Sveitaskóli hættir og verður heilsárshótel Kristján Már Unnarsson skrifar 1. mars 2015 19:19 Einn veglegasti sveitaskóli landsins, skólinn að Laugarbakka í Miðfirði, hefur verið lagður niður og seldur. Nýir eigendur ætla að breyta honum í fimmtíu herbergja heilsárshótel. Þegar flest var fyrir um aldarfjórðungi voru um 130 nemendur í skólanum og mikið líf en nú er þarna allt tómt og enga hreyfingu að sjá. Þessar fjögur þúsund fermetra byggingar risu á árunum frá 1970 til 1990 en í haust var skellt í lás og ákveðið að nemendum úr sveitinni yrði framvegis ekið í skólann á Hvammstanga. „Það er búið að vera tveggja til þriggja ára samráðsferli við foreldra og nemendur og það má segja að tekist hafi að hlusta á flest sjónarmið aðila. Þannig að það myndaðist mikil sátt um þessa ákvörðun,“ segir Sigurður Þór Ágústsson, skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra. Framan af bjó stór hluti nemenda á heimavist, eins og Axel Rúnar Guðmundsson frá Valdarási kynntist fyrir meira en 40 árum. Hann segist hafa byrjað á heimavist átta eða níu ára gamall, þar hafi hann búið frá mánudegi til föstudags, og það hafi verið erfið reynsla. Kveðst hann hafa verið feginn því að sínar dætur skyldu ekki þurfa að dvelja á heimavist. Eva Pálsdóttir, 16 ára gömul, býr á Laugarbakka og hún var í síðasta árgangi sem útskrifaðist úr skólanum síðastliðið vor. Hún kveðst sakna skólans og það sé leiðinlegt að sjá skólahúsin tóm.Horft til Laugarbakkaskóla af hringveginum í Húnavatnssýslum. Þorpið að Laugarbakka sést nær.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Eddu-hótel hefur verið verið rekið þarna á sumrin en nýir eigendur, hjónin Tómas Kristjánsson og Sigrún Guðmundsdóttir, sem keyptu skólann af Húnaþingi vestra, áforma miklar endurbætur þegar þau fá eignina afhenta í haust. Tómas segir að herbergjum fjölgi úr 28 upp í 50 og þau verði öll með baði. Þetta verði heilsársrekstur. Tengdar fréttir Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42 Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30 Mætti staðsetja margar ríkisstofnanir úti á landi Störfin sem fylgja Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga eru með þeim verðmætustu í samfélaginu í Húnaþingi vestra, að mati forstöðumannsins. 25. febrúar 2015 20:02 Táningar í dreifnámi lífga upp byggðirnar Áhugaleikfélög hafa lifnað á ný í þremur byggðum við Húnaflóa; á Hólmavík, Hvammstanga og Blönduósi. 26. febrúar 2015 19:55 Hérað losnaði úr fjötrum þegar skuldafenið hvarf Samfélögin við innanverðan Húnaflóa voru leyst úr fjötrum þegar hrikalegar skuldir vegna stofnfjárkaupa í sparisjóði, voru felldar niður. 1. mars 2015 07:24 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Einn veglegasti sveitaskóli landsins, skólinn að Laugarbakka í Miðfirði, hefur verið lagður niður og seldur. Nýir eigendur ætla að breyta honum í fimmtíu herbergja heilsárshótel. Þegar flest var fyrir um aldarfjórðungi voru um 130 nemendur í skólanum og mikið líf en nú er þarna allt tómt og enga hreyfingu að sjá. Þessar fjögur þúsund fermetra byggingar risu á árunum frá 1970 til 1990 en í haust var skellt í lás og ákveðið að nemendum úr sveitinni yrði framvegis ekið í skólann á Hvammstanga. „Það er búið að vera tveggja til þriggja ára samráðsferli við foreldra og nemendur og það má segja að tekist hafi að hlusta á flest sjónarmið aðila. Þannig að það myndaðist mikil sátt um þessa ákvörðun,“ segir Sigurður Þór Ágústsson, skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra. Framan af bjó stór hluti nemenda á heimavist, eins og Axel Rúnar Guðmundsson frá Valdarási kynntist fyrir meira en 40 árum. Hann segist hafa byrjað á heimavist átta eða níu ára gamall, þar hafi hann búið frá mánudegi til föstudags, og það hafi verið erfið reynsla. Kveðst hann hafa verið feginn því að sínar dætur skyldu ekki þurfa að dvelja á heimavist. Eva Pálsdóttir, 16 ára gömul, býr á Laugarbakka og hún var í síðasta árgangi sem útskrifaðist úr skólanum síðastliðið vor. Hún kveðst sakna skólans og það sé leiðinlegt að sjá skólahúsin tóm.Horft til Laugarbakkaskóla af hringveginum í Húnavatnssýslum. Þorpið að Laugarbakka sést nær.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Eddu-hótel hefur verið verið rekið þarna á sumrin en nýir eigendur, hjónin Tómas Kristjánsson og Sigrún Guðmundsdóttir, sem keyptu skólann af Húnaþingi vestra, áforma miklar endurbætur þegar þau fá eignina afhenta í haust. Tómas segir að herbergjum fjölgi úr 28 upp í 50 og þau verði öll með baði. Þetta verði heilsársrekstur.
Tengdar fréttir Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42 Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30 Mætti staðsetja margar ríkisstofnanir úti á landi Störfin sem fylgja Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga eru með þeim verðmætustu í samfélaginu í Húnaþingi vestra, að mati forstöðumannsins. 25. febrúar 2015 20:02 Táningar í dreifnámi lífga upp byggðirnar Áhugaleikfélög hafa lifnað á ný í þremur byggðum við Húnaflóa; á Hólmavík, Hvammstanga og Blönduósi. 26. febrúar 2015 19:55 Hérað losnaði úr fjötrum þegar skuldafenið hvarf Samfélögin við innanverðan Húnaflóa voru leyst úr fjötrum þegar hrikalegar skuldir vegna stofnfjárkaupa í sparisjóði, voru felldar niður. 1. mars 2015 07:24 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42
Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30
Mætti staðsetja margar ríkisstofnanir úti á landi Störfin sem fylgja Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga eru með þeim verðmætustu í samfélaginu í Húnaþingi vestra, að mati forstöðumannsins. 25. febrúar 2015 20:02
Táningar í dreifnámi lífga upp byggðirnar Áhugaleikfélög hafa lifnað á ný í þremur byggðum við Húnaflóa; á Hólmavík, Hvammstanga og Blönduósi. 26. febrúar 2015 19:55
Hérað losnaði úr fjötrum þegar skuldafenið hvarf Samfélögin við innanverðan Húnaflóa voru leyst úr fjötrum þegar hrikalegar skuldir vegna stofnfjárkaupa í sparisjóði, voru felldar niður. 1. mars 2015 07:24