Íslenskur læknir í Svíþjóð enduruppbyggir sníp Samúel Karl Ólason skrifar 3. febrúar 2015 16:15 Vísir/Getty Læknirinn Hannes Sigurjónsson hjá Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi hefur enduruppbyggt sníp í fyrsta sinn í læknasögu Svþjóðar. Hannes lærði aðferðina í Frakklandi þar sem fimm þúsund konur hafa þurffarið í gegnum slíka aðgerð eftir umskurð kynfæra þeirra. Á vefnum Vice kemur fram að talið sé að kynfæri um 38 þúsund kvenna í Svíþjóð hafi verið umsorin eða afskræmd, það sem á ensku kallast „female genital mutilation“. Sjö þúsund þeirra eru yngri en 18 ára. Í samtali við Vísi segir Hannes að þörf sé á slíkum aðgerðum.Hannes sem er námslæknir í lýtalækningum á Karolinska Háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi fer yfir hvernig aðferðin virkar og segir að við afskræmingu sé snípurinn í raun ekki fjarlægður í heild sinni, heldur einungis fremsti hluti hans. Aðgerð Hannesar felur í sér að fjarlæga örvef, finna skaft snípsins og færa snípinn framar. Hannes segir þó að mikilvægast sé að lýtalæknar vinni með öðrum fagaðilum í vinnunni með fólkinu sem farið hefur í gegnum afskræmingu kynfæra. Á Karolinska vinni hann í teymi með öðrum sérfræðingum; kvensjúkdómalæknum, þvagfæraskurðlæknum, sálfræðingum og kynfræðingum við að veita umskornum konum sem besta meðferð. Hann segir sálfræðihluta aðgerðarinnar vera gífurlega mikilvægan. Þó sé þörf á frekari rannsóknum. Hannes segist ekki telja að mögulegt sé að lagfæra skaðann fullkomlega, en hann segir tæknina vera í þróun. Þrátt fyrir það verði alltaf erfitt að endurskapa afskræmd kynfæri að fullu.Ennfremur segir Hannes að auk þeirra 38 þúsund kvenna sem séu með afskræmd kynfæri í Svíþjóð, sé áætlað að um um 19 þúsund stúlkur íSvíþjóðséu í hættu á að ganga í gegnum slíkt. Á heimsvísu telja Sameinuðu þjóðirnar að kynfærifleiri en133 milljóna kvenna hafi verið afskræmd og að á hverju ári sé slíkt gert við þrjár milljónir stúlkna.Það er fyrst og fremst í Afríku, sunnan Sahara, sem umskurður fer fram. Tíðni umskurðar í löndum eins og Sómalíu, Eþíópíu og Egyptalandi er frá 80 til 98 prósent.Þess má geta að á föstudaginn kemur, þann 6. febrúar er alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna gegn afskræmingu á kynfærum kvenna. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Læknirinn Hannes Sigurjónsson hjá Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi hefur enduruppbyggt sníp í fyrsta sinn í læknasögu Svþjóðar. Hannes lærði aðferðina í Frakklandi þar sem fimm þúsund konur hafa þurffarið í gegnum slíka aðgerð eftir umskurð kynfæra þeirra. Á vefnum Vice kemur fram að talið sé að kynfæri um 38 þúsund kvenna í Svíþjóð hafi verið umsorin eða afskræmd, það sem á ensku kallast „female genital mutilation“. Sjö þúsund þeirra eru yngri en 18 ára. Í samtali við Vísi segir Hannes að þörf sé á slíkum aðgerðum.Hannes sem er námslæknir í lýtalækningum á Karolinska Háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi fer yfir hvernig aðferðin virkar og segir að við afskræmingu sé snípurinn í raun ekki fjarlægður í heild sinni, heldur einungis fremsti hluti hans. Aðgerð Hannesar felur í sér að fjarlæga örvef, finna skaft snípsins og færa snípinn framar. Hannes segir þó að mikilvægast sé að lýtalæknar vinni með öðrum fagaðilum í vinnunni með fólkinu sem farið hefur í gegnum afskræmingu kynfæra. Á Karolinska vinni hann í teymi með öðrum sérfræðingum; kvensjúkdómalæknum, þvagfæraskurðlæknum, sálfræðingum og kynfræðingum við að veita umskornum konum sem besta meðferð. Hann segir sálfræðihluta aðgerðarinnar vera gífurlega mikilvægan. Þó sé þörf á frekari rannsóknum. Hannes segist ekki telja að mögulegt sé að lagfæra skaðann fullkomlega, en hann segir tæknina vera í þróun. Þrátt fyrir það verði alltaf erfitt að endurskapa afskræmd kynfæri að fullu.Ennfremur segir Hannes að auk þeirra 38 þúsund kvenna sem séu með afskræmd kynfæri í Svíþjóð, sé áætlað að um um 19 þúsund stúlkur íSvíþjóðséu í hættu á að ganga í gegnum slíkt. Á heimsvísu telja Sameinuðu þjóðirnar að kynfærifleiri en133 milljóna kvenna hafi verið afskræmd og að á hverju ári sé slíkt gert við þrjár milljónir stúlkna.Það er fyrst og fremst í Afríku, sunnan Sahara, sem umskurður fer fram. Tíðni umskurðar í löndum eins og Sómalíu, Eþíópíu og Egyptalandi er frá 80 til 98 prósent.Þess má geta að á föstudaginn kemur, þann 6. febrúar er alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna gegn afskræmingu á kynfærum kvenna.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira