Sex ára strákur bíður enn eftir skurðaðgerð á höfði vegna verkfalls Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. janúar 2015 20:30 Stjórnendur Landspítalans óttast að hætta skapist fyrir sjúklinga meðan á verkfallsaðgerðum lækna stendur. Fresta þarf um 160 skurðaðgerðum á viku sem þýðir lengri biðlista. Sex ára strákur bíður enn eftir skurðaðgerð á höfði en aðgerðinni var frestað fyrir tveimur mánuðum vegna verkfalls lækna. Á miðnætti hefjast verkfallsaðgerðir lækna sem koma til með að standa næstu tólf vikurnar ef ekki næst sátt í kjaradeilu þeirra og ríkisins. Í fyrsta hópi lækna sem leggur niður störf eru læknar á aðgerða- og flæðisviði. Verkfall þeirra stendur í fjóra sólarhringa og þarf meðal annars að fresta eitt hundrað og sextíu skurðaðgerðum á meðan á því stendur. „Eins og við höfum sagt einu þá er þetta auðvitað fordæmalaust ástand og við tökum bara einn dag í einu og gerum allt sem við getum til að gæta öryggis,“ segir Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Hann óttast að hætta skapist fyrir sjúklinga á spítalanum meðan á verkfallsaðgerðunum stendur. Þá vonar hann að deiluaðilar komist að samkomulagi sem fyrst. Á meðan verkfallsaðgerðum lækna stóð fyrir áramótin var ríflega sjö hundruð skurðaðgerðum frestað. Þær voru ekki taldar bráðaaðgerðir og því metið sem svo að þær gætu beðið. Margir þeirra sjúklinga sem fengu ekki að fara í aðgerð þá bíða enn. Þeirra á meðal sex ára sonur Sigríðar Daggar Auðunsdóttur. Hún sagði frá því í fréttum okkar í byrjun nóvember síðastliðnum að aðgerð á höfði hans hefði verið frestað. Í henni átti að loka gati á höfuðkúpunni sem myndaðist eftir slys. Óvissa er hvenær hægt verður að framkvæma aðgerðina svo og aðrar sem frestað hefur verið þar sem skurðdeildir Landspítalans nær lokast í þær tólf næstu vikur sem verkfallsaðgerðirnar standa. Ólafur Baldursson segir erfitt að hugsa til þess ástands sem kann að myndast á spítalanum. „ Það er alveg skelfilegt að hugsa til þess og það mun taka mjög langan tíma að vinna það niður,“ segir Ólafur. Auk skurðdeildanna heyra meðal annars bráðamóttaka, gjörgæsla og öldrunardeildir undir aðgerða- og flæðisvið Landspítalann. Þá leggja læknar hjá hinum ýmsu stofnunum einnig niður störf næstu sólarhringana svo sem hjá Landlæknisembættinu og Greiningarmiðstöð ríkisins. Tengdar fréttir Aðgerð á höfði sex ára drengs frestað vegna verkfalls Móðir sex ára drengs sem átti að fara í skurðaðgerð á höfði í dag segist vera í fullkominni óvissu eftir að aðgerðinni var frestað vegna verkfalls lækna. 3. nóvember 2014 17:52 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Sjá meira
Stjórnendur Landspítalans óttast að hætta skapist fyrir sjúklinga meðan á verkfallsaðgerðum lækna stendur. Fresta þarf um 160 skurðaðgerðum á viku sem þýðir lengri biðlista. Sex ára strákur bíður enn eftir skurðaðgerð á höfði en aðgerðinni var frestað fyrir tveimur mánuðum vegna verkfalls lækna. Á miðnætti hefjast verkfallsaðgerðir lækna sem koma til með að standa næstu tólf vikurnar ef ekki næst sátt í kjaradeilu þeirra og ríkisins. Í fyrsta hópi lækna sem leggur niður störf eru læknar á aðgerða- og flæðisviði. Verkfall þeirra stendur í fjóra sólarhringa og þarf meðal annars að fresta eitt hundrað og sextíu skurðaðgerðum á meðan á því stendur. „Eins og við höfum sagt einu þá er þetta auðvitað fordæmalaust ástand og við tökum bara einn dag í einu og gerum allt sem við getum til að gæta öryggis,“ segir Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Hann óttast að hætta skapist fyrir sjúklinga á spítalanum meðan á verkfallsaðgerðunum stendur. Þá vonar hann að deiluaðilar komist að samkomulagi sem fyrst. Á meðan verkfallsaðgerðum lækna stóð fyrir áramótin var ríflega sjö hundruð skurðaðgerðum frestað. Þær voru ekki taldar bráðaaðgerðir og því metið sem svo að þær gætu beðið. Margir þeirra sjúklinga sem fengu ekki að fara í aðgerð þá bíða enn. Þeirra á meðal sex ára sonur Sigríðar Daggar Auðunsdóttur. Hún sagði frá því í fréttum okkar í byrjun nóvember síðastliðnum að aðgerð á höfði hans hefði verið frestað. Í henni átti að loka gati á höfuðkúpunni sem myndaðist eftir slys. Óvissa er hvenær hægt verður að framkvæma aðgerðina svo og aðrar sem frestað hefur verið þar sem skurðdeildir Landspítalans nær lokast í þær tólf næstu vikur sem verkfallsaðgerðirnar standa. Ólafur Baldursson segir erfitt að hugsa til þess ástands sem kann að myndast á spítalanum. „ Það er alveg skelfilegt að hugsa til þess og það mun taka mjög langan tíma að vinna það niður,“ segir Ólafur. Auk skurðdeildanna heyra meðal annars bráðamóttaka, gjörgæsla og öldrunardeildir undir aðgerða- og flæðisvið Landspítalann. Þá leggja læknar hjá hinum ýmsu stofnunum einnig niður störf næstu sólarhringana svo sem hjá Landlæknisembættinu og Greiningarmiðstöð ríkisins.
Tengdar fréttir Aðgerð á höfði sex ára drengs frestað vegna verkfalls Móðir sex ára drengs sem átti að fara í skurðaðgerð á höfði í dag segist vera í fullkominni óvissu eftir að aðgerðinni var frestað vegna verkfalls lækna. 3. nóvember 2014 17:52 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Sjá meira
Aðgerð á höfði sex ára drengs frestað vegna verkfalls Móðir sex ára drengs sem átti að fara í skurðaðgerð á höfði í dag segist vera í fullkominni óvissu eftir að aðgerðinni var frestað vegna verkfalls lækna. 3. nóvember 2014 17:52