Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Kristján Már Unnarsson skrifar 3. febrúar 2015 21:45 Haraldur Sigurðsson bendir í átt til Hrappseyjar, sem liggur undan Stykkishólmi. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni og einna líkast því sem er á tunglinu. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt“ í kvöld en brot úr honum var sýnt í fréttum Stöðvar 2. Eyjan Hrappsey er um fimm kílómetra utan við Stykkishólm og fræg fyrir prentsmiðju og bókaútgáfu en þar var fyrsta íslenska prentsmiðjan sem prentaði eingöngu veraldleg rit en ekki kirkjubækur. Hrappsey blasir við frá heimili Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings en í Stykkishólmi rekur hann eldfjallasafn þar sem einstakri jarðfræði Hrappseyjar er meðal annars gerð skil. Bergið kallast anortósít. „Það er mjög sjaldgæft á jörðinni en mjög þungt og sterkt og fallegt berg en mjög algengt á tunglinu afturámóti,“ segir Haraldur.Haraldur sýnir berg úr Hrappsey á Eldfjallasafninu í Stykkishólmi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í þættinum Um land allt á Stöð 2 skýrir Haraldur hvernig Hrappsey myndaðist fyrir um tíu milljónum ára þegar þar var mjög stór eldstöð. Bergið í Hrappsey storknaði með samskonar hætti og þegar tunglið storknaði frá því að vera glóandi eldhnöttur. Tærir og glærir krystallar hafi byrjað að myndast í kvikunni. „Og þeir eru eðlisléttari en kvikan og fljóta upp í kvikunni og mynda lag ofan á kvikunni, eins og rjóminn ofan á undanrennu. Svo storknar það lag og þá verður þetta berg til. Þannig eru Hrappsey og tunglið að sumu leyti skyld.“ -Þannig að Hrappsey er einstök i íslenskri jarðsögu? „Hún er það. Það er enginn vafi.“ Haraldur telur að nær hefði verið að láta bandarísku Apollo geimfarana æfa sig í Hrappsey heldur en í Öskju á árunum 1965 og 1967 þegar þeir undirbjuggu sig fyrir tunglferðirnar. „Það hefði verið ágætt að þjálfa þá í Hrappsey. Þá hefðu þeir þekkt þetta berg. Þeir höfðu ekki hugmynd um hvað þeir voru að sjá, þegar þeir lentu.“Bjarni Benediktsson forsætisráðherra heilsaði upp á Neil Armstrong og félaga í Herðubreiðarlindum sumarið 1967. Tveimur árum síðar gekk Armstrong fyrstur manna á tunglinu.Mynd/Sverrir Pálsson, Akureyri. Dalabyggð Geimurinn Um land allt Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni og einna líkast því sem er á tunglinu. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt“ í kvöld en brot úr honum var sýnt í fréttum Stöðvar 2. Eyjan Hrappsey er um fimm kílómetra utan við Stykkishólm og fræg fyrir prentsmiðju og bókaútgáfu en þar var fyrsta íslenska prentsmiðjan sem prentaði eingöngu veraldleg rit en ekki kirkjubækur. Hrappsey blasir við frá heimili Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings en í Stykkishólmi rekur hann eldfjallasafn þar sem einstakri jarðfræði Hrappseyjar er meðal annars gerð skil. Bergið kallast anortósít. „Það er mjög sjaldgæft á jörðinni en mjög þungt og sterkt og fallegt berg en mjög algengt á tunglinu afturámóti,“ segir Haraldur.Haraldur sýnir berg úr Hrappsey á Eldfjallasafninu í Stykkishólmi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í þættinum Um land allt á Stöð 2 skýrir Haraldur hvernig Hrappsey myndaðist fyrir um tíu milljónum ára þegar þar var mjög stór eldstöð. Bergið í Hrappsey storknaði með samskonar hætti og þegar tunglið storknaði frá því að vera glóandi eldhnöttur. Tærir og glærir krystallar hafi byrjað að myndast í kvikunni. „Og þeir eru eðlisléttari en kvikan og fljóta upp í kvikunni og mynda lag ofan á kvikunni, eins og rjóminn ofan á undanrennu. Svo storknar það lag og þá verður þetta berg til. Þannig eru Hrappsey og tunglið að sumu leyti skyld.“ -Þannig að Hrappsey er einstök i íslenskri jarðsögu? „Hún er það. Það er enginn vafi.“ Haraldur telur að nær hefði verið að láta bandarísku Apollo geimfarana æfa sig í Hrappsey heldur en í Öskju á árunum 1965 og 1967 þegar þeir undirbjuggu sig fyrir tunglferðirnar. „Það hefði verið ágætt að þjálfa þá í Hrappsey. Þá hefðu þeir þekkt þetta berg. Þeir höfðu ekki hugmynd um hvað þeir voru að sjá, þegar þeir lentu.“Bjarni Benediktsson forsætisráðherra heilsaði upp á Neil Armstrong og félaga í Herðubreiðarlindum sumarið 1967. Tveimur árum síðar gekk Armstrong fyrstur manna á tunglinu.Mynd/Sverrir Pálsson, Akureyri.
Dalabyggð Geimurinn Um land allt Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira