Hraunrennslið á við rennsli Skjálfandafljóts Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2015 18:23 Eldgosið í Holuhrauni hefur nú staðið í fimm mánuði en nú eru 152 dagar frá því að samfellt gos hófst þann 31. ágúst 2014. Vísir/Magnús Tumi Guðmundsson Enn er öflugt eldgos í Holuhrauni og er talið að hraunrennslið sé nú um 100 rúmmetrar á sekúndu en það samsvarar rennsli Skjálfandafljóts. Verulegar líkur eru á því að atburðarásin þróist áfram með sama hætti og verið hefur undanfarna mánuði, sem er hægt minnkandi virkni. Í tilkynningu frá vísindamannaráð almannavarna segir:„Gögn um þróun virkninnar eru annars vegar um sig Bárðarbungu og hins vegar virkni eldgossins.Bárðarbunga: Gögn um Bárðarbungu eru hraði sigsins í miðju bungunnar, rúmmál sigsins, gögn um aflögun jarðskorpunnar umhverfis Bárðarbungu (GPS, InSAR) og jarðskjálftavirkni.Gosið í Holuhrauni: Gögn um stærð og rúmmál hraunsins, og mat á gas- og varmastreymi.Með því að framlengja þróunina fram í tímann fæst að sig Bárðarbungu gæti fjarað út á 5 til 16 mánuðum.Á sama hátt fæst að eldgosið í Holuhrauni gæti þróast með svipuðum hætti og því lokið eftir 4 til 15 mánuði. Gögn um rúmmál hraunsins eru þó ekki eins nákvæm og sig Bárðarbungu.Þessum ályktunum verður að taka með fyrirvara. Ekki er hægt að útiloka að gosið stöðvist mun fyrr. Einnig er mögulegt að gosið verði stöðugt jafnvel svo árum skipti, en þá má reikna með að hraunrennslið yrði aðeins brot af því sem nú Enn er mögulegt að gjósi í Bárðarbungu sjálfri þó svo að þróunin sem lýst er hér að ofan haldi áfram. Þrátt fyrir að gosið í Holuhrauni gæti hætt á næstu mánuðum er ekki víst að þar með yrði umbrotunum lokið. Meðal annars er mögulegt að gjósi á öðrum sprungusveimum Bárðarbungukerfisins.Eldgosið í Holuhrauni hefur nú staðið í fimm mánuði en nú eru 152 dagar frá því að samfellt gos hófst þann 31. ágúst 2014. Umbrotin hófust 16. ágúst og hafa því staðið í 167 daga. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð var virkjuð að kvöldi 19. ágúst og hefur aðgerðin því staðið yfir í 164 daga. Til samanburðar þá stóð Vestmannaeyjagosið í 130 daga, frá 23. febrúar 1973 til 3. júlí sama ár.Miklar jarðhræringar eru enn í Bárðarbungu. Þrír skjálftar mældusta stærri en 4,0 frá síðasta fundi Vísindamannráðs á þriðjudag. Sá stærsti var M4,6 í gær, fimmtudag, kl. 21:45. Fremur mikil og hviðukennd jarðskjálftavirkni var í öskju Bárðarbungu í gærkvöldi frá 20:50-22:30. Aðeins eru skráðir 4-5 skjálftar á bilinu M3,0-3,9. Alls hafa mælst um hundrað skjálftar í Bárðarbungu á tímabilinu.Rúmlega 30 skjálftar urðu í ganginum á þessu tímabili, sá stærsti M1,5Einn og einn skjálfti hefur mælst við Tungnafelljökul og Öskju, en ekki hrinur. Nokkur virkni hefur verið við Herðubreiðartögl í gær en engir stærri skjálftar.Loftgæði: Í dag (föstudag) má búast við að gasmengunin frá eldstöðvunum berist til suðurs og suðvesturs. Á morgun (laugardag) berst mengunin til suðurs og suðausturs. Þrír möguleikar eru áfram taldir líklegastir um framvindu:Gosið í Holuhrauni fjarar út og öskjusig í Bárðarbungu hættir.Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt er að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum.Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt. Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.“ Bárðarbunga Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Enn er öflugt eldgos í Holuhrauni og er talið að hraunrennslið sé nú um 100 rúmmetrar á sekúndu en það samsvarar rennsli Skjálfandafljóts. Verulegar líkur eru á því að atburðarásin þróist áfram með sama hætti og verið hefur undanfarna mánuði, sem er hægt minnkandi virkni. Í tilkynningu frá vísindamannaráð almannavarna segir:„Gögn um þróun virkninnar eru annars vegar um sig Bárðarbungu og hins vegar virkni eldgossins.Bárðarbunga: Gögn um Bárðarbungu eru hraði sigsins í miðju bungunnar, rúmmál sigsins, gögn um aflögun jarðskorpunnar umhverfis Bárðarbungu (GPS, InSAR) og jarðskjálftavirkni.Gosið í Holuhrauni: Gögn um stærð og rúmmál hraunsins, og mat á gas- og varmastreymi.Með því að framlengja þróunina fram í tímann fæst að sig Bárðarbungu gæti fjarað út á 5 til 16 mánuðum.Á sama hátt fæst að eldgosið í Holuhrauni gæti þróast með svipuðum hætti og því lokið eftir 4 til 15 mánuði. Gögn um rúmmál hraunsins eru þó ekki eins nákvæm og sig Bárðarbungu.Þessum ályktunum verður að taka með fyrirvara. Ekki er hægt að útiloka að gosið stöðvist mun fyrr. Einnig er mögulegt að gosið verði stöðugt jafnvel svo árum skipti, en þá má reikna með að hraunrennslið yrði aðeins brot af því sem nú Enn er mögulegt að gjósi í Bárðarbungu sjálfri þó svo að þróunin sem lýst er hér að ofan haldi áfram. Þrátt fyrir að gosið í Holuhrauni gæti hætt á næstu mánuðum er ekki víst að þar með yrði umbrotunum lokið. Meðal annars er mögulegt að gjósi á öðrum sprungusveimum Bárðarbungukerfisins.Eldgosið í Holuhrauni hefur nú staðið í fimm mánuði en nú eru 152 dagar frá því að samfellt gos hófst þann 31. ágúst 2014. Umbrotin hófust 16. ágúst og hafa því staðið í 167 daga. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð var virkjuð að kvöldi 19. ágúst og hefur aðgerðin því staðið yfir í 164 daga. Til samanburðar þá stóð Vestmannaeyjagosið í 130 daga, frá 23. febrúar 1973 til 3. júlí sama ár.Miklar jarðhræringar eru enn í Bárðarbungu. Þrír skjálftar mældusta stærri en 4,0 frá síðasta fundi Vísindamannráðs á þriðjudag. Sá stærsti var M4,6 í gær, fimmtudag, kl. 21:45. Fremur mikil og hviðukennd jarðskjálftavirkni var í öskju Bárðarbungu í gærkvöldi frá 20:50-22:30. Aðeins eru skráðir 4-5 skjálftar á bilinu M3,0-3,9. Alls hafa mælst um hundrað skjálftar í Bárðarbungu á tímabilinu.Rúmlega 30 skjálftar urðu í ganginum á þessu tímabili, sá stærsti M1,5Einn og einn skjálfti hefur mælst við Tungnafelljökul og Öskju, en ekki hrinur. Nokkur virkni hefur verið við Herðubreiðartögl í gær en engir stærri skjálftar.Loftgæði: Í dag (föstudag) má búast við að gasmengunin frá eldstöðvunum berist til suðurs og suðvesturs. Á morgun (laugardag) berst mengunin til suðurs og suðausturs. Þrír möguleikar eru áfram taldir líklegastir um framvindu:Gosið í Holuhrauni fjarar út og öskjusig í Bárðarbungu hættir.Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt er að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum.Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt. Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.“
Bárðarbunga Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira