, segir að lítið sem ekkert af síld hafi verið inni á Kolgrafafirði í vetur, spurður um aðstæður í firðinum í ljósi síldardauðans mikla sem þar varð veturinn 2012/2013 í tveimur aðskildum tilvikum. Þorsteinn segir að mælingar stofnunarinnar í desember síðastliðnum hafi þá sýnt að um 10.000 tonn voru í firðinum, og súrefnismettun hafi þá verið eins og best verður á kosið, en Hafrannsóknastofnun setti upp sírita fyrir súrefnismettun í nóvember. Síldin hefur hins vegar haldið sig í Kolluál, sem er vestur af Snæfellsnesi, og hættan á síldardauða úr sögunni á meðan svo helst, að sögn Þorsteins. Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, starfaði innan sérstaks tengiliðahóps um Kolgrafafjörð sem var stofnaður eftir síldardauðann. Hópurinn hefur verið lagður niður, að sögn Huga, enda vettvangur fyrir hugmyndir og skoðanaskipti þegar þessi vá var yfirvofandi.Hugi ÓlafssonHugi segir að þrátt fyrir gott útlit hafi vöktun ekki verið afturkölluð, og svo verði áfram til öryggis. Hann nefnir að líkur séu til að elsti árgangur sumargotssíldarinnar hafi vanið komur sínar inn í fjörðinn – og hann sé nú horfinn úr stofninum að stórum hluta til. Spurður um kostnað vegna aðgerða stjórnvalda vegna atburðanna í Kolgrafafirði segir Hugi það ekki hafa verið tekið saman nákvæmlega svo hann viti. Þó er ljóst að hann hleypur á nokkrum tugum milljóna, en ríkisstjórnin samþykkti fjárheimild upp að 35 milljónum í eitt skipti á ári eftir síldardauðann. Hugi tekur undir þá skoðun að þeir fjármunir sem hafa verið settir í verkefnið nýtist áfram, enda mikil vitneskja fallið til um lífríkið sem nýtist í framhaldinu á ýmsan hátt. „Það skapaðist á sínum tíma hálfgert panikástand, enda hafði þetta aldrei gerst áður í sögunni. Það var líka full ástæða til að hafa áhyggjur, enda var rætt um aðgerðir sem hefðu kostað hundruð milljóna eða milljarða,“ segir Hugi. 52.000 tonn drápust veturinn 2012/2013Niðurstöður mælinga Hafrannsóknastofnunar sýndu að um 22.000 tonn af síld drápust í Kolgrafafirði í febrúar 2013, til viðbótar þeim 30.000 tonnum sem drápust í firðinum í desember 2012.Í desember síðastliðnum voru 10.000 tonn af síld í firðinum. Til samanburðar voru á milli 200.000 til 300.000 tonn af síld innan brúar í Kolgrafafirði þegar síldardauðinn varð.Hafrannsóknastofnun benti snemma á þann möguleika að breytinga mætti vænta þegar elstu árgangar síldarinnar þynntust út – enda síldin dyntótt hvað val á vetursetustöðvum sínum varðar eins og margoft hefur sýnt sig. Þetta mat var ein meginstoðin í ráðgjöf stofnunarinnar.Lífríkið í firðinum er stóra spurningarmerkið næstu árin. Rannsókn sýndi að dýrategundum í firðinum fækkaði úr 110 í 26 vegna mengunar frá rotnandi síld. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Mælingar og vöktun Hafrannsóknastofnunar sýna að lítið sem ekkert af síld gekk þetta árið inn í Kolgrafafjörð til vetursetu – og hætta á síldardauða því ekki fyrir hendi. Tengiliðahópur ráðuneyta, stofnana og heimamanna vegna síldardauðans og frekari hættu á slíkum atburðum hefur lokið störfum.Þorsteinn SigurðssonÞorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs Hafrannsóknastofnunar, segir að lítið sem ekkert af síld hafi verið inni á Kolgrafafirði í vetur, spurður um aðstæður í firðinum í ljósi síldardauðans mikla sem þar varð veturinn 2012/2013 í tveimur aðskildum tilvikum. Þorsteinn segir að mælingar stofnunarinnar í desember síðastliðnum hafi þá sýnt að um 10.000 tonn voru í firðinum, og súrefnismettun hafi þá verið eins og best verður á kosið, en Hafrannsóknastofnun setti upp sírita fyrir súrefnismettun í nóvember. Síldin hefur hins vegar haldið sig í Kolluál, sem er vestur af Snæfellsnesi, og hættan á síldardauða úr sögunni á meðan svo helst, að sögn Þorsteins. Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, starfaði innan sérstaks tengiliðahóps um Kolgrafafjörð sem var stofnaður eftir síldardauðann. Hópurinn hefur verið lagður niður, að sögn Huga, enda vettvangur fyrir hugmyndir og skoðanaskipti þegar þessi vá var yfirvofandi.Hugi ÓlafssonHugi segir að þrátt fyrir gott útlit hafi vöktun ekki verið afturkölluð, og svo verði áfram til öryggis. Hann nefnir að líkur séu til að elsti árgangur sumargotssíldarinnar hafi vanið komur sínar inn í fjörðinn – og hann sé nú horfinn úr stofninum að stórum hluta til. Spurður um kostnað vegna aðgerða stjórnvalda vegna atburðanna í Kolgrafafirði segir Hugi það ekki hafa verið tekið saman nákvæmlega svo hann viti. Þó er ljóst að hann hleypur á nokkrum tugum milljóna, en ríkisstjórnin samþykkti fjárheimild upp að 35 milljónum í eitt skipti á ári eftir síldardauðann. Hugi tekur undir þá skoðun að þeir fjármunir sem hafa verið settir í verkefnið nýtist áfram, enda mikil vitneskja fallið til um lífríkið sem nýtist í framhaldinu á ýmsan hátt. „Það skapaðist á sínum tíma hálfgert panikástand, enda hafði þetta aldrei gerst áður í sögunni. Það var líka full ástæða til að hafa áhyggjur, enda var rætt um aðgerðir sem hefðu kostað hundruð milljóna eða milljarða,“ segir Hugi. 52.000 tonn drápust veturinn 2012/2013Niðurstöður mælinga Hafrannsóknastofnunar sýndu að um 22.000 tonn af síld drápust í Kolgrafafirði í febrúar 2013, til viðbótar þeim 30.000 tonnum sem drápust í firðinum í desember 2012.Í desember síðastliðnum voru 10.000 tonn af síld í firðinum. Til samanburðar voru á milli 200.000 til 300.000 tonn af síld innan brúar í Kolgrafafirði þegar síldardauðinn varð.Hafrannsóknastofnun benti snemma á þann möguleika að breytinga mætti vænta þegar elstu árgangar síldarinnar þynntust út – enda síldin dyntótt hvað val á vetursetustöðvum sínum varðar eins og margoft hefur sýnt sig. Þetta mat var ein meginstoðin í ráðgjöf stofnunarinnar.Lífríkið í firðinum er stóra spurningarmerkið næstu árin. Rannsókn sýndi að dýrategundum í firðinum fækkaði úr 110 í 26 vegna mengunar frá rotnandi síld.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira