Fær einn dag til að æfa fyrir Eurovision Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. janúar 2015 11:00 Hildur Kristín Stefánsdóttir hefur alltaf verið mikill aðdáandi Eurovision-keppninnar. Vísir/GVA „Ég kem heim degi áður en ég fer á svið í Háskólabíói,“ segir söngkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir sem tekur þátt í undankeppni Eurovision á næstu vikum. Hún er söngkona hljómsveitarinnar Rökkurróar, sem byrjar í dag þriggja vikna tónleikaferðalag um Evrópu, og kemur hún heim degi áður en hún stígur á svið í undankeppni Eurovision. „Það er líklegt að við þurfum að fá einhvern staðgengil á æfingarnar en við ætlum líka mögulega að reyna að æfa í gegnum Skype. Annars er mikill Eurovision-fílingur í þessu þar sem ég verð í Evrópu,“ segir Hildur Kristín létt í lundu. Hópurinn hefur þó nýtt tímann vel hingað til í æfingar og að velta sínu atriði fyrir sér. Hún hefur alltaf verið mikill Eurovision-aðdáandi en gerði þó ekki ráð fyrir að taka þátt sjálf. „Það hefur alltaf verið draumur að taka þátt en að sama skapi hef ég bara ekkert verið að gera popptónlist. Ég er í jaðarindíhljómsveit og lærði klassík þegar ég var yngri þannig að ég gerði ekki ráð fyrir að ég myndi taka þátt,“ bætir Hildur Kristín við. Hún mun flytja lagið Fjaðrir með hóp sem kallar sig Sunday. „Við erum hópur af fólki sem kemur úr mismunandi listgreinum. Í þessari keppni er það oft bara þannig að einhver lagahöfundur velur einhvern einstakling til að flytja lagið. Við sömdum hins vegar lagið okkar sjálf og flytjum það sjálf. Við erum með danshöfund, hana Hildi Ólafsdóttur, og pródúserinn Loga Pedró Stefánsson með okkur.“ Hún segist taka eftir tónlistarsnobbi á Íslandi gagnvart Eurovision. „Það er mikið tónlistarsnobb á Íslandi og það er bara kjánalegt. Eftir að ég sendi lagið í Eurovision, þá héldu allir að ég væri að grínast. Það er áhugavert að fólk líti á þetta sem grín, við vorum alltaf að gera þetta af alvöru en fólk trúði þessu ekki,“ útskýrir Hildur Kristín. Hún nýtur sín í poppinu og getur vel hugsað sér að gera meiri popptónlist. „Mér finnst þetta geðveikt gaman og mér finnst sértaklega gaman að spá í popptónlist núna. Það eru margir sem dissa popptónlist og ég er ósammála þeim, þetta er sú tónlistarstefna sem nær til breiðasta hópsins og það er frábært að gera tónlist sem nær til svo margra. Ég vil að popptónlist fái það kredit sem hún á skilið,“ segir hún en uppáhalds Eurovision-lagið hennar er hið sænska Euphoria sem Loreen flutti árið 2012. Eurovision Tónlist Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég kem heim degi áður en ég fer á svið í Háskólabíói,“ segir söngkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir sem tekur þátt í undankeppni Eurovision á næstu vikum. Hún er söngkona hljómsveitarinnar Rökkurróar, sem byrjar í dag þriggja vikna tónleikaferðalag um Evrópu, og kemur hún heim degi áður en hún stígur á svið í undankeppni Eurovision. „Það er líklegt að við þurfum að fá einhvern staðgengil á æfingarnar en við ætlum líka mögulega að reyna að æfa í gegnum Skype. Annars er mikill Eurovision-fílingur í þessu þar sem ég verð í Evrópu,“ segir Hildur Kristín létt í lundu. Hópurinn hefur þó nýtt tímann vel hingað til í æfingar og að velta sínu atriði fyrir sér. Hún hefur alltaf verið mikill Eurovision-aðdáandi en gerði þó ekki ráð fyrir að taka þátt sjálf. „Það hefur alltaf verið draumur að taka þátt en að sama skapi hef ég bara ekkert verið að gera popptónlist. Ég er í jaðarindíhljómsveit og lærði klassík þegar ég var yngri þannig að ég gerði ekki ráð fyrir að ég myndi taka þátt,“ bætir Hildur Kristín við. Hún mun flytja lagið Fjaðrir með hóp sem kallar sig Sunday. „Við erum hópur af fólki sem kemur úr mismunandi listgreinum. Í þessari keppni er það oft bara þannig að einhver lagahöfundur velur einhvern einstakling til að flytja lagið. Við sömdum hins vegar lagið okkar sjálf og flytjum það sjálf. Við erum með danshöfund, hana Hildi Ólafsdóttur, og pródúserinn Loga Pedró Stefánsson með okkur.“ Hún segist taka eftir tónlistarsnobbi á Íslandi gagnvart Eurovision. „Það er mikið tónlistarsnobb á Íslandi og það er bara kjánalegt. Eftir að ég sendi lagið í Eurovision, þá héldu allir að ég væri að grínast. Það er áhugavert að fólk líti á þetta sem grín, við vorum alltaf að gera þetta af alvöru en fólk trúði þessu ekki,“ útskýrir Hildur Kristín. Hún nýtur sín í poppinu og getur vel hugsað sér að gera meiri popptónlist. „Mér finnst þetta geðveikt gaman og mér finnst sértaklega gaman að spá í popptónlist núna. Það eru margir sem dissa popptónlist og ég er ósammála þeim, þetta er sú tónlistarstefna sem nær til breiðasta hópsins og það er frábært að gera tónlist sem nær til svo margra. Ég vil að popptónlist fái það kredit sem hún á skilið,“ segir hún en uppáhalds Eurovision-lagið hennar er hið sænska Euphoria sem Loreen flutti árið 2012.
Eurovision Tónlist Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira