Framsókn vill innleiða ríkisstyrki við kaup á fyrstu íbúð að breskri fyrirmynd Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. nóvember 2015 13:58 Ríkisstyrkirnir eiga að auðvelda fólki sem ekki á fasteign fyrir að kaupa sína fyrstu eign. Vísir/Getty Fjórir þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að fela fjármála- og efnahagsráðherra að móta áætlun um innleiðingu opinberra mótframlaga í húsnæðissparnaði. Með því á að auðvelda fólki sem ekki á fasteign fyrir að kaupa sína fyrstu eign. Fyrirmyndin er sótt til Bretlands en ný húsnæðissparnaðarleið sem ríkisstjórnin kynnti í mars kemur til framkvæmda í desember. Tillaga Framsóknar, sem lögð var fram á Alþingi í dag, miðar að því að nýting á séreignarsparnaði verði að varanlegu úrræði í húsnæðissparnaði. Vilja Framsóknarmenn að ráðherra kynni áætlunina fyrir Alþingi eigi síðar en í maí 2016. Í greinargerð sem fylgir ályktuninni er grunnhugmynd bresku leiðarinnar útskýrð. Frá og með 1. desember munu breskir einstaklingar 16 ára og eldri, sem aldrei hafa átt fasteign, geta stofnað húsnæðissparnaðarreikning sem lýtur sérstökum skilmálum sem hér fylgja:David Cameron og Sigmundur Davíð ræddu meira en Legó á ráðherrafundi í Reykjavík í síðustu viku.vísir/stefánÍ upphafi býðst reikningsstofnanda að setja allt að 1.000 bresk pund (um 200.000 kr.) inn á reikninginn og mánaðarlegur sparnaður getur orðið allt að 200 pund (um 40.000 kr.). Engin neðri mörk eru skilgreind á innborgunum, heldur eru aðeins tilgreindar hámarksupphæðir.Ríkið greiðir innstæðueigendum 25% mótframlag við uppsafnaðan sparnað að því gefnu að hann sé nýttur til kaupa á fasteign í Bretlandi. Kaupandi þarf að hafa safnað a.m.k. 1.600 pundum (um 320.000 kr.) til að öðlast rétt á mótframlagi, sem þá næmi 400 pundum (um 80.000 kr.). Mótframlagið getur í hæsta lagi numið 3.000 pundum (um 600.000 kr.), sem miðast við að einstaklingur hafi sparað 12.000 pund (um 2.400.000 kr.) áður en til fasteignakaupa kemur. Ríkisstyrkur þessi er einstaklingsbundinn og heimilt er að nýta styrk tveggja einstaklinga til kaupa á einni íbúð, standi þeir í sameiningu að sínum fyrstu íbúðarkaupum. Styrkurinn er skattfrjáls.Áætlað er að opið verði fyrir stofnun nýs reiknings af þessu tagi í fjögur ár frá og með 1. desember 2015. Eftir að reikningur hefur verið stofnaður eru hins vegar engin tímamörk á nýtingu úrræðisins.Forsætisráðherra og efnahagsráðherra við kynningu á „Leiðréttingunni“.Vísir/GVABrýn þörfFramsóknarmenn segja þörfina á nýjum úrræðum fyrir ungt fólk á leið inn á fasteignamarkaðinn löngu orðna ljósa. Ör hækkun fasteignaverðs undanfarin ár, auknar kröfur lánveitenda til lántaka um að standast greiðslumat, lækkun lánshlutfalls lánastofnana við fasteignakaup og mikil hækkun leiguverðs séu meðal þeirra þátta sem gera ungu fólki erfitt að fóta sig á húsnæðismarkaði og kalla á aðgerðir hins opinbera. Möguleikinn á nýtingu séreignarsparnaðar til uppgreiðslu lána eða útborgunar í fasteign sé skref í rétta átt en nýtist ekki öllum þjóðfélagshópum. Þannig nýtist sú leið tæplega námsmönnum eða nýútskrifuðum nemum sem hafi ekki aflað tekna á vinnumarkaði nema að takmörkuðu leyti. Flutningsmenn þessarar tillögu telja brýna nauðsyn á nýjum úrræðum og leggja til að þegar verði hafin vinna í þá veru. Alþingi Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Sjá meira
Fjórir þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að fela fjármála- og efnahagsráðherra að móta áætlun um innleiðingu opinberra mótframlaga í húsnæðissparnaði. Með því á að auðvelda fólki sem ekki á fasteign fyrir að kaupa sína fyrstu eign. Fyrirmyndin er sótt til Bretlands en ný húsnæðissparnaðarleið sem ríkisstjórnin kynnti í mars kemur til framkvæmda í desember. Tillaga Framsóknar, sem lögð var fram á Alþingi í dag, miðar að því að nýting á séreignarsparnaði verði að varanlegu úrræði í húsnæðissparnaði. Vilja Framsóknarmenn að ráðherra kynni áætlunina fyrir Alþingi eigi síðar en í maí 2016. Í greinargerð sem fylgir ályktuninni er grunnhugmynd bresku leiðarinnar útskýrð. Frá og með 1. desember munu breskir einstaklingar 16 ára og eldri, sem aldrei hafa átt fasteign, geta stofnað húsnæðissparnaðarreikning sem lýtur sérstökum skilmálum sem hér fylgja:David Cameron og Sigmundur Davíð ræddu meira en Legó á ráðherrafundi í Reykjavík í síðustu viku.vísir/stefánÍ upphafi býðst reikningsstofnanda að setja allt að 1.000 bresk pund (um 200.000 kr.) inn á reikninginn og mánaðarlegur sparnaður getur orðið allt að 200 pund (um 40.000 kr.). Engin neðri mörk eru skilgreind á innborgunum, heldur eru aðeins tilgreindar hámarksupphæðir.Ríkið greiðir innstæðueigendum 25% mótframlag við uppsafnaðan sparnað að því gefnu að hann sé nýttur til kaupa á fasteign í Bretlandi. Kaupandi þarf að hafa safnað a.m.k. 1.600 pundum (um 320.000 kr.) til að öðlast rétt á mótframlagi, sem þá næmi 400 pundum (um 80.000 kr.). Mótframlagið getur í hæsta lagi numið 3.000 pundum (um 600.000 kr.), sem miðast við að einstaklingur hafi sparað 12.000 pund (um 2.400.000 kr.) áður en til fasteignakaupa kemur. Ríkisstyrkur þessi er einstaklingsbundinn og heimilt er að nýta styrk tveggja einstaklinga til kaupa á einni íbúð, standi þeir í sameiningu að sínum fyrstu íbúðarkaupum. Styrkurinn er skattfrjáls.Áætlað er að opið verði fyrir stofnun nýs reiknings af þessu tagi í fjögur ár frá og með 1. desember 2015. Eftir að reikningur hefur verið stofnaður eru hins vegar engin tímamörk á nýtingu úrræðisins.Forsætisráðherra og efnahagsráðherra við kynningu á „Leiðréttingunni“.Vísir/GVABrýn þörfFramsóknarmenn segja þörfina á nýjum úrræðum fyrir ungt fólk á leið inn á fasteignamarkaðinn löngu orðna ljósa. Ör hækkun fasteignaverðs undanfarin ár, auknar kröfur lánveitenda til lántaka um að standast greiðslumat, lækkun lánshlutfalls lánastofnana við fasteignakaup og mikil hækkun leiguverðs séu meðal þeirra þátta sem gera ungu fólki erfitt að fóta sig á húsnæðismarkaði og kalla á aðgerðir hins opinbera. Möguleikinn á nýtingu séreignarsparnaðar til uppgreiðslu lána eða útborgunar í fasteign sé skref í rétta átt en nýtist ekki öllum þjóðfélagshópum. Þannig nýtist sú leið tæplega námsmönnum eða nýútskrifuðum nemum sem hafi ekki aflað tekna á vinnumarkaði nema að takmörkuðu leyti. Flutningsmenn þessarar tillögu telja brýna nauðsyn á nýjum úrræðum og leggja til að þegar verði hafin vinna í þá veru.
Alþingi Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent