Fótbolti

Tveir Íslendingar á fyrirliðamyndinni í norsku úrvalsdeildinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Indriði þriðji frá vinstri í dökkbláum búningi Viking og Guðmundur við hlið hans í gulum búningi Start.
Indriði þriðji frá vinstri í dökkbláum búningi Viking og Guðmundur við hlið hans í gulum búningi Start.
Norska úrvalsdeildin hefst mánudaginn sjötta apríl en að vanda er mikið af Íslendingum í deildinni. Tveir þeirra, Indriði Sigurðsson og Guðmundur Kristjánsson, verða fyrirliðar sinna liða í sumar.

Indriði Sigurðsson hefur verið fyrirliði Viking í Stavanger undanfarin ár en Blikinn Guðmundur var gerður að fyrirliða Start fyrr í mánuðinum.

Þeir tveir stilltu sér því upp fyrir miðju á árlegri fyrirliðamynd norsku úrvalsdeildarinnar sem er ávallt tekinn á kynningarfundi deildarinar.

Viking hefur leik í norsku úrvalsdeildinni sjötta apríl þegar liðið mætir Mjöndalen en Start byrjar degi síðar. Það mætir þá Lilleström í Íslendingaslag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×