Fyrirhugaðri ferð utanríkisráðherra Svíþjóðar, Margot Wallström, til Ísraels til að taka þátt í umræðum til minningar um Raoul Wallenberg hefur verið aflýst.
Sænska ríkisútvarpið segir að ráðamenn í Ísrael hafi ekki haft áhuga á að hitta hana og að ekki hafi átt að veita henni nauðsynlega vernd sem opinberri persónu.
Ísraelsk yfirvöld hafa krafist þess að sænsk stjórnvöld biðjist afsökunar á að hafa viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki.
Neita að hitta ráðherrann
Ingbiörg Bára Sveinsdóttir skrifar
