Erlent

„Suge“ Knight hefur gefið sig fram

Samúel Karl Ólason skrifar
Marion „Suge“ Knight gefur sig fram við lögreglu.
Marion „Suge“ Knight gefur sig fram við lögreglu. Vísir/AP
Marion „Suge“ Knight gaf sig fram við lögreglu vegna manns sem lést eftir að ekið var yfir hann. Annar maður slasaðist, en ekið var yfir þá báða. Lögmaður Suge segir að hann hafi óvart keyrt yfir mennina þegar hann flúði undan tveimur mönnum sem réðust á hann.

„Við erum fullvissir um að þegar að rannsókn er lokið, komi í ljós að þessar ásakanir eigi ekki við rök að styðjast,“ hefur AP fréttaveitan eftir lögmanni Suge.

Lögreglan hefur sagt að vitni segi Suge hafa bakkað rauðum pallbíl yfir mennina og svo keyrt áfram og yfir mennina aftur. „Vitnin sem við ræddum við segja þetta hafa verið viljaverk,“ segir fógetinn John Corina. Málið er rannsakað sem morð.

Atvikið átti sér stað í borginni Compton, sem gerð var heimsfræg í mörgum lögum sem gefin voru út af Death Row Records útgáfunni sem Suge stofnaði.

Samkvæmt lögreglunni voru tveir menn á bílastæði við veitingastað þegar pallbílnum var keyrt inn á stæðið. Ökumaður bílsins er sagður hafa rifist við mennina tvo áður en hann bakkaði yfir þá. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×