Nýliðarnir byrja á erfiðum leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2015 06:00 Stjarnan varð tvöfaldur meistari á síðustu leiktíð. vísir/valli Nýliðarnir í Pepsi-deild kvenna fá alvöru próf strax í fyrsta leik í dag þegar KR og Þróttur heimsækja tvö efstu liðin í fyrra en þeim er jafnframt spáð efstu sætunum í ár. KR mætir meisturum Stjörnunnar í Garðabæ og Íslandsmeistaraefnin í Breiðabliki taka á móti Þrótti. Það vakti athygli fyrr í vikunni þegar Breiðabliki var spáð titlinum en ekki Íslands- og bikarmeisturum Stjörnunnar sem höfðu unnið tvo úrslitaleiki við Blika á rúmri viku með markatölunni 7-1. Blikar hafa beðið í tíu ár eftir sextánda Íslandsmeistaratitlinum en fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn deildarinnar hafa meiri trú á Blikum heldur en Stjörnuliðinu sem hefur unnið stóran titil fjögur tímabil í röð og vann tvöfalt í fyrsta sinn síðasta sumar. Stjörnuliðið hefur misst lykilmenn en fékk til sín efnilegasta leikmann deildarinnar á síðasta sumar, Guðrúnu Karítas Sigurðardóttur frá ÍA. Stjarnan missti landsliðsmiðvörðinn Glódísi Perlu Viggósdóttir og fyrirliðann Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur og óvissan er um hvaða áhrif það hefur á hina sterku vörn Stjörnuliðsins sem fékk á sig aðeins 16 mörk í 36 deildarleikjum tvö síðustu sumur. Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir er á sínum stað en hún hefur skorað 55 mörk í 36 leikjum síðustu tvö sumur. Flestir búast áfram við einvígi á milli Stjörnunnar og Breiðabliks. Selfoss og Þór/KA verða í næstu sætum samkvæmt spánni en bæði lið hafa þó misst sterka leikmenn. Fylkisliðið vakti mikla athygli sem nýliði í fyrra og nú er að sjá hvort Jörundur Áki Sveinsson geti komið liðinu enn ofar í töflunni. Eyjakonum er spáð sjötta sæti eða sæti ofar en Valsliðinu sem er á tímamótum og hefur aldrei verið spáð neðar. KR verður sá nýliði sem nær að halda sæti sínu á kostnað Aftureldingar sem er spáð falli ásamt nýliðum Þróttar.Leikir dagsins: Valur-Afturelding, Breiðablik-Þróttur R., Stjarnan-KR og Fylkir-Selfoss (allir klukkan 14.00) og Þór/KA- ÍBV (klukkan 15.30). Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Stelpurnar byrja innanhúss Pepsi-deild kvenna í fótbolta hefst með heilli umferð á fimmtudaginn en ekki allir leikirnir fara fram utanhúss. 11. maí 2015 13:15 Þorsteinn: Fjögur lið munu berjast um titilinn Breiðabliki var spáð sigri í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna í Pepsi-deild kvenna 2015. 11. maí 2015 20:30 Breiðabliki spáð Íslandsmeistaratitlinum Stjörnunni, sem er handhafi allra titlanna í kvennaboltanum, spáð öðru sæti á eftir Blikum. 11. maí 2015 15:42 Ólafur: Stjarnan er með öðruvísi lið en í fyrra Þrátt fyrir að vera handhafar allra fjögurra titlanna í kvennaflokki er Stjörnunni ekki spáð sigri í Pepsi-deild kvenna í sumar. 11. maí 2015 19:45 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Sjá meira
Nýliðarnir í Pepsi-deild kvenna fá alvöru próf strax í fyrsta leik í dag þegar KR og Þróttur heimsækja tvö efstu liðin í fyrra en þeim er jafnframt spáð efstu sætunum í ár. KR mætir meisturum Stjörnunnar í Garðabæ og Íslandsmeistaraefnin í Breiðabliki taka á móti Þrótti. Það vakti athygli fyrr í vikunni þegar Breiðabliki var spáð titlinum en ekki Íslands- og bikarmeisturum Stjörnunnar sem höfðu unnið tvo úrslitaleiki við Blika á rúmri viku með markatölunni 7-1. Blikar hafa beðið í tíu ár eftir sextánda Íslandsmeistaratitlinum en fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn deildarinnar hafa meiri trú á Blikum heldur en Stjörnuliðinu sem hefur unnið stóran titil fjögur tímabil í röð og vann tvöfalt í fyrsta sinn síðasta sumar. Stjörnuliðið hefur misst lykilmenn en fékk til sín efnilegasta leikmann deildarinnar á síðasta sumar, Guðrúnu Karítas Sigurðardóttur frá ÍA. Stjarnan missti landsliðsmiðvörðinn Glódísi Perlu Viggósdóttir og fyrirliðann Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur og óvissan er um hvaða áhrif það hefur á hina sterku vörn Stjörnuliðsins sem fékk á sig aðeins 16 mörk í 36 deildarleikjum tvö síðustu sumur. Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir er á sínum stað en hún hefur skorað 55 mörk í 36 leikjum síðustu tvö sumur. Flestir búast áfram við einvígi á milli Stjörnunnar og Breiðabliks. Selfoss og Þór/KA verða í næstu sætum samkvæmt spánni en bæði lið hafa þó misst sterka leikmenn. Fylkisliðið vakti mikla athygli sem nýliði í fyrra og nú er að sjá hvort Jörundur Áki Sveinsson geti komið liðinu enn ofar í töflunni. Eyjakonum er spáð sjötta sæti eða sæti ofar en Valsliðinu sem er á tímamótum og hefur aldrei verið spáð neðar. KR verður sá nýliði sem nær að halda sæti sínu á kostnað Aftureldingar sem er spáð falli ásamt nýliðum Þróttar.Leikir dagsins: Valur-Afturelding, Breiðablik-Þróttur R., Stjarnan-KR og Fylkir-Selfoss (allir klukkan 14.00) og Þór/KA- ÍBV (klukkan 15.30).
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Stelpurnar byrja innanhúss Pepsi-deild kvenna í fótbolta hefst með heilli umferð á fimmtudaginn en ekki allir leikirnir fara fram utanhúss. 11. maí 2015 13:15 Þorsteinn: Fjögur lið munu berjast um titilinn Breiðabliki var spáð sigri í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna í Pepsi-deild kvenna 2015. 11. maí 2015 20:30 Breiðabliki spáð Íslandsmeistaratitlinum Stjörnunni, sem er handhafi allra titlanna í kvennaboltanum, spáð öðru sæti á eftir Blikum. 11. maí 2015 15:42 Ólafur: Stjarnan er með öðruvísi lið en í fyrra Þrátt fyrir að vera handhafar allra fjögurra titlanna í kvennaflokki er Stjörnunni ekki spáð sigri í Pepsi-deild kvenna í sumar. 11. maí 2015 19:45 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Sjá meira
Stelpurnar byrja innanhúss Pepsi-deild kvenna í fótbolta hefst með heilli umferð á fimmtudaginn en ekki allir leikirnir fara fram utanhúss. 11. maí 2015 13:15
Þorsteinn: Fjögur lið munu berjast um titilinn Breiðabliki var spáð sigri í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna í Pepsi-deild kvenna 2015. 11. maí 2015 20:30
Breiðabliki spáð Íslandsmeistaratitlinum Stjörnunni, sem er handhafi allra titlanna í kvennaboltanum, spáð öðru sæti á eftir Blikum. 11. maí 2015 15:42
Ólafur: Stjarnan er með öðruvísi lið en í fyrra Þrátt fyrir að vera handhafar allra fjögurra titlanna í kvennaflokki er Stjörnunni ekki spáð sigri í Pepsi-deild kvenna í sumar. 11. maí 2015 19:45