Starfsfólk krefst vinnufriðar: Segja andstæðinga RÚV hunsa jákvæðan viðsnúning í rekstri Bjarki Ármannsson skrifar 3. nóvember 2015 17:09 Starfsfólk Ríkisútvarpsins segist langþreytt á ófaglegri umræðu um RÚV. Vísir/GVA Starfsfólk Ríkisútvarpsins segist langþreytt á ófaglegri umræðu um RÚV og því að moldviðri sé þyrlað upp í kringum starfsemi stofnunarinnar árlega af þeim sem vilji hag þess sem minnstan. Þetta segir í harðorðri tilkynningu sem formaður og gjaldkeri Starfsmannafélags RÚV skrifa undir. Í tilkynningunni segir að starfshópur menntamálaráðherra, sem í síðustu viku skilaði af sér skýrslu sem dró upp dökka mynd af rekstri RÚV, hafi skautað framhjá „raunverulegri hagræðingu og jákvæðum viðsnúningi“ í rekstri undanfarið ár.Sjá einnig: Þetta eru niðurstöður RÚV nefndarinnar „Fyrir rúmu ári gall í andstæðingum RÚV að fyrirtækið þyrfti að hagræða og ná tökum á rekstrinum. Þá var líka kallað eftir því að RÚV lækkaði skuldir,“ segir í tilkynningunni. „Nú, ári síðar, hefur RÚV nýlega kynnt uppgjör sem sýnir algeran viðsnúning og hallalausan rekstur.“Starfshópur menntamálaráðherra skilar í síðustu viku af sér skýrslu um rekstur RÚV.Í tilkynningunni segir að markverður árangur hafi náðst, meðal annars með sölu á byggingarrétti á lóð RÚV við Efstaleiti sem muni leiða til mestu skuldalökkunar í sögu stofnunnarinnar. Umræða „andstæðinga RÚV,“ sem vilji að Alþingi skeri áfram niður fjárveitingar til stofnunarinnar, taki hins vegar ekki tillit til þessa góða árangurs.Sjá einnig: Menntamálaráðherra vill endurskoða starfsemi RÚV „Staðreyndin er sú að RÚV ohf. hefur verið yfirskuldsett frá stofnun og allar stjórnir þess hafa frá upphafi bent á það,“ segir í tilkynningunni. „Frá stofnun RÚV ohf. hefur ríkið haldið eftir hátt í þremur milljörðum króna af útvarpsgjaldinu sem almenningur taldi sig vera að greiða til RÚV. Framlög til RÚV eru margfalt lægri en allra systurstofnananna á Norðurlöndunum og jafnvel þótt borin séu saman framlög á hvern einstakling (per capita), þá fær RÚV minna en þær flestar, þrátt fyrir fámenni þjóðarinnar. Alger viðsnúningur hefur orðið í rekstri RÚV ohf. síðustu misserin eins og ársreikningar félagsins staðfesta.“Tilkynninguna í heild sinni má lesa hér. Tengdar fréttir Segja RÚV ekki hafa sagt fjárlaganefnd sannleikann Bæði formaður og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis telja forystu Ríkisútvarpsins hafa vísvitandi blekkt fjárveitingavaldið með því að gefa þeim rangar upplýsingar um stöðu stofnunarinnar. 30. október 2015 07:00 Áætlanir RÚV gera ráð fyrir að ríkið hækki útvarpsgjaldið Verði gjaldið ekki hækkað og skuld fyrirtækisins við LSR ekki tekin yfir af ríkinu mun félagið tapa milljörðum á næstu árum. 29. október 2015 13:01 Stjórnarformaður RÚV segir af sér Ingvi Hrafn Óskarsson hefur sagt sig úr stjórn Ríkisútvarpsins. 2. nóvember 2015 18:22 Reksturinn ósjálfbær í óbreyttri mynd Skýrsla um fjárhagsstöðu RÚV ohf sýnir bágan fjárhag stofnunarinnar. Ráðherra telur eðlilegt að menn ræði hlutverk stofnunarinnar. 30. október 2015 08:00 Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Sjá meira
Starfsfólk Ríkisútvarpsins segist langþreytt á ófaglegri umræðu um RÚV og því að moldviðri sé þyrlað upp í kringum starfsemi stofnunarinnar árlega af þeim sem vilji hag þess sem minnstan. Þetta segir í harðorðri tilkynningu sem formaður og gjaldkeri Starfsmannafélags RÚV skrifa undir. Í tilkynningunni segir að starfshópur menntamálaráðherra, sem í síðustu viku skilaði af sér skýrslu sem dró upp dökka mynd af rekstri RÚV, hafi skautað framhjá „raunverulegri hagræðingu og jákvæðum viðsnúningi“ í rekstri undanfarið ár.Sjá einnig: Þetta eru niðurstöður RÚV nefndarinnar „Fyrir rúmu ári gall í andstæðingum RÚV að fyrirtækið þyrfti að hagræða og ná tökum á rekstrinum. Þá var líka kallað eftir því að RÚV lækkaði skuldir,“ segir í tilkynningunni. „Nú, ári síðar, hefur RÚV nýlega kynnt uppgjör sem sýnir algeran viðsnúning og hallalausan rekstur.“Starfshópur menntamálaráðherra skilar í síðustu viku af sér skýrslu um rekstur RÚV.Í tilkynningunni segir að markverður árangur hafi náðst, meðal annars með sölu á byggingarrétti á lóð RÚV við Efstaleiti sem muni leiða til mestu skuldalökkunar í sögu stofnunnarinnar. Umræða „andstæðinga RÚV,“ sem vilji að Alþingi skeri áfram niður fjárveitingar til stofnunarinnar, taki hins vegar ekki tillit til þessa góða árangurs.Sjá einnig: Menntamálaráðherra vill endurskoða starfsemi RÚV „Staðreyndin er sú að RÚV ohf. hefur verið yfirskuldsett frá stofnun og allar stjórnir þess hafa frá upphafi bent á það,“ segir í tilkynningunni. „Frá stofnun RÚV ohf. hefur ríkið haldið eftir hátt í þremur milljörðum króna af útvarpsgjaldinu sem almenningur taldi sig vera að greiða til RÚV. Framlög til RÚV eru margfalt lægri en allra systurstofnananna á Norðurlöndunum og jafnvel þótt borin séu saman framlög á hvern einstakling (per capita), þá fær RÚV minna en þær flestar, þrátt fyrir fámenni þjóðarinnar. Alger viðsnúningur hefur orðið í rekstri RÚV ohf. síðustu misserin eins og ársreikningar félagsins staðfesta.“Tilkynninguna í heild sinni má lesa hér.
Tengdar fréttir Segja RÚV ekki hafa sagt fjárlaganefnd sannleikann Bæði formaður og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis telja forystu Ríkisútvarpsins hafa vísvitandi blekkt fjárveitingavaldið með því að gefa þeim rangar upplýsingar um stöðu stofnunarinnar. 30. október 2015 07:00 Áætlanir RÚV gera ráð fyrir að ríkið hækki útvarpsgjaldið Verði gjaldið ekki hækkað og skuld fyrirtækisins við LSR ekki tekin yfir af ríkinu mun félagið tapa milljörðum á næstu árum. 29. október 2015 13:01 Stjórnarformaður RÚV segir af sér Ingvi Hrafn Óskarsson hefur sagt sig úr stjórn Ríkisútvarpsins. 2. nóvember 2015 18:22 Reksturinn ósjálfbær í óbreyttri mynd Skýrsla um fjárhagsstöðu RÚV ohf sýnir bágan fjárhag stofnunarinnar. Ráðherra telur eðlilegt að menn ræði hlutverk stofnunarinnar. 30. október 2015 08:00 Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Sjá meira
Segja RÚV ekki hafa sagt fjárlaganefnd sannleikann Bæði formaður og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis telja forystu Ríkisútvarpsins hafa vísvitandi blekkt fjárveitingavaldið með því að gefa þeim rangar upplýsingar um stöðu stofnunarinnar. 30. október 2015 07:00
Áætlanir RÚV gera ráð fyrir að ríkið hækki útvarpsgjaldið Verði gjaldið ekki hækkað og skuld fyrirtækisins við LSR ekki tekin yfir af ríkinu mun félagið tapa milljörðum á næstu árum. 29. október 2015 13:01
Stjórnarformaður RÚV segir af sér Ingvi Hrafn Óskarsson hefur sagt sig úr stjórn Ríkisútvarpsins. 2. nóvember 2015 18:22
Reksturinn ósjálfbær í óbreyttri mynd Skýrsla um fjárhagsstöðu RÚV ohf sýnir bágan fjárhag stofnunarinnar. Ráðherra telur eðlilegt að menn ræði hlutverk stofnunarinnar. 30. október 2015 08:00