Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 20. febrúar 2015 20:30 Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu, og það rétt utan við þorpið. Skipverjarnir á Hörpu HU voru að leggja upp í róður árla morguns frá Hvammstanga þegar þeir sögðu okkur frá stórhvelunum. „Óhemju af hnúfubak. Bara hérna í síðustu viku töldum við ellefu hérna inni á Miðfirði á einum degi,“ sagði Ómar Karlsson skipstjóri og útgerðarmaður í samtali við Stöð 2. Ómar segir að hnúfubakarnir hafi verið sjást rétt fyrir utan Hvammstanga og raunar alveg inn í botn Miðfjarðar og telur að þeir séu að elta smásíld. Þess má geta að hringvegurinn í Húnavatnssýslum liggur við botn Miðfjarðar. -En breytir Ómar þá ekki bátnum í hvalaskoðunarbát? „Það fer að verða grundvöllur fyrir því að vera með hvalaskoðun allt árið því hann virðist ekkert fara. Hann er voðalega rólegur, hnúfubakurinn. Hann kippir sér ekkert upp við það þótt við rennum upp að honum.“Hnúfubakur á Miðfirði síðastliðið sumar.Mynd/Selasigling ehf.Hvammstangabúar gera reyndar út sela- og náttúruskoðunarbátinn Brimil á sumrin og þar um borð náðu starfsmenn Selasiglingar ehf. myndum af hnúfubökum, - og raunar einnig hrefnum, - í fyrrasumar. Hnúfubakar verða um fimmtán metra langir og 40 tonn að þyngd. Sjómennirnir á Hörpu eru hins vegar ekkert of hrifnir af öllum þessum hnúfubökum, þeir virðist fæla fiskinn í burtu. „Já. Að minnsta kosti er það þannig að þegar við erum kannski í ágætis fiskeríi, svo mætir hann á svæðið, þá hverfur allt alveg um leið. Það er eins og þurrkist bara út um leið og hann kemur, fiskurinn virðist forðast hann,“ segir Ómar Karlsson skipstjóri.Harpa HU siglir úr Hvammstangahöfn út á Miðfjörð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Einnig var rætt við Ómar í þættinum „Um land allt" á Stöð 2, sem fjallaði um samfélagið á Hvammstanga. Húnaþing vestra Um land allt Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu, og það rétt utan við þorpið. Skipverjarnir á Hörpu HU voru að leggja upp í róður árla morguns frá Hvammstanga þegar þeir sögðu okkur frá stórhvelunum. „Óhemju af hnúfubak. Bara hérna í síðustu viku töldum við ellefu hérna inni á Miðfirði á einum degi,“ sagði Ómar Karlsson skipstjóri og útgerðarmaður í samtali við Stöð 2. Ómar segir að hnúfubakarnir hafi verið sjást rétt fyrir utan Hvammstanga og raunar alveg inn í botn Miðfjarðar og telur að þeir séu að elta smásíld. Þess má geta að hringvegurinn í Húnavatnssýslum liggur við botn Miðfjarðar. -En breytir Ómar þá ekki bátnum í hvalaskoðunarbát? „Það fer að verða grundvöllur fyrir því að vera með hvalaskoðun allt árið því hann virðist ekkert fara. Hann er voðalega rólegur, hnúfubakurinn. Hann kippir sér ekkert upp við það þótt við rennum upp að honum.“Hnúfubakur á Miðfirði síðastliðið sumar.Mynd/Selasigling ehf.Hvammstangabúar gera reyndar út sela- og náttúruskoðunarbátinn Brimil á sumrin og þar um borð náðu starfsmenn Selasiglingar ehf. myndum af hnúfubökum, - og raunar einnig hrefnum, - í fyrrasumar. Hnúfubakar verða um fimmtán metra langir og 40 tonn að þyngd. Sjómennirnir á Hörpu eru hins vegar ekkert of hrifnir af öllum þessum hnúfubökum, þeir virðist fæla fiskinn í burtu. „Já. Að minnsta kosti er það þannig að þegar við erum kannski í ágætis fiskeríi, svo mætir hann á svæðið, þá hverfur allt alveg um leið. Það er eins og þurrkist bara út um leið og hann kemur, fiskurinn virðist forðast hann,“ segir Ómar Karlsson skipstjóri.Harpa HU siglir úr Hvammstangahöfn út á Miðfjörð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Einnig var rætt við Ómar í þættinum „Um land allt" á Stöð 2, sem fjallaði um samfélagið á Hvammstanga.
Húnaþing vestra Um land allt Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira