Erlent

Boðað til þingkosninga í Póllandi í haust

Atli Ísleifsson skrifar
Ewa Kopacz, forsætisráðherra Póllands, er leiðtogi Borgaravettvangsins.
Ewa Kopacz, forsætisráðherra Póllands, er leiðtogi Borgaravettvangsins. Vísir/AFP
Bronislaw Komorowski, fráfarandi forseti Póllands, hefur boðað til þingkosninga í landinu þann 25. október næstkomandi.

Skoðanakannanir benda til þess að stjórnarflokkurinn Borgaravettvangurinn, sem hefur verið við völd síðastliðin átta ár, muni mæta harðri andstöðu frá Laga- og réttlætisflokknum, flokki Andrzej Duda, verðandi forseta.

Í nýlegri skoðanakönnun Millward Brown mælist Borgaravettvangurinn með 23 prósent fylgi, en Laga- og réttlætisflokkurinn með 33 prósent fylgi.

Forsætisráðherraefni Laga- og réttlætisflokksins er Jaroslaw Kaczynski sem gegndi embætti forsætisráðherra á árunum 2006 til 2007.

Komorowski forseti laut í lægra haldi fyrir Duda í forsetakosningum fyrr í sumar, en Duda mun taka við embættinu 6. ágúst.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×