Ólýðræðislegur popúlismi meirihlutans Hildur Sverrisdóttir skrifar 3. febrúar 2015 07:00 Í umræðunni sem spannst í kringum umdeilda skipun varamanns Framsóknar og flugvallarvina í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hefur lítið farið fyrir alvarlegum punkti sem með réttu á að gagnrýna borgarstjórnarmeirihlutann fyrir. Það er ótækt að fulltrúar meirihlutans, þar með taldir bæði borgarstjóri og forseti borgarstjórnar, hafi skipt sér af þessari skipun með því að sitja hjá við kjör varamannsins á borgarstjórnarfundi og rökstyðja það með andúð sinni á viðkomandi fulltrúa. Það skiptir engu hversu umdeild skipunin var eða maðurinn sem skipa átti. Það er einfaldlega ótækt í öllum tilvikum að meirihlutinn skipti sér þannig af því hvernig aðrir flokkar nota sitt lýðræðislega umboð til að skipa fólk í ráð og nefndir. Sé framferði meirihlutans í þessu máli ekki gagnrýnt strax er hætta á að hættulegt og ólýðræðislegt fordæmi skapist. Sumum finnst kannski að það sé allt í lagi að segja þannig skoðun sína með hjásetu – en það er ekki hefðin í borgarstjórn Reykjavíkur, og það er ástæða fyrir því. Það er sjálfsagt að fólk gagnrýni að flokkur, sem hefur langt frá því gert hreint fyrir sínum dyrum varðandi andúð í garð minnihlutahóps, skipi yfirlýstan andstæðing réttinda minnihlutahópa í það ráð borgarinnar sem á að passa upp á slík mannréttindi. En það breytir því ekki að það er framboð Framsóknar og flugvallarvina sem ber, og á að bera, alla ábyrgð á þeirri ákvörðun. Hefðin í borgarstjórn hefur einmitt undirstrikað þetta; verklagið er að þótt reglur kveði á um að fulltrúar í nefndir og ráð séu kosnir á borgarstjórnarfundi greiðir borgarstjórn öll atkvæði með þeim fulltrúum sem flokkarnir tilnefna. Það hefur ekki verið litið svo á að með atkvæði sínu væru borgarfulltrúar að styðja við, lýsa velþóknun á eða taka ábyrgð á fulltrúum einstakra flokka.Öryggisventill Hjáseta meirihlutans leiddi ekki af sér að fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina hlyti ekki kjör, en ef menn eru búnir að bregða út af hefðinni má spyrja hvort eitthvað útiloki að með svipuðum rökum felli meirihlutinn hreinlega fulltrúa minnihlutans, sem honum hugnast ekki að hafa í nefndum og ráðum. Raunar var spurt í fjölmiðlum af hverju meirihlutinn hefði ekki beitt valdi sínu á þann veg. Það segir sig þó sjálft hversu fullkomlega óeðlilegt það væri að meirihlutinn gæti stýrt á þann hátt hverjir veljast í ráð og nefndir fyrir minnihlutann. Á borgarstjórnarfundi í dag verður kosinn nýr varamaður Framsóknar og flugvallarvina í mannréttindaráð. Megum við gera ráð fyrir að formaður borgarráðs sitji hjá af því að hann ætlar aldrei aftur að „taka nokkra ábyrgð á þessu fólki“? Sú afstaða hans er ágætt dæmi um að nú þegar er búið að búa til skrýtilegt fordæmi þar sem reynt er að færa ábyrgðina á vali fulltrúa í ráð og nefndir frá flokknum sem tilnefnir þá. Eini alvöru öryggisventillinn gegn vondum ákvörðunum stjórnmálaflokka er hins vegar að þeir beri pólitíska ábyrgð gagnvart kjósendum. Meirihlutinn ætti að sjá sóma sinn í að bregðast strax við, viðurkenna mistök sín og stuðla að því að girða fyrir pólitískar freistingar eins og hann féll fyrir sjálfur með því að breyta strax reglunum. Þær ættu að vera þannig að kosningu verði hætt og flokkarnir skipi einfaldlega sína fulltrúa án þess að aðrir þurfi að samþykkja, hafna eða sitja hjá við kosningu þeirra. Meirihlutinn hlýtur að sjá að það er það skynsamlega í stöðunni; að setja ábyrgðina nákvæmlega þangað sem hún á heima og sleppa ólýðræðislegum popúlisma eftir hentugleik. Það er einsýnt að verði reglunum ekki breytt er hætta á að meirihlutinn freistist til að festa enn frekar í sessi æfingar með pólitíska afskiptasemi þar sem hún á engan veginn heima. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Í umræðunni sem spannst í kringum umdeilda skipun varamanns Framsóknar og flugvallarvina í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hefur lítið farið fyrir alvarlegum punkti sem með réttu á að gagnrýna borgarstjórnarmeirihlutann fyrir. Það er ótækt að fulltrúar meirihlutans, þar með taldir bæði borgarstjóri og forseti borgarstjórnar, hafi skipt sér af þessari skipun með því að sitja hjá við kjör varamannsins á borgarstjórnarfundi og rökstyðja það með andúð sinni á viðkomandi fulltrúa. Það skiptir engu hversu umdeild skipunin var eða maðurinn sem skipa átti. Það er einfaldlega ótækt í öllum tilvikum að meirihlutinn skipti sér þannig af því hvernig aðrir flokkar nota sitt lýðræðislega umboð til að skipa fólk í ráð og nefndir. Sé framferði meirihlutans í þessu máli ekki gagnrýnt strax er hætta á að hættulegt og ólýðræðislegt fordæmi skapist. Sumum finnst kannski að það sé allt í lagi að segja þannig skoðun sína með hjásetu – en það er ekki hefðin í borgarstjórn Reykjavíkur, og það er ástæða fyrir því. Það er sjálfsagt að fólk gagnrýni að flokkur, sem hefur langt frá því gert hreint fyrir sínum dyrum varðandi andúð í garð minnihlutahóps, skipi yfirlýstan andstæðing réttinda minnihlutahópa í það ráð borgarinnar sem á að passa upp á slík mannréttindi. En það breytir því ekki að það er framboð Framsóknar og flugvallarvina sem ber, og á að bera, alla ábyrgð á þeirri ákvörðun. Hefðin í borgarstjórn hefur einmitt undirstrikað þetta; verklagið er að þótt reglur kveði á um að fulltrúar í nefndir og ráð séu kosnir á borgarstjórnarfundi greiðir borgarstjórn öll atkvæði með þeim fulltrúum sem flokkarnir tilnefna. Það hefur ekki verið litið svo á að með atkvæði sínu væru borgarfulltrúar að styðja við, lýsa velþóknun á eða taka ábyrgð á fulltrúum einstakra flokka.Öryggisventill Hjáseta meirihlutans leiddi ekki af sér að fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina hlyti ekki kjör, en ef menn eru búnir að bregða út af hefðinni má spyrja hvort eitthvað útiloki að með svipuðum rökum felli meirihlutinn hreinlega fulltrúa minnihlutans, sem honum hugnast ekki að hafa í nefndum og ráðum. Raunar var spurt í fjölmiðlum af hverju meirihlutinn hefði ekki beitt valdi sínu á þann veg. Það segir sig þó sjálft hversu fullkomlega óeðlilegt það væri að meirihlutinn gæti stýrt á þann hátt hverjir veljast í ráð og nefndir fyrir minnihlutann. Á borgarstjórnarfundi í dag verður kosinn nýr varamaður Framsóknar og flugvallarvina í mannréttindaráð. Megum við gera ráð fyrir að formaður borgarráðs sitji hjá af því að hann ætlar aldrei aftur að „taka nokkra ábyrgð á þessu fólki“? Sú afstaða hans er ágætt dæmi um að nú þegar er búið að búa til skrýtilegt fordæmi þar sem reynt er að færa ábyrgðina á vali fulltrúa í ráð og nefndir frá flokknum sem tilnefnir þá. Eini alvöru öryggisventillinn gegn vondum ákvörðunum stjórnmálaflokka er hins vegar að þeir beri pólitíska ábyrgð gagnvart kjósendum. Meirihlutinn ætti að sjá sóma sinn í að bregðast strax við, viðurkenna mistök sín og stuðla að því að girða fyrir pólitískar freistingar eins og hann féll fyrir sjálfur með því að breyta strax reglunum. Þær ættu að vera þannig að kosningu verði hætt og flokkarnir skipi einfaldlega sína fulltrúa án þess að aðrir þurfi að samþykkja, hafna eða sitja hjá við kosningu þeirra. Meirihlutinn hlýtur að sjá að það er það skynsamlega í stöðunni; að setja ábyrgðina nákvæmlega þangað sem hún á heima og sleppa ólýðræðislegum popúlisma eftir hentugleik. Það er einsýnt að verði reglunum ekki breytt er hætta á að meirihlutinn freistist til að festa enn frekar í sessi æfingar með pólitíska afskiptasemi þar sem hún á engan veginn heima.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar