Handbolti

Dagur: Þetta var alveg súper

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Dagur vann frábæran sigur.
Dagur vann frábæran sigur. vísir/getty
Þýskaland byrjar HM í Katar af krafti, en Dagur Sigurðsson stýrði Þjóðverjum til sigurs á firnasterkuliði Pólverja í D-riðli í dag.

„Ég er mjög ánægður með hvernig við spiluðum. Þetta var alveg súper,“ sagði Dagur Sigurðsson í viðtali við Arnar Björnsson.

„Fyrri hálfleikurinn var virkilega góður, en ég hefði kannski viljað sjá 1-2 bolta í viðbót varða í byrjun leiks.“

„Það komu kaflar þar sem strákarnir héldu saman, börðust og komust í gegnum þá. Það var gott að sjá því það hefur kannski verið akkilesarhæll liðsins að lenda í erfiðleikum. Þá hefur liðið brotnað,“ sagði Dagur sem segir að þessi sigur gæti verið liðinu mikilvægur.

„Leikurinn var okkar megin. Við vorum yfirleitt alltaf á undan og þeir þurftu að sækja svolítið. Þetta var okkar megin en það komu kaflar í seinni hálfleik þar sem þetta gat breyst. Þá var mikilvægt að halda haus.“

„Hann getur verið mjög mikilvægur. Það er gott ná einum sigri þar sem við sýnum svona styrk.“

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.

Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn:sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×