Rooney endaði 404 mínútna bið og tryggði United sigur | Sjáið sigurmarkið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2015 13:04 Wayne Rooney fagnar sigurmarki sínu. Vísir/Getty Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United, var hetja liðsins á Old Trafford í kvöld og sá sem endaði 404 mínútna bið United-liðsins eftir marki Rooney skoraði eina markið í 1-0 sigri á CSKA Moskvu en það kom ekki fyrr en þegar ellefu mínútur voru eftir af leiknum. Manchester United var búið að gera þrjú markalaus jafntefli í röð en tókst loksins að skora og fagna sigri. Sigurinn skilar Manchester United í efsta sæti riðilsins með sjö stig en næstu lið, PSV Eindhoven og Wolfsburg eru með sex stig hvort. Það var ekki það að leikmenn Manchester United hafi ekki reynt að sækja í fyrri hálfleiknum heldur frekar það að það var ekkert bit í sóknarlotum liðsins. Wayne Rooney fékk reyndar fyrsta færi leiksins strax á 3. mínútu en skot hans fór rétt framhjá markinu. Jesse Lingard og Marcos Rojo fengu bestu færi liðsins í fyrri hálfleiknum, Lingard skaut yfir markið á 32. mínútu og Marcos Rojo hitti ekki markið fjórum mínútum síðar. Manchester United var miklu meira með boltann og reyndi að brjóta vörn Rússanna á bak aftur en það gekk ekki vel. Louis Van Gaal sendi Marouane Fellaini inná en tók þá jafnfram Anthony Martial af velli. Það var alltof dæmigerð skipting fyrir Hollendinginn sem verður seint sakaður um að taka of mikla áhættu með United-liðið. Wayne Rooney fékk mjö gott færi skömmu síðar en var alltoft lengi að athafna sig í teignum og ekkert varð úr þessu hjá honum. Michael Carrick var nálægt því að hitta markið úr langskoti stuttu síðar en fast skot hans fór framhjá. Seydou Doumbia fékk tvö frábær færi með sekúndu millibili en fyrst varði David de Gea og svo bjargaði Chris Smalling þegar Doumbia fékk frákastið. United-menn sluppu með skrekkinn og fóru síðan yfir og gerðu eitthvað í sínum málum. Markið langþráða kom nefnilega á 79. mínútu þegar Wayne Roonet skallaði boltann í markið eftir frábæra sendingu frá Jesse Lingard og undirbúning Michael Carrick. Eftir 404 markalausar mínútur tókst United-liðinu loksins að skora og það mark dugði liðinu til sigurs.Sigurmark Wayne Rooney Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Sjá meira
Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United, var hetja liðsins á Old Trafford í kvöld og sá sem endaði 404 mínútna bið United-liðsins eftir marki Rooney skoraði eina markið í 1-0 sigri á CSKA Moskvu en það kom ekki fyrr en þegar ellefu mínútur voru eftir af leiknum. Manchester United var búið að gera þrjú markalaus jafntefli í röð en tókst loksins að skora og fagna sigri. Sigurinn skilar Manchester United í efsta sæti riðilsins með sjö stig en næstu lið, PSV Eindhoven og Wolfsburg eru með sex stig hvort. Það var ekki það að leikmenn Manchester United hafi ekki reynt að sækja í fyrri hálfleiknum heldur frekar það að það var ekkert bit í sóknarlotum liðsins. Wayne Rooney fékk reyndar fyrsta færi leiksins strax á 3. mínútu en skot hans fór rétt framhjá markinu. Jesse Lingard og Marcos Rojo fengu bestu færi liðsins í fyrri hálfleiknum, Lingard skaut yfir markið á 32. mínútu og Marcos Rojo hitti ekki markið fjórum mínútum síðar. Manchester United var miklu meira með boltann og reyndi að brjóta vörn Rússanna á bak aftur en það gekk ekki vel. Louis Van Gaal sendi Marouane Fellaini inná en tók þá jafnfram Anthony Martial af velli. Það var alltof dæmigerð skipting fyrir Hollendinginn sem verður seint sakaður um að taka of mikla áhættu með United-liðið. Wayne Rooney fékk mjö gott færi skömmu síðar en var alltoft lengi að athafna sig í teignum og ekkert varð úr þessu hjá honum. Michael Carrick var nálægt því að hitta markið úr langskoti stuttu síðar en fast skot hans fór framhjá. Seydou Doumbia fékk tvö frábær færi með sekúndu millibili en fyrst varði David de Gea og svo bjargaði Chris Smalling þegar Doumbia fékk frákastið. United-menn sluppu með skrekkinn og fóru síðan yfir og gerðu eitthvað í sínum málum. Markið langþráða kom nefnilega á 79. mínútu þegar Wayne Roonet skallaði boltann í markið eftir frábæra sendingu frá Jesse Lingard og undirbúning Michael Carrick. Eftir 404 markalausar mínútur tókst United-liðinu loksins að skora og það mark dugði liðinu til sigurs.Sigurmark Wayne Rooney
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Sjá meira