Á fjórða hundrað eldri borgara bíða eftir að komast á hjúkrunarheimili Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. mars 2015 19:15 Á fjórða hundrað eldri borgara bíða nú eftir því að komast á hjúkrunar- eða dvalarheimili á landinu öllu. Formaður félags eldri borgara segir biðtímann reynast mörgum erfiður. Dæmi séu um að aðstandendur fólksins þurfi að hætta að vinna til að annast það. Mikil vöntun er á hjúkrunarrýmum víða um land. Til að komast inn á hjúkrunar- eða dvalarheimili þarf fólk að hafa gilt færni- og heilsumat sem sérstakar nefndir gera. Í þeim sitja meðal annars læknar, hjúkrunar- og félagsfræðingar. Uppfylla þarf ströng skilyrði til að fá matið. Önnur úrræði þurfa að vera fullreynd og ljóst að fólk geti ekki lengur búið í heimahúsi. Í dag eru 376 einstaklingar með gilt færni- og heilsumat og bíða þeir eftir að komast á hjúkrunarheimili. Mest er þörfin í Reykjavík þar sem 168 eru á biðlista. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður félags eldri borgara í Reykjavík, segir áhyggjuefni hversu stór hópur fólks bíður eftir plássi en hópurinn hafi farið stækkandi síðustu ár. „Þetta er alltof stór hópur og alltof veikur, “ segir Þórunn. Hún segir hjúkrunarrýmum hafa fækkað um sjö prósent á höfuðborgarsvæðinu á síðustu árum. Langstærsti hluti þeirra sem bíða eftir að komast á hjúkrunarheimili eru í heimahúsi, eða á þriðja hundrað manns. Þórunn segir dæmi um að aðstandendur fólksins þurfi að hætta að vinna til að annast það. Hún segir marga hafa beðið jafnvel árum saman eftir því að fá gilt færni- og heilsumat. Þegar það sé komið bíði fólk svo jafnvel mánuðum saman í viðbót til að komast á hjúkrunarheimili. Þessi biðstími sé öllum erfiður. „Þetta er bara ekki forsvaranlegt gagnvart þessu fólki,“ segir Þórunn. „Þetta eru mætir þjóðfélagsþegnar sem hafa lagt allt sitt í vinnu fyrir þetta samfélag og þeir eiga bara ekkert skilið að þurfa að bíða svona lengi.“ Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Sjá meira
Á fjórða hundrað eldri borgara bíða nú eftir því að komast á hjúkrunar- eða dvalarheimili á landinu öllu. Formaður félags eldri borgara segir biðtímann reynast mörgum erfiður. Dæmi séu um að aðstandendur fólksins þurfi að hætta að vinna til að annast það. Mikil vöntun er á hjúkrunarrýmum víða um land. Til að komast inn á hjúkrunar- eða dvalarheimili þarf fólk að hafa gilt færni- og heilsumat sem sérstakar nefndir gera. Í þeim sitja meðal annars læknar, hjúkrunar- og félagsfræðingar. Uppfylla þarf ströng skilyrði til að fá matið. Önnur úrræði þurfa að vera fullreynd og ljóst að fólk geti ekki lengur búið í heimahúsi. Í dag eru 376 einstaklingar með gilt færni- og heilsumat og bíða þeir eftir að komast á hjúkrunarheimili. Mest er þörfin í Reykjavík þar sem 168 eru á biðlista. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður félags eldri borgara í Reykjavík, segir áhyggjuefni hversu stór hópur fólks bíður eftir plássi en hópurinn hafi farið stækkandi síðustu ár. „Þetta er alltof stór hópur og alltof veikur, “ segir Þórunn. Hún segir hjúkrunarrýmum hafa fækkað um sjö prósent á höfuðborgarsvæðinu á síðustu árum. Langstærsti hluti þeirra sem bíða eftir að komast á hjúkrunarheimili eru í heimahúsi, eða á þriðja hundrað manns. Þórunn segir dæmi um að aðstandendur fólksins þurfi að hætta að vinna til að annast það. Hún segir marga hafa beðið jafnvel árum saman eftir því að fá gilt færni- og heilsumat. Þegar það sé komið bíði fólk svo jafnvel mánuðum saman í viðbót til að komast á hjúkrunarheimili. Þessi biðstími sé öllum erfiður. „Þetta er bara ekki forsvaranlegt gagnvart þessu fólki,“ segir Þórunn. „Þetta eru mætir þjóðfélagsþegnar sem hafa lagt allt sitt í vinnu fyrir þetta samfélag og þeir eiga bara ekkert skilið að þurfa að bíða svona lengi.“
Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Sjá meira