Lífið

Safna saman sögum um heimilisofbeldi

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Halldóra, Hildur og Guðrún stefna á að setja sýninguna upp næsta haust.
Halldóra, Hildur og Guðrún stefna á að setja sýninguna upp næsta haust. Vísir/Stefán
Leikkonurnar Guðrún Bjarnadóttir, Halldóra Rut Baldursdóttir og Hildur Magnúsdóttir vinna nú að leiksýningu sem segja mun sögu einstaklinga sem þekkja til heimilisofbeldis.

„Við erum að safna sögum sem ­hugrakkt fólk er tilbúið að deila með okkur; fólk sem er þolendur, gerendur og aðstandendur,“ segja þær, en verkið verður unnið með aðferðum eins konar heimildaleikhúss sem nefnist Verbatim.

„Það er ekki spurning að umræðan hefur opnast og það hefur orðið vitundarvakning í samfélaginu,“ segja þær og vilja leggja sitt af mörkum til þess að opna umræðuna um heimilisofbeldi enn frekar.

„Við erum að stefna á að setja upp sýninguna einhvern tímann í haust. Þetta er bara fyrsta skrefið, að safna þessum sögum og finna fólk sem er tilbúið til þess að deila þeim með okkur.“

Í síðustu viku settu þær inn auglýsingu á Facebook og hafa fengið góð viðbrögð við henni. Þær stefna á að safna fleiri sögum og hvetja bæði konur og karla til þess að hafa samband.

Allir þeir sem vilja deila sinni reynslu geta haft samband í gegnum netfangið okkarsogur@gmail.com en fyllsta trúnaðar verður gætt við alla vinnslu verksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×