Holuhraun í beinni í Good Morning America Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. janúar 2015 15:45 Mynd frá Holuhrauni sem tekin var með dróna. Mynd/Ragnar Th. Sigurðsson Ef allt gengur að óskum mun sjónvarpsþátturinn Good Morning America, sem sýndur er á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC, vera með beina útsendingu frá Holuhrauni í næstu viku. Ragnar Th. Sigurðsson og Einar Erlendsson hjá fyrirtækinu Focus on Nature hafa seinustu vikur undirbúið komu sjónvarpsfólksins sem væntanlegt er til landsins. „Ég er ljósmyndari og hef farið mikið þarna upp eftir að taka ljósmyndir og vídjó. Kveikjan að því að ABC hefur samband við mig er einmitt vídjó sem við Eric Cheng tókum með dróna í Holuhrauni og birtist á Youtube í október,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Ragnar segir að þetta sé stærðarinnar dæmi, kostnaðurinn við það sé gríðarlegur og margar vikur hafa farið í undirbúninginn. Það þarf að fá leyfi fyrir alla til að fara inn á svæðið og tryggja alla. Allt er þetta gert í samvinnu við Almannavarnir og Ríkislögreglustjóra, en ýmsilegt þarf að ganga upp til af útsendingunni verði; mikið veltur til dæmis á veðurskilyrðum. „Við verðum í öruggri fjarlægð frá gosstöðvunum en við þurfum að vera með gasgrímur og gasmæla og köfunarbúnað ef að gasið snýst við. Það er svona aðalhættan.“ Það þarf mikinn búnað í kringum svona útsendingu, sérstaklega þegar um er að ræða svæði eins og Holuhraun. Það þarf til dæmis að vera hægt að koma öllum í burtu með skömmum fyrirvara ef eitthvað kemur upp á. Gert er ráð fyrir að mannlaus dróni verði sendur til að taka myndirnar í beinni og segir Ragnar að stefnan sé sett á að reyna að komast nokkuð nálægt gígnum. „Vonandi mun þetta bara vekja mikla athygli í Bandaríkjunum og helst víðar.“ Tengdar fréttir Gosið í Holuhrauni hefur nú staðið í hundrað daga Eldgosið í Holuhrauni er hundrað daga gamalt í dag og hefur það sést óvenju vel á vefmyndavélum Mílu í nótt. Talið er að hraunbreiðan hafi nú náð 80 ferkílómetrum. 8. desember 2014 07:05 Vísindamenn með krónískan hósta vegna gasmengunar Krónískur hósti hefur hrjáð marga þeirra vísindamanna sem verið hafa við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Þeir áttuðu sig þó ekki á áhrifum gosmengunarinnar fyrr en þeir fóru af svæðinu heim í jólafrí. 17. janúar 2015 18:30 Hraunið streymir áfram Mynd sem lögreglan tók sýnir útbreiðslu hraunsins vel en skiltið hvarf undir hraun í gær. 19. janúar 2015 09:59 Tveir dökkir blettir á snævi þöktu Íslandi Holuhraun er orðið stærra en Þingvallavatn að flatarmáli. 20. janúar 2015 07:00 Hraunið jafnstórt og Manhattan Hraunið við eldstöðvarnar við Holuhraun er nú orðið 84,1 ferkílómetri að stærð. 11. janúar 2015 12:49 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Ef allt gengur að óskum mun sjónvarpsþátturinn Good Morning America, sem sýndur er á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC, vera með beina útsendingu frá Holuhrauni í næstu viku. Ragnar Th. Sigurðsson og Einar Erlendsson hjá fyrirtækinu Focus on Nature hafa seinustu vikur undirbúið komu sjónvarpsfólksins sem væntanlegt er til landsins. „Ég er ljósmyndari og hef farið mikið þarna upp eftir að taka ljósmyndir og vídjó. Kveikjan að því að ABC hefur samband við mig er einmitt vídjó sem við Eric Cheng tókum með dróna í Holuhrauni og birtist á Youtube í október,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Ragnar segir að þetta sé stærðarinnar dæmi, kostnaðurinn við það sé gríðarlegur og margar vikur hafa farið í undirbúninginn. Það þarf að fá leyfi fyrir alla til að fara inn á svæðið og tryggja alla. Allt er þetta gert í samvinnu við Almannavarnir og Ríkislögreglustjóra, en ýmsilegt þarf að ganga upp til af útsendingunni verði; mikið veltur til dæmis á veðurskilyrðum. „Við verðum í öruggri fjarlægð frá gosstöðvunum en við þurfum að vera með gasgrímur og gasmæla og köfunarbúnað ef að gasið snýst við. Það er svona aðalhættan.“ Það þarf mikinn búnað í kringum svona útsendingu, sérstaklega þegar um er að ræða svæði eins og Holuhraun. Það þarf til dæmis að vera hægt að koma öllum í burtu með skömmum fyrirvara ef eitthvað kemur upp á. Gert er ráð fyrir að mannlaus dróni verði sendur til að taka myndirnar í beinni og segir Ragnar að stefnan sé sett á að reyna að komast nokkuð nálægt gígnum. „Vonandi mun þetta bara vekja mikla athygli í Bandaríkjunum og helst víðar.“
Tengdar fréttir Gosið í Holuhrauni hefur nú staðið í hundrað daga Eldgosið í Holuhrauni er hundrað daga gamalt í dag og hefur það sést óvenju vel á vefmyndavélum Mílu í nótt. Talið er að hraunbreiðan hafi nú náð 80 ferkílómetrum. 8. desember 2014 07:05 Vísindamenn með krónískan hósta vegna gasmengunar Krónískur hósti hefur hrjáð marga þeirra vísindamanna sem verið hafa við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Þeir áttuðu sig þó ekki á áhrifum gosmengunarinnar fyrr en þeir fóru af svæðinu heim í jólafrí. 17. janúar 2015 18:30 Hraunið streymir áfram Mynd sem lögreglan tók sýnir útbreiðslu hraunsins vel en skiltið hvarf undir hraun í gær. 19. janúar 2015 09:59 Tveir dökkir blettir á snævi þöktu Íslandi Holuhraun er orðið stærra en Þingvallavatn að flatarmáli. 20. janúar 2015 07:00 Hraunið jafnstórt og Manhattan Hraunið við eldstöðvarnar við Holuhraun er nú orðið 84,1 ferkílómetri að stærð. 11. janúar 2015 12:49 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Gosið í Holuhrauni hefur nú staðið í hundrað daga Eldgosið í Holuhrauni er hundrað daga gamalt í dag og hefur það sést óvenju vel á vefmyndavélum Mílu í nótt. Talið er að hraunbreiðan hafi nú náð 80 ferkílómetrum. 8. desember 2014 07:05
Vísindamenn með krónískan hósta vegna gasmengunar Krónískur hósti hefur hrjáð marga þeirra vísindamanna sem verið hafa við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Þeir áttuðu sig þó ekki á áhrifum gosmengunarinnar fyrr en þeir fóru af svæðinu heim í jólafrí. 17. janúar 2015 18:30
Hraunið streymir áfram Mynd sem lögreglan tók sýnir útbreiðslu hraunsins vel en skiltið hvarf undir hraun í gær. 19. janúar 2015 09:59
Tveir dökkir blettir á snævi þöktu Íslandi Holuhraun er orðið stærra en Þingvallavatn að flatarmáli. 20. janúar 2015 07:00
Hraunið jafnstórt og Manhattan Hraunið við eldstöðvarnar við Holuhraun er nú orðið 84,1 ferkílómetri að stærð. 11. janúar 2015 12:49