Líkur á eldgosum meiri eftir því sem jöklar bráðna Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2015 07:23 Eldgos af stærð þess í Eyjafjallajökli gætu orðið á sjö ára fresti, samkvæmt rannsókninni. Vísir/Vilhelm Bandarískir og íslenskir vísindamenn segja að jöklar á Íslandi bráðni um 11 milljarða tonna á ári. Rannsókn vísindamannanna var unnin með 62 GPS mælum sem stillt var upp árið 1995 auk fleiri mæla. Samkvæmt niðurstöðum þeirra hækkar Ísland um 35 mm á ári. Fjallað er um rannsóknina á vef Times en þar kemur fram að þegar landið hækkar missa berglög undir landinu þéttleika sinn og þrýstingur minnkar. Lægri þrýstingur getur orðið til þess að eldgos verði líklegri hér á landi í framtíðinni. Vísindamennirnir segja ris Íslands vera mun hraðara en þeir hafi gert ráð fyrir og telja að hraðinn hafi aukist um 1980. Þá segja þeir að hraði bráðnunar jökla hafi aukist líka. „Rannsókn okkar fann tengingu á milli risins og bráðnun jökla,“ hefur Time eftir Kathleen Compton, hjá Háskólanum í Arizona í Bandaríkjunum. Time teiknar mjög dökka mynd af ástandinu og benda á að á síðasta hitaskeiði, fyrir um tólf þúsund árum, þegar engir jöklar voru á Íslandi, hafi eldgosavirkni verið um 30 sinnum meiri en hún er í dag. Segja þeir að heimurinn hafi fengið sýnishorn af því ástandi þegar eldgosið í Eyjafjallajökli truflaði flugsamgöngur verulega árið 2010. Miðað við hraða landrisins spá vísindamennirnir að Ísland muni rísa um 40 mm á ári um miðjan næsta áratug. Þá spá þeir að eldgos af svipaðri stærð og gosið í Eyjafjallajökli muni koma á sjö ára fresti. Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Bandarískir og íslenskir vísindamenn segja að jöklar á Íslandi bráðni um 11 milljarða tonna á ári. Rannsókn vísindamannanna var unnin með 62 GPS mælum sem stillt var upp árið 1995 auk fleiri mæla. Samkvæmt niðurstöðum þeirra hækkar Ísland um 35 mm á ári. Fjallað er um rannsóknina á vef Times en þar kemur fram að þegar landið hækkar missa berglög undir landinu þéttleika sinn og þrýstingur minnkar. Lægri þrýstingur getur orðið til þess að eldgos verði líklegri hér á landi í framtíðinni. Vísindamennirnir segja ris Íslands vera mun hraðara en þeir hafi gert ráð fyrir og telja að hraðinn hafi aukist um 1980. Þá segja þeir að hraði bráðnunar jökla hafi aukist líka. „Rannsókn okkar fann tengingu á milli risins og bráðnun jökla,“ hefur Time eftir Kathleen Compton, hjá Háskólanum í Arizona í Bandaríkjunum. Time teiknar mjög dökka mynd af ástandinu og benda á að á síðasta hitaskeiði, fyrir um tólf þúsund árum, þegar engir jöklar voru á Íslandi, hafi eldgosavirkni verið um 30 sinnum meiri en hún er í dag. Segja þeir að heimurinn hafi fengið sýnishorn af því ástandi þegar eldgosið í Eyjafjallajökli truflaði flugsamgöngur verulega árið 2010. Miðað við hraða landrisins spá vísindamennirnir að Ísland muni rísa um 40 mm á ári um miðjan næsta áratug. Þá spá þeir að eldgos af svipaðri stærð og gosið í Eyjafjallajökli muni koma á sjö ára fresti.
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira