Fær einn dag til að æfa fyrir Eurovision Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. janúar 2015 11:00 Hildur Kristín Stefánsdóttir hefur alltaf verið mikill aðdáandi Eurovision-keppninnar. Vísir/GVA „Ég kem heim degi áður en ég fer á svið í Háskólabíói,“ segir söngkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir sem tekur þátt í undankeppni Eurovision á næstu vikum. Hún er söngkona hljómsveitarinnar Rökkurróar, sem byrjar í dag þriggja vikna tónleikaferðalag um Evrópu, og kemur hún heim degi áður en hún stígur á svið í undankeppni Eurovision. „Það er líklegt að við þurfum að fá einhvern staðgengil á æfingarnar en við ætlum líka mögulega að reyna að æfa í gegnum Skype. Annars er mikill Eurovision-fílingur í þessu þar sem ég verð í Evrópu,“ segir Hildur Kristín létt í lundu. Hópurinn hefur þó nýtt tímann vel hingað til í æfingar og að velta sínu atriði fyrir sér. Hún hefur alltaf verið mikill Eurovision-aðdáandi en gerði þó ekki ráð fyrir að taka þátt sjálf. „Það hefur alltaf verið draumur að taka þátt en að sama skapi hef ég bara ekkert verið að gera popptónlist. Ég er í jaðarindíhljómsveit og lærði klassík þegar ég var yngri þannig að ég gerði ekki ráð fyrir að ég myndi taka þátt,“ bætir Hildur Kristín við. Hún mun flytja lagið Fjaðrir með hóp sem kallar sig Sunday. „Við erum hópur af fólki sem kemur úr mismunandi listgreinum. Í þessari keppni er það oft bara þannig að einhver lagahöfundur velur einhvern einstakling til að flytja lagið. Við sömdum hins vegar lagið okkar sjálf og flytjum það sjálf. Við erum með danshöfund, hana Hildi Ólafsdóttur, og pródúserinn Loga Pedró Stefánsson með okkur.“ Hún segist taka eftir tónlistarsnobbi á Íslandi gagnvart Eurovision. „Það er mikið tónlistarsnobb á Íslandi og það er bara kjánalegt. Eftir að ég sendi lagið í Eurovision, þá héldu allir að ég væri að grínast. Það er áhugavert að fólk líti á þetta sem grín, við vorum alltaf að gera þetta af alvöru en fólk trúði þessu ekki,“ útskýrir Hildur Kristín. Hún nýtur sín í poppinu og getur vel hugsað sér að gera meiri popptónlist. „Mér finnst þetta geðveikt gaman og mér finnst sértaklega gaman að spá í popptónlist núna. Það eru margir sem dissa popptónlist og ég er ósammála þeim, þetta er sú tónlistarstefna sem nær til breiðasta hópsins og það er frábært að gera tónlist sem nær til svo margra. Ég vil að popptónlist fái það kredit sem hún á skilið,“ segir hún en uppáhalds Eurovision-lagið hennar er hið sænska Euphoria sem Loreen flutti árið 2012. Eurovision Tónlist Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Ég kem heim degi áður en ég fer á svið í Háskólabíói,“ segir söngkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir sem tekur þátt í undankeppni Eurovision á næstu vikum. Hún er söngkona hljómsveitarinnar Rökkurróar, sem byrjar í dag þriggja vikna tónleikaferðalag um Evrópu, og kemur hún heim degi áður en hún stígur á svið í undankeppni Eurovision. „Það er líklegt að við þurfum að fá einhvern staðgengil á æfingarnar en við ætlum líka mögulega að reyna að æfa í gegnum Skype. Annars er mikill Eurovision-fílingur í þessu þar sem ég verð í Evrópu,“ segir Hildur Kristín létt í lundu. Hópurinn hefur þó nýtt tímann vel hingað til í æfingar og að velta sínu atriði fyrir sér. Hún hefur alltaf verið mikill Eurovision-aðdáandi en gerði þó ekki ráð fyrir að taka þátt sjálf. „Það hefur alltaf verið draumur að taka þátt en að sama skapi hef ég bara ekkert verið að gera popptónlist. Ég er í jaðarindíhljómsveit og lærði klassík þegar ég var yngri þannig að ég gerði ekki ráð fyrir að ég myndi taka þátt,“ bætir Hildur Kristín við. Hún mun flytja lagið Fjaðrir með hóp sem kallar sig Sunday. „Við erum hópur af fólki sem kemur úr mismunandi listgreinum. Í þessari keppni er það oft bara þannig að einhver lagahöfundur velur einhvern einstakling til að flytja lagið. Við sömdum hins vegar lagið okkar sjálf og flytjum það sjálf. Við erum með danshöfund, hana Hildi Ólafsdóttur, og pródúserinn Loga Pedró Stefánsson með okkur.“ Hún segist taka eftir tónlistarsnobbi á Íslandi gagnvart Eurovision. „Það er mikið tónlistarsnobb á Íslandi og það er bara kjánalegt. Eftir að ég sendi lagið í Eurovision, þá héldu allir að ég væri að grínast. Það er áhugavert að fólk líti á þetta sem grín, við vorum alltaf að gera þetta af alvöru en fólk trúði þessu ekki,“ útskýrir Hildur Kristín. Hún nýtur sín í poppinu og getur vel hugsað sér að gera meiri popptónlist. „Mér finnst þetta geðveikt gaman og mér finnst sértaklega gaman að spá í popptónlist núna. Það eru margir sem dissa popptónlist og ég er ósammála þeim, þetta er sú tónlistarstefna sem nær til breiðasta hópsins og það er frábært að gera tónlist sem nær til svo margra. Ég vil að popptónlist fái það kredit sem hún á skilið,“ segir hún en uppáhalds Eurovision-lagið hennar er hið sænska Euphoria sem Loreen flutti árið 2012.
Eurovision Tónlist Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira