Nýliðarnir byrja á erfiðum leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2015 06:00 Stjarnan varð tvöfaldur meistari á síðustu leiktíð. vísir/valli Nýliðarnir í Pepsi-deild kvenna fá alvöru próf strax í fyrsta leik í dag þegar KR og Þróttur heimsækja tvö efstu liðin í fyrra en þeim er jafnframt spáð efstu sætunum í ár. KR mætir meisturum Stjörnunnar í Garðabæ og Íslandsmeistaraefnin í Breiðabliki taka á móti Þrótti. Það vakti athygli fyrr í vikunni þegar Breiðabliki var spáð titlinum en ekki Íslands- og bikarmeisturum Stjörnunnar sem höfðu unnið tvo úrslitaleiki við Blika á rúmri viku með markatölunni 7-1. Blikar hafa beðið í tíu ár eftir sextánda Íslandsmeistaratitlinum en fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn deildarinnar hafa meiri trú á Blikum heldur en Stjörnuliðinu sem hefur unnið stóran titil fjögur tímabil í röð og vann tvöfalt í fyrsta sinn síðasta sumar. Stjörnuliðið hefur misst lykilmenn en fékk til sín efnilegasta leikmann deildarinnar á síðasta sumar, Guðrúnu Karítas Sigurðardóttur frá ÍA. Stjarnan missti landsliðsmiðvörðinn Glódísi Perlu Viggósdóttir og fyrirliðann Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur og óvissan er um hvaða áhrif það hefur á hina sterku vörn Stjörnuliðsins sem fékk á sig aðeins 16 mörk í 36 deildarleikjum tvö síðustu sumur. Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir er á sínum stað en hún hefur skorað 55 mörk í 36 leikjum síðustu tvö sumur. Flestir búast áfram við einvígi á milli Stjörnunnar og Breiðabliks. Selfoss og Þór/KA verða í næstu sætum samkvæmt spánni en bæði lið hafa þó misst sterka leikmenn. Fylkisliðið vakti mikla athygli sem nýliði í fyrra og nú er að sjá hvort Jörundur Áki Sveinsson geti komið liðinu enn ofar í töflunni. Eyjakonum er spáð sjötta sæti eða sæti ofar en Valsliðinu sem er á tímamótum og hefur aldrei verið spáð neðar. KR verður sá nýliði sem nær að halda sæti sínu á kostnað Aftureldingar sem er spáð falli ásamt nýliðum Þróttar.Leikir dagsins: Valur-Afturelding, Breiðablik-Þróttur R., Stjarnan-KR og Fylkir-Selfoss (allir klukkan 14.00) og Þór/KA- ÍBV (klukkan 15.30). Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Stelpurnar byrja innanhúss Pepsi-deild kvenna í fótbolta hefst með heilli umferð á fimmtudaginn en ekki allir leikirnir fara fram utanhúss. 11. maí 2015 13:15 Þorsteinn: Fjögur lið munu berjast um titilinn Breiðabliki var spáð sigri í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna í Pepsi-deild kvenna 2015. 11. maí 2015 20:30 Breiðabliki spáð Íslandsmeistaratitlinum Stjörnunni, sem er handhafi allra titlanna í kvennaboltanum, spáð öðru sæti á eftir Blikum. 11. maí 2015 15:42 Ólafur: Stjarnan er með öðruvísi lið en í fyrra Þrátt fyrir að vera handhafar allra fjögurra titlanna í kvennaflokki er Stjörnunni ekki spáð sigri í Pepsi-deild kvenna í sumar. 11. maí 2015 19:45 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Nýliðarnir í Pepsi-deild kvenna fá alvöru próf strax í fyrsta leik í dag þegar KR og Þróttur heimsækja tvö efstu liðin í fyrra en þeim er jafnframt spáð efstu sætunum í ár. KR mætir meisturum Stjörnunnar í Garðabæ og Íslandsmeistaraefnin í Breiðabliki taka á móti Þrótti. Það vakti athygli fyrr í vikunni þegar Breiðabliki var spáð titlinum en ekki Íslands- og bikarmeisturum Stjörnunnar sem höfðu unnið tvo úrslitaleiki við Blika á rúmri viku með markatölunni 7-1. Blikar hafa beðið í tíu ár eftir sextánda Íslandsmeistaratitlinum en fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn deildarinnar hafa meiri trú á Blikum heldur en Stjörnuliðinu sem hefur unnið stóran titil fjögur tímabil í röð og vann tvöfalt í fyrsta sinn síðasta sumar. Stjörnuliðið hefur misst lykilmenn en fékk til sín efnilegasta leikmann deildarinnar á síðasta sumar, Guðrúnu Karítas Sigurðardóttur frá ÍA. Stjarnan missti landsliðsmiðvörðinn Glódísi Perlu Viggósdóttir og fyrirliðann Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur og óvissan er um hvaða áhrif það hefur á hina sterku vörn Stjörnuliðsins sem fékk á sig aðeins 16 mörk í 36 deildarleikjum tvö síðustu sumur. Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir er á sínum stað en hún hefur skorað 55 mörk í 36 leikjum síðustu tvö sumur. Flestir búast áfram við einvígi á milli Stjörnunnar og Breiðabliks. Selfoss og Þór/KA verða í næstu sætum samkvæmt spánni en bæði lið hafa þó misst sterka leikmenn. Fylkisliðið vakti mikla athygli sem nýliði í fyrra og nú er að sjá hvort Jörundur Áki Sveinsson geti komið liðinu enn ofar í töflunni. Eyjakonum er spáð sjötta sæti eða sæti ofar en Valsliðinu sem er á tímamótum og hefur aldrei verið spáð neðar. KR verður sá nýliði sem nær að halda sæti sínu á kostnað Aftureldingar sem er spáð falli ásamt nýliðum Þróttar.Leikir dagsins: Valur-Afturelding, Breiðablik-Þróttur R., Stjarnan-KR og Fylkir-Selfoss (allir klukkan 14.00) og Þór/KA- ÍBV (klukkan 15.30).
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Stelpurnar byrja innanhúss Pepsi-deild kvenna í fótbolta hefst með heilli umferð á fimmtudaginn en ekki allir leikirnir fara fram utanhúss. 11. maí 2015 13:15 Þorsteinn: Fjögur lið munu berjast um titilinn Breiðabliki var spáð sigri í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna í Pepsi-deild kvenna 2015. 11. maí 2015 20:30 Breiðabliki spáð Íslandsmeistaratitlinum Stjörnunni, sem er handhafi allra titlanna í kvennaboltanum, spáð öðru sæti á eftir Blikum. 11. maí 2015 15:42 Ólafur: Stjarnan er með öðruvísi lið en í fyrra Þrátt fyrir að vera handhafar allra fjögurra titlanna í kvennaflokki er Stjörnunni ekki spáð sigri í Pepsi-deild kvenna í sumar. 11. maí 2015 19:45 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Stelpurnar byrja innanhúss Pepsi-deild kvenna í fótbolta hefst með heilli umferð á fimmtudaginn en ekki allir leikirnir fara fram utanhúss. 11. maí 2015 13:15
Þorsteinn: Fjögur lið munu berjast um titilinn Breiðabliki var spáð sigri í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna í Pepsi-deild kvenna 2015. 11. maí 2015 20:30
Breiðabliki spáð Íslandsmeistaratitlinum Stjörnunni, sem er handhafi allra titlanna í kvennaboltanum, spáð öðru sæti á eftir Blikum. 11. maí 2015 15:42
Ólafur: Stjarnan er með öðruvísi lið en í fyrra Þrátt fyrir að vera handhafar allra fjögurra titlanna í kvennaflokki er Stjörnunni ekki spáð sigri í Pepsi-deild kvenna í sumar. 11. maí 2015 19:45