Hraunrennslið á við rennsli Skjálfandafljóts Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2015 18:23 Eldgosið í Holuhrauni hefur nú staðið í fimm mánuði en nú eru 152 dagar frá því að samfellt gos hófst þann 31. ágúst 2014. Vísir/Magnús Tumi Guðmundsson Enn er öflugt eldgos í Holuhrauni og er talið að hraunrennslið sé nú um 100 rúmmetrar á sekúndu en það samsvarar rennsli Skjálfandafljóts. Verulegar líkur eru á því að atburðarásin þróist áfram með sama hætti og verið hefur undanfarna mánuði, sem er hægt minnkandi virkni. Í tilkynningu frá vísindamannaráð almannavarna segir:„Gögn um þróun virkninnar eru annars vegar um sig Bárðarbungu og hins vegar virkni eldgossins.Bárðarbunga: Gögn um Bárðarbungu eru hraði sigsins í miðju bungunnar, rúmmál sigsins, gögn um aflögun jarðskorpunnar umhverfis Bárðarbungu (GPS, InSAR) og jarðskjálftavirkni.Gosið í Holuhrauni: Gögn um stærð og rúmmál hraunsins, og mat á gas- og varmastreymi.Með því að framlengja þróunina fram í tímann fæst að sig Bárðarbungu gæti fjarað út á 5 til 16 mánuðum.Á sama hátt fæst að eldgosið í Holuhrauni gæti þróast með svipuðum hætti og því lokið eftir 4 til 15 mánuði. Gögn um rúmmál hraunsins eru þó ekki eins nákvæm og sig Bárðarbungu.Þessum ályktunum verður að taka með fyrirvara. Ekki er hægt að útiloka að gosið stöðvist mun fyrr. Einnig er mögulegt að gosið verði stöðugt jafnvel svo árum skipti, en þá má reikna með að hraunrennslið yrði aðeins brot af því sem nú Enn er mögulegt að gjósi í Bárðarbungu sjálfri þó svo að þróunin sem lýst er hér að ofan haldi áfram. Þrátt fyrir að gosið í Holuhrauni gæti hætt á næstu mánuðum er ekki víst að þar með yrði umbrotunum lokið. Meðal annars er mögulegt að gjósi á öðrum sprungusveimum Bárðarbungukerfisins.Eldgosið í Holuhrauni hefur nú staðið í fimm mánuði en nú eru 152 dagar frá því að samfellt gos hófst þann 31. ágúst 2014. Umbrotin hófust 16. ágúst og hafa því staðið í 167 daga. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð var virkjuð að kvöldi 19. ágúst og hefur aðgerðin því staðið yfir í 164 daga. Til samanburðar þá stóð Vestmannaeyjagosið í 130 daga, frá 23. febrúar 1973 til 3. júlí sama ár.Miklar jarðhræringar eru enn í Bárðarbungu. Þrír skjálftar mældusta stærri en 4,0 frá síðasta fundi Vísindamannráðs á þriðjudag. Sá stærsti var M4,6 í gær, fimmtudag, kl. 21:45. Fremur mikil og hviðukennd jarðskjálftavirkni var í öskju Bárðarbungu í gærkvöldi frá 20:50-22:30. Aðeins eru skráðir 4-5 skjálftar á bilinu M3,0-3,9. Alls hafa mælst um hundrað skjálftar í Bárðarbungu á tímabilinu.Rúmlega 30 skjálftar urðu í ganginum á þessu tímabili, sá stærsti M1,5Einn og einn skjálfti hefur mælst við Tungnafelljökul og Öskju, en ekki hrinur. Nokkur virkni hefur verið við Herðubreiðartögl í gær en engir stærri skjálftar.Loftgæði: Í dag (föstudag) má búast við að gasmengunin frá eldstöðvunum berist til suðurs og suðvesturs. Á morgun (laugardag) berst mengunin til suðurs og suðausturs. Þrír möguleikar eru áfram taldir líklegastir um framvindu:Gosið í Holuhrauni fjarar út og öskjusig í Bárðarbungu hættir.Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt er að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum.Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt. Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.“ Bárðarbunga Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
Enn er öflugt eldgos í Holuhrauni og er talið að hraunrennslið sé nú um 100 rúmmetrar á sekúndu en það samsvarar rennsli Skjálfandafljóts. Verulegar líkur eru á því að atburðarásin þróist áfram með sama hætti og verið hefur undanfarna mánuði, sem er hægt minnkandi virkni. Í tilkynningu frá vísindamannaráð almannavarna segir:„Gögn um þróun virkninnar eru annars vegar um sig Bárðarbungu og hins vegar virkni eldgossins.Bárðarbunga: Gögn um Bárðarbungu eru hraði sigsins í miðju bungunnar, rúmmál sigsins, gögn um aflögun jarðskorpunnar umhverfis Bárðarbungu (GPS, InSAR) og jarðskjálftavirkni.Gosið í Holuhrauni: Gögn um stærð og rúmmál hraunsins, og mat á gas- og varmastreymi.Með því að framlengja þróunina fram í tímann fæst að sig Bárðarbungu gæti fjarað út á 5 til 16 mánuðum.Á sama hátt fæst að eldgosið í Holuhrauni gæti þróast með svipuðum hætti og því lokið eftir 4 til 15 mánuði. Gögn um rúmmál hraunsins eru þó ekki eins nákvæm og sig Bárðarbungu.Þessum ályktunum verður að taka með fyrirvara. Ekki er hægt að útiloka að gosið stöðvist mun fyrr. Einnig er mögulegt að gosið verði stöðugt jafnvel svo árum skipti, en þá má reikna með að hraunrennslið yrði aðeins brot af því sem nú Enn er mögulegt að gjósi í Bárðarbungu sjálfri þó svo að þróunin sem lýst er hér að ofan haldi áfram. Þrátt fyrir að gosið í Holuhrauni gæti hætt á næstu mánuðum er ekki víst að þar með yrði umbrotunum lokið. Meðal annars er mögulegt að gjósi á öðrum sprungusveimum Bárðarbungukerfisins.Eldgosið í Holuhrauni hefur nú staðið í fimm mánuði en nú eru 152 dagar frá því að samfellt gos hófst þann 31. ágúst 2014. Umbrotin hófust 16. ágúst og hafa því staðið í 167 daga. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð var virkjuð að kvöldi 19. ágúst og hefur aðgerðin því staðið yfir í 164 daga. Til samanburðar þá stóð Vestmannaeyjagosið í 130 daga, frá 23. febrúar 1973 til 3. júlí sama ár.Miklar jarðhræringar eru enn í Bárðarbungu. Þrír skjálftar mældusta stærri en 4,0 frá síðasta fundi Vísindamannráðs á þriðjudag. Sá stærsti var M4,6 í gær, fimmtudag, kl. 21:45. Fremur mikil og hviðukennd jarðskjálftavirkni var í öskju Bárðarbungu í gærkvöldi frá 20:50-22:30. Aðeins eru skráðir 4-5 skjálftar á bilinu M3,0-3,9. Alls hafa mælst um hundrað skjálftar í Bárðarbungu á tímabilinu.Rúmlega 30 skjálftar urðu í ganginum á þessu tímabili, sá stærsti M1,5Einn og einn skjálfti hefur mælst við Tungnafelljökul og Öskju, en ekki hrinur. Nokkur virkni hefur verið við Herðubreiðartögl í gær en engir stærri skjálftar.Loftgæði: Í dag (föstudag) má búast við að gasmengunin frá eldstöðvunum berist til suðurs og suðvesturs. Á morgun (laugardag) berst mengunin til suðurs og suðausturs. Þrír möguleikar eru áfram taldir líklegastir um framvindu:Gosið í Holuhrauni fjarar út og öskjusig í Bárðarbungu hættir.Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt er að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum.Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt. Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.“
Bárðarbunga Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira