Formaður HRFÍ: English Bull Terrier hugrakkur, fjörmikill og góður innan um fólk sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 3. nóvember 2015 12:50 Fjölskyldan vildi Rjóma hingað til lands á þeim forsendum að hann tengdist henni tilfinningaböndum. Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, segir að rökstyðja þyrfti betur hvers vegna innflutningur á hundum af tegundinni English Bull Terrier sé ekki leyfilegur hér á landi. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Matvælastofnun og íslenska ríkið af kröfum íslenskrar fjölskyldu sem vildi flytja slíkan hund inn til landsins. „Dómurinn leggur á það áherslu að þessu mati MAST hefur ekki verið hnekkt. Það þýðir öðrum orðum að það hafi ekki tekist sönnun á því að matið sem MAST lagði til grundvallar hafi verið rangt. Þannig að það verður skemmtielgt að fylgjast með því hvort þessum héraðsdómi verði hreinlega áfrýjað og hvort þetta verði þá við meðferð málsins skoðað betur og rökstutt betur þannig að við fáum afstöðu dómsvaldsins byggða á greinargóðum rökum," sagði Herdís í Bítinu í morgun. Fjölskyldan hefur verið búsett í Noregi um nokkurra ára skeið en hugðist flytjast búferlum til Íslands á næstunni. Hundur þeirra, Rjómi, er af tegundinni English Bull Terrier en sú tegund hefur verið bönnuð hér á landi frá árinu 2004. Að sögn Matvælastofnunar er það meðal annars vegna þess að Bull Terrier hundar og Pit Bull Terrier hundar eiga sér sameiginlega forfeður sem notaðir hafi verið við bjarna- og nautaat og síðar hundaat í Bretlandi. Herdís fór í saumana á málinu í Bítinu í morgun. „Í kringum 1850 þá voru þeir ræktaðir í Englandi aðallega í þeim tilgangi að slást hver við annan í svokölluðu hundaati. En þeir voru lélegir til þess brúks og því ræktunin fljótlega úr því að leggja upp úr þessari árásarhneigð yfir í það að rækta í rauninni gæludýr. Útlit hundsins hefur breyst og jafnframt hefur líka blandast inn í tegundina aðrar tegundir. Þar má nefna að í þessari tegund eru Dalmatíuhundar, Border Collie, Borzoi, þannig að þeir eru komnir ansi langt frá uppruna sínum," útskýrir hún. „Í ræktunarstaðli þessarar tegundar í dag þá er skapgerðinni lýst þannig að þetta sé hugrakkur hundur, hann sé fjörmikill fjörkálfur með jafnaðargeð og viðráðanlegur við þjálfun. Þótt hann sé þrjóskur þá á hann að vera góður innan um fólk.“ Herdís segir félagið þó ekki taka afstöðu til málsins en að ljóst sé að þarna sé um fjölskyldumeðlim að ræða, og að afar sorglegt sé að fjölskyldan þurfi að skilja einn meðlim eftir í Noregi. „Við verðum að taka tillit til þess að hér er það fjölskylda sem er að flytjast heim og það er í rauninni verið að segja fjölskyldunni að þau þurfi að skilja einn meðlim fjölskyldunnar eftir. Það verður ekki hægt að horfa fram hjá því. “Hlusta má á viðtalið við Herdísi í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Rjómi ekki til landsins Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun Matvælastofnun og íslenska ríkið af kröfum karlmanns sem vildi flytja hund sinn, Rjóma, til Íslands. 2. nóvember 2015 16:09 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, segir að rökstyðja þyrfti betur hvers vegna innflutningur á hundum af tegundinni English Bull Terrier sé ekki leyfilegur hér á landi. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Matvælastofnun og íslenska ríkið af kröfum íslenskrar fjölskyldu sem vildi flytja slíkan hund inn til landsins. „Dómurinn leggur á það áherslu að þessu mati MAST hefur ekki verið hnekkt. Það þýðir öðrum orðum að það hafi ekki tekist sönnun á því að matið sem MAST lagði til grundvallar hafi verið rangt. Þannig að það verður skemmtielgt að fylgjast með því hvort þessum héraðsdómi verði hreinlega áfrýjað og hvort þetta verði þá við meðferð málsins skoðað betur og rökstutt betur þannig að við fáum afstöðu dómsvaldsins byggða á greinargóðum rökum," sagði Herdís í Bítinu í morgun. Fjölskyldan hefur verið búsett í Noregi um nokkurra ára skeið en hugðist flytjast búferlum til Íslands á næstunni. Hundur þeirra, Rjómi, er af tegundinni English Bull Terrier en sú tegund hefur verið bönnuð hér á landi frá árinu 2004. Að sögn Matvælastofnunar er það meðal annars vegna þess að Bull Terrier hundar og Pit Bull Terrier hundar eiga sér sameiginlega forfeður sem notaðir hafi verið við bjarna- og nautaat og síðar hundaat í Bretlandi. Herdís fór í saumana á málinu í Bítinu í morgun. „Í kringum 1850 þá voru þeir ræktaðir í Englandi aðallega í þeim tilgangi að slást hver við annan í svokölluðu hundaati. En þeir voru lélegir til þess brúks og því ræktunin fljótlega úr því að leggja upp úr þessari árásarhneigð yfir í það að rækta í rauninni gæludýr. Útlit hundsins hefur breyst og jafnframt hefur líka blandast inn í tegundina aðrar tegundir. Þar má nefna að í þessari tegund eru Dalmatíuhundar, Border Collie, Borzoi, þannig að þeir eru komnir ansi langt frá uppruna sínum," útskýrir hún. „Í ræktunarstaðli þessarar tegundar í dag þá er skapgerðinni lýst þannig að þetta sé hugrakkur hundur, hann sé fjörmikill fjörkálfur með jafnaðargeð og viðráðanlegur við þjálfun. Þótt hann sé þrjóskur þá á hann að vera góður innan um fólk.“ Herdís segir félagið þó ekki taka afstöðu til málsins en að ljóst sé að þarna sé um fjölskyldumeðlim að ræða, og að afar sorglegt sé að fjölskyldan þurfi að skilja einn meðlim eftir í Noregi. „Við verðum að taka tillit til þess að hér er það fjölskylda sem er að flytjast heim og það er í rauninni verið að segja fjölskyldunni að þau þurfi að skilja einn meðlim fjölskyldunnar eftir. Það verður ekki hægt að horfa fram hjá því. “Hlusta má á viðtalið við Herdísi í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Rjómi ekki til landsins Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun Matvælastofnun og íslenska ríkið af kröfum karlmanns sem vildi flytja hund sinn, Rjóma, til Íslands. 2. nóvember 2015 16:09 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Rjómi ekki til landsins Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun Matvælastofnun og íslenska ríkið af kröfum karlmanns sem vildi flytja hund sinn, Rjóma, til Íslands. 2. nóvember 2015 16:09