Breyta skipulagi fyrir ylströnd við Urriðavatn garðar örn úlfarsson skrifar 27. apríl 2015 07:15 Áhrif á heilsu og öryggi eru talin talsvert jákvæð en talsvert neikvæð á strönd og bakka Urriðavatns á afmörkuðu svæði, segir í skipulagstillögu um ylströndina. Mynd/EFLA Verkfræðistofa Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur samþykkt að auglýsa breytingu á bæði deiliskipulagi og aðalskipulagi svo koma megi upp baðstað með ylströnd við Urriðavatn í Fellabæ. „Baðstaðurinn mun gera afþreyingu á Héraði fjölbreyttari þar sem engin sambærileg aðstaða er nú þegar í boði,“ segir í greinargerð Fljótsdalshéraðs.SkipulagssvæðiðNýta á heitt vatn úr borholum Hitaveitu Egilsstaða og Fella við Urriðavatn og leiða það 700 metra í pípu að baðstaðnum sem á að vera milli Hróarstunguvegar og vatnsbakkans þar sem vegurinn sveigir að vatninu á landi í einkaeigu. Þaðan eru rúmir fimm kílómetrar til Egilsstaða. „Á baðstaðnum er áformað að hafa ylströnd og heita potta við vatnsbakkann, ásamt þjónustuhúsi og hugsanlega byggingarreit fyrir gistihús. Vatn mun renna úr pottunum út í ylströndina,“ segir í greinargerðinni. Magnið verði um 1 til 4 lítrar á sekúndu af 40°C heitu vatni sem sé svipað og tólf- til fimmtugfalt rennsli úr handlaug. Þá segir að Veiðimálastofnun telji að við þetta muni hitakærum tegundum í vatninu fjölga en kulsæknum fækka. Vatnabobba fjölgi á grýttum botni en vorflugum og mýi fækki. Tryggja þurfi að klór berist ekki út í vatnið. „Til mótvægis við ofangreind áhrif eru settir skilmálar um að ylströndin sé að mestu aflokuð frá vatnshloti Urriðavatns með görðum,“ segir í greinargerðinni. Ekki verði losað meira en 4 lítrar á sekúndu og vatnið verði ekki heitara en 40°C. Ekki megi nota klór. Vitnað er til Náttúrumæraskrár Helga Hallgrímssonar. Þar kemur fram að Urriðavatn er um 2,5 sinnum hálfur kílómetri, mjög lífríkt og eitt besta veiðivatn héraðsins. Vakir hafi jafnan verið á miðju vatnsins þegar það var ísi lagt. „Um 1960 kom í ljós að þarna var jarðhitasvæði á botni; eftir nokkrar boranir á tanga sem gerður var frá austurströnd vatnsins fékkst þar nægilegt magn af 80° heitu vatni í Hitaveitu Egilsstaða og Fella,“ er vitnað til Náttúrumæraskrárinnar sem jafnframt greinir frá dularfullri skepnu. „Í vatninu kvað vera furðudýr nokkurt sem Tuska kallast,“ segir í skrá Helga. „Hún sást síðast um 1900 og bera lýsingar hennar keim af otrum.“ Breytingin á skipulaginu fer nú í auglýsingu þar sem gefst kostur á að senda inn athugasemdir. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur samþykkt að auglýsa breytingu á bæði deiliskipulagi og aðalskipulagi svo koma megi upp baðstað með ylströnd við Urriðavatn í Fellabæ. „Baðstaðurinn mun gera afþreyingu á Héraði fjölbreyttari þar sem engin sambærileg aðstaða er nú þegar í boði,“ segir í greinargerð Fljótsdalshéraðs.SkipulagssvæðiðNýta á heitt vatn úr borholum Hitaveitu Egilsstaða og Fella við Urriðavatn og leiða það 700 metra í pípu að baðstaðnum sem á að vera milli Hróarstunguvegar og vatnsbakkans þar sem vegurinn sveigir að vatninu á landi í einkaeigu. Þaðan eru rúmir fimm kílómetrar til Egilsstaða. „Á baðstaðnum er áformað að hafa ylströnd og heita potta við vatnsbakkann, ásamt þjónustuhúsi og hugsanlega byggingarreit fyrir gistihús. Vatn mun renna úr pottunum út í ylströndina,“ segir í greinargerðinni. Magnið verði um 1 til 4 lítrar á sekúndu af 40°C heitu vatni sem sé svipað og tólf- til fimmtugfalt rennsli úr handlaug. Þá segir að Veiðimálastofnun telji að við þetta muni hitakærum tegundum í vatninu fjölga en kulsæknum fækka. Vatnabobba fjölgi á grýttum botni en vorflugum og mýi fækki. Tryggja þurfi að klór berist ekki út í vatnið. „Til mótvægis við ofangreind áhrif eru settir skilmálar um að ylströndin sé að mestu aflokuð frá vatnshloti Urriðavatns með görðum,“ segir í greinargerðinni. Ekki verði losað meira en 4 lítrar á sekúndu og vatnið verði ekki heitara en 40°C. Ekki megi nota klór. Vitnað er til Náttúrumæraskrár Helga Hallgrímssonar. Þar kemur fram að Urriðavatn er um 2,5 sinnum hálfur kílómetri, mjög lífríkt og eitt besta veiðivatn héraðsins. Vakir hafi jafnan verið á miðju vatnsins þegar það var ísi lagt. „Um 1960 kom í ljós að þarna var jarðhitasvæði á botni; eftir nokkrar boranir á tanga sem gerður var frá austurströnd vatnsins fékkst þar nægilegt magn af 80° heitu vatni í Hitaveitu Egilsstaða og Fella,“ er vitnað til Náttúrumæraskrárinnar sem jafnframt greinir frá dularfullri skepnu. „Í vatninu kvað vera furðudýr nokkurt sem Tuska kallast,“ segir í skrá Helga. „Hún sást síðast um 1900 og bera lýsingar hennar keim af otrum.“ Breytingin á skipulaginu fer nú í auglýsingu þar sem gefst kostur á að senda inn athugasemdir.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira