Efast um að öll svínabú lifi verkfallið af Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 14. maí 2015 19:00 Svínabóndi í Grímsnesi segir búið, og þar með heimilið, vera farið að verða fyrir miklu fjárhagslegu tjóni vegna verkfalls dýralækna. Ekki eru til peningar til að kaupa fóður og borga reikninga. Hún efast um að minni svínabú landsins lifi verkfallið af. Frá því verkfall dýralækna hófst hafa innlendir alifugla- og svínabændur ekki fengið tekjur af framleiðslu sinni. Á minni svínabúum, til að mynda á Ormsstöðum í Grímsnesi, er allt undir. Svínabúið er fjölskyldurekið fyrirtæki þar sem búið er á jörðinni og daglegt líf snýst í kringum reksturinn sem Guðný Tómasdóttir tók fyrir nokkrum árum við af foreldrum sínum. „Við vinnum við þetta bæði ég og maðurinn minn og ég get dregið börnin út á frídögum, svona eins og í dag, og mamma og pabbi eru ennþá að starfa við þetta,“ segir Guðný. Svínabú eru sum hver komin að þolmörkum vegna tekjutaps sem þau hafa orðið fyrir undanfarnar vikur. Þótt framleiðslan komist ekki á markað er ekkert lát á þeim gjöldum sem greiða þarf vegna reksturins. Þá óttast Guðný að þegar verkfallinu ljúki verði offramboð af frosnu kjöti og því muni það falla í verði. „Núna skiptir hver dagur máli því að við erum vön að fá tekjur í hverri viku, en núna eru komnar fjórar vikur sem að hafa ekki komið neinar tekjur inn. Við fáum líklega einhvern smá pening fyrir undanþágu sem við fengum í síðustu viku á föstudaginn og vonum að við getum skrimt á því eitthvað aðeins. Við erum farin að tala við byrgja og heyra hvað við getum dregið einhverjar greiðslur en ég veit ekki alveg hvernig mánaðarmótin fara,“ segir hún. Minni bú séu þannig mun verr í stakk búin en þau stærri til að takast á við afleiðingar verkfallsins. „Þessi litlu bú, við eigum okkar skuldir og allt annað. Við erum ekki nógu stór til að vera interesant fyrir bankann. Ég yrði mjög hissa á því ef allir lifa þetta af, það er bara þannig,“ segir Guðný. Verkfall 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira
Svínabóndi í Grímsnesi segir búið, og þar með heimilið, vera farið að verða fyrir miklu fjárhagslegu tjóni vegna verkfalls dýralækna. Ekki eru til peningar til að kaupa fóður og borga reikninga. Hún efast um að minni svínabú landsins lifi verkfallið af. Frá því verkfall dýralækna hófst hafa innlendir alifugla- og svínabændur ekki fengið tekjur af framleiðslu sinni. Á minni svínabúum, til að mynda á Ormsstöðum í Grímsnesi, er allt undir. Svínabúið er fjölskyldurekið fyrirtæki þar sem búið er á jörðinni og daglegt líf snýst í kringum reksturinn sem Guðný Tómasdóttir tók fyrir nokkrum árum við af foreldrum sínum. „Við vinnum við þetta bæði ég og maðurinn minn og ég get dregið börnin út á frídögum, svona eins og í dag, og mamma og pabbi eru ennþá að starfa við þetta,“ segir Guðný. Svínabú eru sum hver komin að þolmörkum vegna tekjutaps sem þau hafa orðið fyrir undanfarnar vikur. Þótt framleiðslan komist ekki á markað er ekkert lát á þeim gjöldum sem greiða þarf vegna reksturins. Þá óttast Guðný að þegar verkfallinu ljúki verði offramboð af frosnu kjöti og því muni það falla í verði. „Núna skiptir hver dagur máli því að við erum vön að fá tekjur í hverri viku, en núna eru komnar fjórar vikur sem að hafa ekki komið neinar tekjur inn. Við fáum líklega einhvern smá pening fyrir undanþágu sem við fengum í síðustu viku á föstudaginn og vonum að við getum skrimt á því eitthvað aðeins. Við erum farin að tala við byrgja og heyra hvað við getum dregið einhverjar greiðslur en ég veit ekki alveg hvernig mánaðarmótin fara,“ segir hún. Minni bú séu þannig mun verr í stakk búin en þau stærri til að takast á við afleiðingar verkfallsins. „Þessi litlu bú, við eigum okkar skuldir og allt annað. Við erum ekki nógu stór til að vera interesant fyrir bankann. Ég yrði mjög hissa á því ef allir lifa þetta af, það er bara þannig,“ segir Guðný.
Verkfall 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira