Lífið

Föt Eurovision-kynnanna: Armani jakki, íslenskur kjóll og pils úr Zara

Adda Soffia Ingvarsdottir skrifar
Kynnar keppninnar voru stórglæsilegar og spennandi verður að sjá í hverju þær verða næst.
Kynnar keppninnar voru stórglæsilegar og spennandi verður að sjá í hverju þær verða næst. Vísir/skjáskot RÚV
Fatnaður kynnanna í Eurovision á laugardagskvöld vakti mikla athygli, þó einkum það að þær Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Salka Sól Eyfeld og Guðrún Dís Emilsdóttir voru allar klæddar í svart.

Búningahönnuðurinn Filippía Elísdóttir sá um að fötin á þær. „Ragnhildur var í æðislegum kjól frá Ýri Þrastardóttur og með hálsmen frá 1930. Gunna Dís var í Armani-pallíettujakka og Salka var í skemmtilegu pilsi úr Zara,“ segir Filippía.

Hún segir stelpurnar allar vera ólíkar og því sé gaman að kynnast þeim og fá að klæða þær. „Við völdum að vinna með litleysu síðasta laugardag. Smá „tabúla-rasa“ og „gothic“ fíling, en svo verður meira hjarta í þessu næst. Svo má búast við stigvaxandi glamúr næstu kvöld,“ segir Filippía.

Hún segir það skipta höfuðmáli að stelpunum líði vel í fötunum og að orkan sé góð á sviðinu. „Maður er eiginlega kominn með þjóðina beint inn á rúmgafl og það er svo gaman að valda smá fjaðrafoki og heyra skoðanir fólks,“ bætir hún við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.