Munaði einu atkvæði: „Ég kaus mig ekki sem formann Samfylkingarinnar“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. mars 2015 20:42 Anna Pála Sverrisdóttir er fyrrverandi formaður Samtakanna '78. Vísir/GVA Árni Páll Árnason var á landsfundi Samfylkingarinnar í kvöld endurkjörinn formaður flokksins. Munaði einu atkvæði á honum og Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur en leikar fóru 242 atkvæði gegn 241. Eitt atkvæði hlaut Anna Pála Sverrisdóttur sem þó hafði ekki lýst yfir framboði. Á landsfundi eru allir gjaldgengir til formanns þótt eðli máli samkvæmt sé hefð fyrir því að kosið sé á milli þeirra sem boðið hafa fram krafta sína. Anna Pála, sem er fyrrum formaður ungra jafnaðarmanna, segir á Facebook að hún hafi ekki kosið sjálfa sig. „Það voru tveir flottir kandídatar í alvöru-framboði í þessum kosningum. Í framhaldinu stöndum við síðan öll saman um það sem sameinar okkur - jafnaðarstefnuna.“ Reikna má með því að Anna Pála hafi greitt Sigríði Ingibjörgu atkvæði sitt en hún hafði að því er Eyjan greinir frá fyrr í dag lýst yfir stuðningi við Sigríði Ingibjörgu. Ekki þarf að vera mjög talnaglöggur til að átta sig á því að hefði sá er greiddi Önnu Pálu atkvæði sitt kosið Sigríði Ingibjörgu hefðu atkvæði skipst jafnt 242 - 242. Í ummælum við opna Fésbókarfærslu Önnu Pálu minnir Anna Kristjánsdóttir hana meðal annars á að hún sé framtíðin í Samfylkingunni. Bróðir hennar, Sindri Sverrisson íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, slær á létta strengi og bendir á hve afgerandi tap hennar sé. „Gengur betur næst,“ segir Sindri léttur.Post by Anna Pála Sverrisdóttir. Tengdar fréttir "Ekki ráðlegt að skipta um hest í miðri för“ Árni Páll Árnason sagði Össur Skarphéðinsson hafa tekið sig afsíðis eftir kosningaósigurinn mikla og spurt sig hvort hann gerði sér grein fyrir því að hann gæti orðið síðasti formaður Samfylkingarinnar. 20. mars 2015 17:53 Landsfundur Samfylkingarinnar í beinni Fylgstu með formannskjöri Samfylkingarinnar. 20. mars 2015 15:33 Árni Páll vann með einu atkvæði Árni Páll Árnason var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins á Hóteli Sögu nú rétt í þessu. 20. mars 2015 19:42 Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Sjá meira
Árni Páll Árnason var á landsfundi Samfylkingarinnar í kvöld endurkjörinn formaður flokksins. Munaði einu atkvæði á honum og Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur en leikar fóru 242 atkvæði gegn 241. Eitt atkvæði hlaut Anna Pála Sverrisdóttur sem þó hafði ekki lýst yfir framboði. Á landsfundi eru allir gjaldgengir til formanns þótt eðli máli samkvæmt sé hefð fyrir því að kosið sé á milli þeirra sem boðið hafa fram krafta sína. Anna Pála, sem er fyrrum formaður ungra jafnaðarmanna, segir á Facebook að hún hafi ekki kosið sjálfa sig. „Það voru tveir flottir kandídatar í alvöru-framboði í þessum kosningum. Í framhaldinu stöndum við síðan öll saman um það sem sameinar okkur - jafnaðarstefnuna.“ Reikna má með því að Anna Pála hafi greitt Sigríði Ingibjörgu atkvæði sitt en hún hafði að því er Eyjan greinir frá fyrr í dag lýst yfir stuðningi við Sigríði Ingibjörgu. Ekki þarf að vera mjög talnaglöggur til að átta sig á því að hefði sá er greiddi Önnu Pálu atkvæði sitt kosið Sigríði Ingibjörgu hefðu atkvæði skipst jafnt 242 - 242. Í ummælum við opna Fésbókarfærslu Önnu Pálu minnir Anna Kristjánsdóttir hana meðal annars á að hún sé framtíðin í Samfylkingunni. Bróðir hennar, Sindri Sverrisson íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, slær á létta strengi og bendir á hve afgerandi tap hennar sé. „Gengur betur næst,“ segir Sindri léttur.Post by Anna Pála Sverrisdóttir.
Tengdar fréttir "Ekki ráðlegt að skipta um hest í miðri för“ Árni Páll Árnason sagði Össur Skarphéðinsson hafa tekið sig afsíðis eftir kosningaósigurinn mikla og spurt sig hvort hann gerði sér grein fyrir því að hann gæti orðið síðasti formaður Samfylkingarinnar. 20. mars 2015 17:53 Landsfundur Samfylkingarinnar í beinni Fylgstu með formannskjöri Samfylkingarinnar. 20. mars 2015 15:33 Árni Páll vann með einu atkvæði Árni Páll Árnason var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins á Hóteli Sögu nú rétt í þessu. 20. mars 2015 19:42 Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Sjá meira
"Ekki ráðlegt að skipta um hest í miðri för“ Árni Páll Árnason sagði Össur Skarphéðinsson hafa tekið sig afsíðis eftir kosningaósigurinn mikla og spurt sig hvort hann gerði sér grein fyrir því að hann gæti orðið síðasti formaður Samfylkingarinnar. 20. mars 2015 17:53
Landsfundur Samfylkingarinnar í beinni Fylgstu með formannskjöri Samfylkingarinnar. 20. mars 2015 15:33
Árni Páll vann með einu atkvæði Árni Páll Árnason var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins á Hóteli Sögu nú rétt í þessu. 20. mars 2015 19:42