Missti þrjú börn í snjóflóðinu: „Lífið er erfitt“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2015 22:53 Hafsteinn Númason segir að varla líði sá dagur sem hann hugsi ekki um börnin þrjú sem fórust í Súðavík 16. janúar 1995. Vísir „Lífið er erfitt Það hefur svo margt farið allt öðruvísi en maður ætlaði. Það er svo skrýtið. Maður er eins og rykkorn í geimnum. Maður er á einni stefnu, svo rekst eitthvað á mann og maður fer í aðra stefnu. Maður ræður engu,“ segir Hafsteinn Númason. Tuttugu ár eru liðin frá því Hafsteinn kom af sjó heim í Súðavík og fékk þau tíðindi að snjóflóð hefði fallið. Snjóflóðið féll á fimmtán íbúðarhús aðfaranótt 16. janúar árið 1995. Fjórtán fórust þar af átta börn. Þrjú voru börn Hafsteins og konu hans. „Það er skrýtið að við vorum að tala um að það væri farið að styttast í að ég kæmist í frí. Ég ætlaði að njóta þess að vera heima,“ segir Hafsteinn sem var fastur í skipi úti á sjó og komst ekki í land fyrr en á milli tíu og ellefu morguninn eftir. Hann hélt rakleiðis í frystihúsið þar sem hjálparmiðstöðin var starfrækt. Þáverandi konu hans hafði tekist að bjarga sér undan snjónum. Aðeins eitt barnanna var komið í leitirnar. Það yngsta.Viðtalið við Hafstein í heild sinni má sjá í spilaranum neðst í fréttinni.Frá Súðavík.Mynd/Brynjar GautiFékk tíðindin í sjónvarpsfréttunum „Við förum inn í matsalinn og það lá þarna slasað fólk og til hliðar lágu lík,“ rifjar Hafsteinn upp í samtali við Ásgeir Erlendsson í Íslandi í dag. Skömmu seinna blasir yngsti sonur hans, Aðalsteinn Rafn, við honum. „Yngsti sonur minn blasir við mér. Það var verið að reyna endurlífgun á honum. Hann lá þarna á bleyjunni. Þá voru þeir að hætta, voru að gefast upp.“ Kvöldið eftir bárust Hafsteini og konu hans þau tíðindi að eldri börn hans tvö, Kristján Númi fjögurra ára og Hrefna Björg sjö ára, væru einnig látin. „Ég sé það í kvöldfréttunum þegar nöfnin þeirra voru lesin upp. Ég vissi það ekki sjálfur.“ Hafsteinn segist hafa verið í losti næstu daga en reynt að halda haus. Íbúar Súðavíkur hafi allir verið fluttir á spítalann á Ísafirði þar sem hafi verið nýbúið að opna nýja deild. Þau hafi haldið hópinn mjög vel. „Það var sennilega stærsta hjálpin í því.“Frá leitinni í Súðavík 1995.Mynd/Brynjar Gauti16. janúar í raun nýársdagur Hafsteinn og kona hans fluttu í kjölfarið til Reykjavíkur þar sem þau hafa búið síðan. Ekki hafi staðið til boða að vera áfram enda áttu þau í engin hús að vernda. „Við höfðum ekki í nein hús að vernda. Konan var slösuð og þurfti að fara til læknis. Var hjá tannlæknum í nærri tvö ár. Við fórum suður og svo í framhaldi af því var aldrei séns að við gætum snúið aftur,“ segir Hafsteinn. Tuttugu ár eru síðan snjóflóðið féll á Súðavík. Hafsteinn segir að í raun sé um að ræða áramót fyrir sig. „Þetta er dagur eitt í nýju ári. Það liggur við að þessi dagur sé áramót. Nýtt upphaf. Einvern veginn er þessi dagur þannig. Þegar hann er búinn hefst nýtt upphaf,“ segir Hafsteinn. Í morgun hafi hann velt fyrir sér að fara ekki í vinnuna og vera bara heima. „En svo vildi ég frekar fara í vinnuna en að sitja einn heima með mínar eigin hugsanir. Mér fannst það betra.“Mynd/Brynjar GautiVerður að læra að lifa með þessu Hann segir að varla líði sá dagur sem hann hugsi ekki til barnanna sinna heitinna. „En við erum með tvær stúlkur, tvo gullmola, sem við eigum. Maður hugsar auðvitað líka um þær.“ Aðspurður hvernig lífið gangi segir hann að maður eigi ekkert val. „Maður á ekkert val. Maður heldur áfram að lifa. Svo er það hvernig maður lætur sér líða. Eftir svona áföll, og fyrir alla þá sem missa börnin sín, maður verður aldrei eins. Þetta er hlutur sem maður verður að lifa við.“ Þegar Hafsteinn lítur yfir árin tuttugu telur hann íslensku þjóðina í rauninni hafa lært lítið af atburðunum. „Það hefur verið gert mikið átak í snjóflóðavörnum. En ef maður hugsar tuttugu ár aftur þá stóð öll þjóðin við bakið á okkur, stóð saman og vildi hjálpa okkur. Allir vildu hjálpa okkur,“ segir hann. Síðan hafi þjóðin sundrast, til dæmis eftir bankahrunið. Ef fólk stæði saman þá væri staðan í samfélaginu allt önnur.Mynd/Brynjar GautiHvernig líst Hafsteini á framtíðina? „Eins og hjá mörgum öðrum þá er maður í basli. En það eru svo margir. Maður reynir að halda áfram. Ég geri eins og ég get. Meira get ég ekki. Ef allt fer á versta veg, ég hef gert mitt besta, þá get ég labbað með höfuðið hátt,“ segir Hafsteinn. Minningarathöfn fór fram í Guðríðarkirkju í kvöld. Hafsteinn segist hafa verið á báðum áttum hvort hann ætti að fara. „Ég var beggja blands en ég ætla að fara. Ég ætla að hugsa um þá sem fóru, til minningar um þau og vil heiðra minningu þeirra.“ Tengdar fréttir 20 ár frá snjóflóðinu í Súðavík: Minnast hinna látnu „Þetta varðar svo marga eins og til dæmis björgunarsveitarmennina sem komu að þessu á sínum tíma,“ segir Sr. Karl V. Matthíasson. 14. janúar 2015 10:01 „Hver einasta mínúta frá þessum degi er greypt í hugann“ Fjörutíu ár eru í dag liðin frá því að snjóflóðin féllu á Neskaupstað þar sem tólf manns létust. Guðrún Kristín Einarsdóttir, formaður Norðfirðingafélagsins í Reykjavík, segir alla Norðfirðinga hugsa heim á þessum degi. 20. desember 2014 22:01 Grafinn í flóðinu í sólarhring 20 ár eru liðin frá snjóflóðunum í Súðavík, þar sem fjórtán létu lífið. 10 ára drengur, Tomasz Þór Veruson, grófst undir flóðinu en var bjargað fyrir kraftaverk nærri sólarhring seinna, hafði búið í þorpinu í tvö ár þegar hamfarirnar urðu. 16. janúar 2015 20:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Sjá meira
„Lífið er erfitt Það hefur svo margt farið allt öðruvísi en maður ætlaði. Það er svo skrýtið. Maður er eins og rykkorn í geimnum. Maður er á einni stefnu, svo rekst eitthvað á mann og maður fer í aðra stefnu. Maður ræður engu,“ segir Hafsteinn Númason. Tuttugu ár eru liðin frá því Hafsteinn kom af sjó heim í Súðavík og fékk þau tíðindi að snjóflóð hefði fallið. Snjóflóðið féll á fimmtán íbúðarhús aðfaranótt 16. janúar árið 1995. Fjórtán fórust þar af átta börn. Þrjú voru börn Hafsteins og konu hans. „Það er skrýtið að við vorum að tala um að það væri farið að styttast í að ég kæmist í frí. Ég ætlaði að njóta þess að vera heima,“ segir Hafsteinn sem var fastur í skipi úti á sjó og komst ekki í land fyrr en á milli tíu og ellefu morguninn eftir. Hann hélt rakleiðis í frystihúsið þar sem hjálparmiðstöðin var starfrækt. Þáverandi konu hans hafði tekist að bjarga sér undan snjónum. Aðeins eitt barnanna var komið í leitirnar. Það yngsta.Viðtalið við Hafstein í heild sinni má sjá í spilaranum neðst í fréttinni.Frá Súðavík.Mynd/Brynjar GautiFékk tíðindin í sjónvarpsfréttunum „Við förum inn í matsalinn og það lá þarna slasað fólk og til hliðar lágu lík,“ rifjar Hafsteinn upp í samtali við Ásgeir Erlendsson í Íslandi í dag. Skömmu seinna blasir yngsti sonur hans, Aðalsteinn Rafn, við honum. „Yngsti sonur minn blasir við mér. Það var verið að reyna endurlífgun á honum. Hann lá þarna á bleyjunni. Þá voru þeir að hætta, voru að gefast upp.“ Kvöldið eftir bárust Hafsteini og konu hans þau tíðindi að eldri börn hans tvö, Kristján Númi fjögurra ára og Hrefna Björg sjö ára, væru einnig látin. „Ég sé það í kvöldfréttunum þegar nöfnin þeirra voru lesin upp. Ég vissi það ekki sjálfur.“ Hafsteinn segist hafa verið í losti næstu daga en reynt að halda haus. Íbúar Súðavíkur hafi allir verið fluttir á spítalann á Ísafirði þar sem hafi verið nýbúið að opna nýja deild. Þau hafi haldið hópinn mjög vel. „Það var sennilega stærsta hjálpin í því.“Frá leitinni í Súðavík 1995.Mynd/Brynjar Gauti16. janúar í raun nýársdagur Hafsteinn og kona hans fluttu í kjölfarið til Reykjavíkur þar sem þau hafa búið síðan. Ekki hafi staðið til boða að vera áfram enda áttu þau í engin hús að vernda. „Við höfðum ekki í nein hús að vernda. Konan var slösuð og þurfti að fara til læknis. Var hjá tannlæknum í nærri tvö ár. Við fórum suður og svo í framhaldi af því var aldrei séns að við gætum snúið aftur,“ segir Hafsteinn. Tuttugu ár eru síðan snjóflóðið féll á Súðavík. Hafsteinn segir að í raun sé um að ræða áramót fyrir sig. „Þetta er dagur eitt í nýju ári. Það liggur við að þessi dagur sé áramót. Nýtt upphaf. Einvern veginn er þessi dagur þannig. Þegar hann er búinn hefst nýtt upphaf,“ segir Hafsteinn. Í morgun hafi hann velt fyrir sér að fara ekki í vinnuna og vera bara heima. „En svo vildi ég frekar fara í vinnuna en að sitja einn heima með mínar eigin hugsanir. Mér fannst það betra.“Mynd/Brynjar GautiVerður að læra að lifa með þessu Hann segir að varla líði sá dagur sem hann hugsi ekki til barnanna sinna heitinna. „En við erum með tvær stúlkur, tvo gullmola, sem við eigum. Maður hugsar auðvitað líka um þær.“ Aðspurður hvernig lífið gangi segir hann að maður eigi ekkert val. „Maður á ekkert val. Maður heldur áfram að lifa. Svo er það hvernig maður lætur sér líða. Eftir svona áföll, og fyrir alla þá sem missa börnin sín, maður verður aldrei eins. Þetta er hlutur sem maður verður að lifa við.“ Þegar Hafsteinn lítur yfir árin tuttugu telur hann íslensku þjóðina í rauninni hafa lært lítið af atburðunum. „Það hefur verið gert mikið átak í snjóflóðavörnum. En ef maður hugsar tuttugu ár aftur þá stóð öll þjóðin við bakið á okkur, stóð saman og vildi hjálpa okkur. Allir vildu hjálpa okkur,“ segir hann. Síðan hafi þjóðin sundrast, til dæmis eftir bankahrunið. Ef fólk stæði saman þá væri staðan í samfélaginu allt önnur.Mynd/Brynjar GautiHvernig líst Hafsteini á framtíðina? „Eins og hjá mörgum öðrum þá er maður í basli. En það eru svo margir. Maður reynir að halda áfram. Ég geri eins og ég get. Meira get ég ekki. Ef allt fer á versta veg, ég hef gert mitt besta, þá get ég labbað með höfuðið hátt,“ segir Hafsteinn. Minningarathöfn fór fram í Guðríðarkirkju í kvöld. Hafsteinn segist hafa verið á báðum áttum hvort hann ætti að fara. „Ég var beggja blands en ég ætla að fara. Ég ætla að hugsa um þá sem fóru, til minningar um þau og vil heiðra minningu þeirra.“
Tengdar fréttir 20 ár frá snjóflóðinu í Súðavík: Minnast hinna látnu „Þetta varðar svo marga eins og til dæmis björgunarsveitarmennina sem komu að þessu á sínum tíma,“ segir Sr. Karl V. Matthíasson. 14. janúar 2015 10:01 „Hver einasta mínúta frá þessum degi er greypt í hugann“ Fjörutíu ár eru í dag liðin frá því að snjóflóðin féllu á Neskaupstað þar sem tólf manns létust. Guðrún Kristín Einarsdóttir, formaður Norðfirðingafélagsins í Reykjavík, segir alla Norðfirðinga hugsa heim á þessum degi. 20. desember 2014 22:01 Grafinn í flóðinu í sólarhring 20 ár eru liðin frá snjóflóðunum í Súðavík, þar sem fjórtán létu lífið. 10 ára drengur, Tomasz Þór Veruson, grófst undir flóðinu en var bjargað fyrir kraftaverk nærri sólarhring seinna, hafði búið í þorpinu í tvö ár þegar hamfarirnar urðu. 16. janúar 2015 20:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Sjá meira
20 ár frá snjóflóðinu í Súðavík: Minnast hinna látnu „Þetta varðar svo marga eins og til dæmis björgunarsveitarmennina sem komu að þessu á sínum tíma,“ segir Sr. Karl V. Matthíasson. 14. janúar 2015 10:01
„Hver einasta mínúta frá þessum degi er greypt í hugann“ Fjörutíu ár eru í dag liðin frá því að snjóflóðin féllu á Neskaupstað þar sem tólf manns létust. Guðrún Kristín Einarsdóttir, formaður Norðfirðingafélagsins í Reykjavík, segir alla Norðfirðinga hugsa heim á þessum degi. 20. desember 2014 22:01
Grafinn í flóðinu í sólarhring 20 ár eru liðin frá snjóflóðunum í Súðavík, þar sem fjórtán létu lífið. 10 ára drengur, Tomasz Þór Veruson, grófst undir flóðinu en var bjargað fyrir kraftaverk nærri sólarhring seinna, hafði búið í þorpinu í tvö ár þegar hamfarirnar urðu. 16. janúar 2015 20:00