Umboðsmanni Alþingis barst um helgina erindi þess efnis að fréttastofan bandaríska hefði fengið sérmeðferð og talið var að umsókn um að komast á lokað svæði hefði fengið hraðari meðferð. Umboðsmaður staðfestir að erindið hafi verið móttekið.

„Umsóknin var innan allra þeirra marka sem við höfum sett okkur varðandi aðgang að lokuðu svæði vegna eldsumbrota í Bárðarbungu og eldgoss í Holuhrauni. Þarna hafi verið á ferðinni þrettán fréttamenn og tæknimenn. Fjórtán mönnum er heimilt að vera á svæðinu í einu. Má einnig segja að gerðar hafi verið meiri kröfur til öryggis þeirra.
Fréttastofan ætlaði sér að nota einungis þyrlur við flutninga á fólki en við gerðum kröfu um að einnig væri hægt að flytja fólk á jörðu niðri. Því þurfti þessi aðili að kosta meiru til í þjónustu,“ segir Víðir. „Allir fá sömu meðferð hjá okkur og enginn hefur hingað til fengið neina sérmeðferð.“