Handbolti

Þriggja leikmanna útkall hjá íslenska handboltalandsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Janus Daði Smárason í leik með Haukum.
Janus Daði Smárason í leik með Haukum. Vísir/Vilhelm
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta,  hefur þurft að gera þrjár breytingar á æfingahóp landsliðsins í dag.

Aron hefur nefnilega kallað á þá Janus Daða Smárason, Guðmund Hólmar Helgason og Pétur Júníusson. Þetta kemur fram á heimasíðu HSÍ.

Janus Daði er leikstjórnandi sem hefur verið að spila vel með Haukum, Guðmundur Hólmar er vinstri skytta hjá Val og Pétur er línumaður hjá Aftureldingu.

Snorri Steinn Guðjónsson hefur ekki æft með landsliðinu undanfarna daga en Vísir sagði frá því í dag að Snorri lenti í því óskemmtilega atvikið að brotist var inn hjá honum í Frakklandi.

Auk fjarveru Snorra Steins þá hafa Vignir Svavarsson og Bjarki Már Gunnarsson glímt við meiðsli. Óvíst er með þátttöku þessara leikmanna í Gulldeildinni í Noregi sem hefst á fimmtudaginn.

Lokahópur íslenska liðsins fyrir æfingamótið í Noregi, svokallaða Gulldeild, verður síðan tilkynntur eftir æfingu liðsins í kvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×