Viðskipti innlent

Kaup RPC á Promens frágengin

Bjarki Ármannsson skrifar
Promens framleiðir plastumbúðir fyrir matvælaiðnað, neytenda- og iðnaðarmarkað.
Promens framleiðir plastumbúðir fyrir matvælaiðnað, neytenda- og iðnaðarmarkað.
Kaup breska plastframleiðandans RPC Group á Promens eru nú full frágengin í kjölfar þess að samkeppnisyfirvöld á lykilmörkuðum fyrirtækjanna hafa gefið samþykki sitt fyrir samrunanum.

Þetta segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Greint var frá fyrirhuguðum kaupum á Promens, sem áður hét Sæplast, í nóvember síðastliðnum. Fyrirtækið framleiðir plastumbúðir fyrir matvælaiðnað, neytenda- og iðnaðarmarkað.

„Við samruna RPC og Promens verður til gríðarlega öflugt fyrirtæki sem á eftir að skila miklu fyrir viðskiptavini fyrirtækjanna í gegnum breiðari vörulínu, fleiri möguleika í framleiðslutækni og landfræðilega staðsetningu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×