Innlent

Setja 1.450 milljónir króna í móttöku flóttafólks

Atli Ísleifsson skrifar
Ríkisstjórnarfundur.
Ríkisstjórnarfundur. Vísir/Vilhelm
450 milljónir króna verða settar á fjáraukalög og milljarður á næsta ári vegna móttöku flóttafólks, samkvæmt heimildum Vísis.

Aukaríkisstjórnarfundur stendur nú yfir þar sem málefni flóttamanna eru  meðal annars rædd. Búist er við að ríkisstjórnin kynni niðurstöður sínar varðandi mótttöku flóttafólks að fundi loknum.

Samkvæmt heimildum Vísis er einnig gert ráð fyrir að tugir ef ekki hundruð milljóna króna verði sendar til alþjóðlegra verkefna til að takast á við þann flóttamannavanda sem Evrópa stendur frammi fyrir. 

Forsætisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 15. Á fundinum verða kynntar tillögur um málefni flóttamanna sem ráðherranefnd um málefni flóttamanna og innflytjenda hefur fjallað um að undanförnu. 


Tengdar fréttir

Öll hjálp frá Íslandi myndi skipta máli

Fari svo að Ísland bjóði til sín kvótaflóttafólki verða þeir líklega valdir úr hópi sýrlenskra flóttamanna í Líbanon. Tveir íslenskir þingmenn kynntu sér stöðu mála í Líbanon og segja flóttamenn þar afar vonlitla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×