Fékk aftur traust á lögreglu 9. mars 2015 07:00 Gunnar Scheving Thorsteinsson hefur ekki ákveðið hvort hann fer aftur til starfa í lögreglunni. fréttablaðið/vilhelm „Þegar ég var í fangaklefa í Grindavík lá ég og vissi að líf mitt eins og ég þekkti það var búið. Að það sé hægt að fara svo óvarlega með opinbert vald er eitthvað sem ég hefði aldrei leyft mér sem lögreglumaður. Frelsissvipting og svipting mannorðs er eitthvað sem þú getur aldrei farið of varlega með,“ segir Gunnar Scheving Thorsteinsson. Hann var ákærður fyrir að hafa flett nöfnum yfir 40 kvenna upp í upplýsingakerfi lögreglunnar, svokölluðu LÖKE-kerfi. Einnig var hann grunaður um að hafa deilt upplýsingum til þriðja aðila um einstakling sem sætti lögreglurannsókn. Á rannsóknarstigi gisti hann fangageymslu yfir eina nótt. Síðasta fimmtudag tilkynnti Ríkissaksóknari svo að fallið yrði frá þeim þætti ákærunnar sem snýr að því að hafa flett upp nöfnum kvennanna. Gunnar segist síðan hafa fengið upplýsingar um það við aðalmeðferð málsins á föstudag að ekki yrði krafist refsingar yfir honum vegna þess ákæruliðar sem eftir stendur. Gunnar Scheving segist telja að á rannsóknarstigi hafi málið ekki einungis snúist um það að hafa flett konunum upp í kerfinu. „Heldur er það það sem situr eftir eftir ónýta rannsókn, þar sem ég var grunaður um miklu alvarlegri hluti,“ segir Gunnar. Hann var upphaflega ásakaður um það að hafa nálgast upplýsingar um konurnar og deilt þeim opinberlega með vinum sínum. Gunnar bendir á að þær ásakanir gegn sér hafi birst í fjölmiðlum löngu áður en gefin var út ákæra. Garðar St. Ólafsson, verjandi Gunnars, segir að sá grunur að Gunnar hafi flett nöfnunum upp í Löke hafi ekki komið úr tölvukerfinu sjálfu, heldur annars staðar frá. Gunnar hafi einfaldlega ekki flett upp nöfnum þessara kvenna. Gunnar segist hafa misst tiltrú á lögreglu og ákæruvaldinu fyrst eftir að málið kom upp, en það álit hafi áunnist aftur eftir atburði liðinnar viku. „En hvort ég vil starfa áfram í lögreglunni, þá er það eitthvað sem ég get ekki svarað strax. Ég hef helgað líf mitt því að starfa sem lögreglumaður og ég hef starfað í tíu ár í lögreglunni. Þetta var framtíðarstarfið mitt og ég hef mikinn metnað fyrir þessu starfi. En að það sé hægt að svipta fótunum svona undan mér út af fölskum ástæðum, ég er ekki viss um að ég vilji aftur vera í þeirri stöðu,“ segir hann. Hann segist þó hvorki bera hatur eða illvilja til neins. Hvorki lögreglu, ákæruvaldsins eða annarra sem tengjast einkalífi hans. „En ég þarf að rétta hlut minn sjáanlega. Það sem skiptir mig miklu máli er að geta horft á sjálfan mig í spegli,“ segir hann. Hann muni því sækja rétt sinn, hvort sem það verði með því að krefjast refsingar yfir þeim sem brutu gegn honum eða sækja þær bætur sem hann eigi rétt á eða berjast fyrir starfi sínu. „Því ég ætla út í lögregluna á mínum forsendum ef ég ætla út í lögregluna yfirhöfuð,“ segir Gunnar. Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
„Þegar ég var í fangaklefa í Grindavík lá ég og vissi að líf mitt eins og ég þekkti það var búið. Að það sé hægt að fara svo óvarlega með opinbert vald er eitthvað sem ég hefði aldrei leyft mér sem lögreglumaður. Frelsissvipting og svipting mannorðs er eitthvað sem þú getur aldrei farið of varlega með,“ segir Gunnar Scheving Thorsteinsson. Hann var ákærður fyrir að hafa flett nöfnum yfir 40 kvenna upp í upplýsingakerfi lögreglunnar, svokölluðu LÖKE-kerfi. Einnig var hann grunaður um að hafa deilt upplýsingum til þriðja aðila um einstakling sem sætti lögreglurannsókn. Á rannsóknarstigi gisti hann fangageymslu yfir eina nótt. Síðasta fimmtudag tilkynnti Ríkissaksóknari svo að fallið yrði frá þeim þætti ákærunnar sem snýr að því að hafa flett upp nöfnum kvennanna. Gunnar segist síðan hafa fengið upplýsingar um það við aðalmeðferð málsins á föstudag að ekki yrði krafist refsingar yfir honum vegna þess ákæruliðar sem eftir stendur. Gunnar Scheving segist telja að á rannsóknarstigi hafi málið ekki einungis snúist um það að hafa flett konunum upp í kerfinu. „Heldur er það það sem situr eftir eftir ónýta rannsókn, þar sem ég var grunaður um miklu alvarlegri hluti,“ segir Gunnar. Hann var upphaflega ásakaður um það að hafa nálgast upplýsingar um konurnar og deilt þeim opinberlega með vinum sínum. Gunnar bendir á að þær ásakanir gegn sér hafi birst í fjölmiðlum löngu áður en gefin var út ákæra. Garðar St. Ólafsson, verjandi Gunnars, segir að sá grunur að Gunnar hafi flett nöfnunum upp í Löke hafi ekki komið úr tölvukerfinu sjálfu, heldur annars staðar frá. Gunnar hafi einfaldlega ekki flett upp nöfnum þessara kvenna. Gunnar segist hafa misst tiltrú á lögreglu og ákæruvaldinu fyrst eftir að málið kom upp, en það álit hafi áunnist aftur eftir atburði liðinnar viku. „En hvort ég vil starfa áfram í lögreglunni, þá er það eitthvað sem ég get ekki svarað strax. Ég hef helgað líf mitt því að starfa sem lögreglumaður og ég hef starfað í tíu ár í lögreglunni. Þetta var framtíðarstarfið mitt og ég hef mikinn metnað fyrir þessu starfi. En að það sé hægt að svipta fótunum svona undan mér út af fölskum ástæðum, ég er ekki viss um að ég vilji aftur vera í þeirri stöðu,“ segir hann. Hann segist þó hvorki bera hatur eða illvilja til neins. Hvorki lögreglu, ákæruvaldsins eða annarra sem tengjast einkalífi hans. „En ég þarf að rétta hlut minn sjáanlega. Það sem skiptir mig miklu máli er að geta horft á sjálfan mig í spegli,“ segir hann. Hann muni því sækja rétt sinn, hvort sem það verði með því að krefjast refsingar yfir þeim sem brutu gegn honum eða sækja þær bætur sem hann eigi rétt á eða berjast fyrir starfi sínu. „Því ég ætla út í lögregluna á mínum forsendum ef ég ætla út í lögregluna yfirhöfuð,“ segir Gunnar.
Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira