Handbolti

Dagur stýrði Þýskalandi til sigurs í fyrsta leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagur Sigurðsson í leiknum í kvöld.
Dagur Sigurðsson í leiknum í kvöld. Vísir/Getty
Þýska landsliðið byrjar vel á HM í handbolta í Katar en strákarnir hans Dags Sigurðssonar unnu þriggja marka sigur á Póllandi, 29-26, í sínum fyrsta leik í kvöld.

Þjóðverjar töpuðu einmitt fyrir Pólverjum í umspili um sæti á HM í Katar en hefndu fyrir það í kvöld. Það eru mjög góð úrslit fyrir Dag og félaga að vinna sterkt pólskt lið.

Steffen Weinhold skoraði átta mörk fyrir þýska liðið og Uwe Gensheimer var með sjö mörk. Krzystof Lijewski skoraði mest fyrir Pólland eð sjö mörk.

Þjóðverjar voru með frumkvæðið allan tímann en pólska liðið gafst aldrei upp og hengu í þýska liðinu allan tímann.

Þýska liðið var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13, en Pólverjar voru búnir að jafna í 20-20 þegar 11 mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum.

Pólska náði aldrei að komast yfir og þýska liðið var sterkara á endasprettinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×