Ljósmyndarar Vísis, þeir Pjetur Sigurðsson og Vilhelm Gunnarsson, fóru um borgina í morgun og fönguðu augnablikið þegar fólk varð vitni að því magnaða náttúrufyrirbæri sem sólmyrkvi er.
Fjöldi fólks safnaðist saman við Perluna og Háskóla Íslands og þá hópuðust nemendur Ísaksskóla út og fylgdust hugfangnir með.
