Meirihluti Íra vill afglæpavæða fóstureyðingar í landinu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 17. júlí 2015 11:11 Í júní síðastliðnum áréttaði nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna að réttur kvenna til fóstureyðingar væri mannréttindi og skoraði á írsk stjórnvöld að breyta fóstureyðingarlöggjöfinni í samræmi við alþjóðleg mannréttindaviðmið. vísir/epa Meirihluti Íra vill að írsk stjórnvöld endurbæti fóstureyðingarlöggjöf í landinu, sem er ein sú harðasta í heimi. Í niðurstöðum nýlegrar skoðunarkönnunar á vegum Amnesty International kom í ljós að meirihluta landsmanna er ekki kunnugt um að fóstureyðing sé glæpur í landinu. Þá leiddi könnunin jafnframt í ljós að yfirgnæfandi meirihluti aðspurðra er andsnúinn refsiákvæðum í lögum gegn konum sem fara í fóstureyðingu eða gegn læknum sem framkvæma slíkar aðgerðir. Alls voru 67 prósent aðspurðra fylgjandi afglæpavæðingu fóstureyðinga og 25 prósent andsnúinn. Þá voru 81 prósent aðspurðra fylgjandi löglegri fóstureyðingu í einhverjum tilvikum. Jafnframt voru 70 prósent aðspurðra sammála um að réttur kvenna til að gangast undir fóstureyðingu heyrði til mannréttinda, þegar þungun er afleiðing nauðgunar eða sifjaspells, þegar líf eða heilsa konu eða stúlku er í hættu eða þegar um alvarlega eða lífshættulega fósturgalla ræðir. Í júní síðastliðnum áréttaði nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna að réttur kvenna til fóstureyðingar væri mannréttindi og skoraði á írsk stjórnvöld að breyta fóstureyðingarlöggjöfinni í samræmi við alþjóðleg mannréttindaviðmið. „Ljóst er að viðhorf almennings á Írlandi til fóstureyðinga hefur tekið miklum breytingum. Fólk sýnir þeim aðstæðum sem konur finna sig í meiri skilning og trúir því staðfestlega að ekki eigi að refsa konum sem leita sér fóstureyðingar,“ segir Colm O‘ Gorman, framkvæmdastjóri Amnesty International á Írlandi, í tilkynningu frá samtökunum „Afglæpavæðing fóstureyðinga er ekki eingöngu mannréttindamál – það er vilji almennings á Írlandi að afglæpavæðing fóstureyðinga nái fram að ganga. Það þýðir að afnema verður breytingarlög á írsku stjórnarskránni um bann við fóstureyðingum sem tóku gildi árið 1983,“ bætir hann við. Alls tóku þúsund írskir ríkisborgarar þátt í skoðunarkönnuninni dagana 11. til 14. maí 2015. Stærð þýðsins réðst af aldri, kyni og félagslegri og efnahagslegri stöðu. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Meirihluti Íra vill að írsk stjórnvöld endurbæti fóstureyðingarlöggjöf í landinu, sem er ein sú harðasta í heimi. Í niðurstöðum nýlegrar skoðunarkönnunar á vegum Amnesty International kom í ljós að meirihluta landsmanna er ekki kunnugt um að fóstureyðing sé glæpur í landinu. Þá leiddi könnunin jafnframt í ljós að yfirgnæfandi meirihluti aðspurðra er andsnúinn refsiákvæðum í lögum gegn konum sem fara í fóstureyðingu eða gegn læknum sem framkvæma slíkar aðgerðir. Alls voru 67 prósent aðspurðra fylgjandi afglæpavæðingu fóstureyðinga og 25 prósent andsnúinn. Þá voru 81 prósent aðspurðra fylgjandi löglegri fóstureyðingu í einhverjum tilvikum. Jafnframt voru 70 prósent aðspurðra sammála um að réttur kvenna til að gangast undir fóstureyðingu heyrði til mannréttinda, þegar þungun er afleiðing nauðgunar eða sifjaspells, þegar líf eða heilsa konu eða stúlku er í hættu eða þegar um alvarlega eða lífshættulega fósturgalla ræðir. Í júní síðastliðnum áréttaði nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna að réttur kvenna til fóstureyðingar væri mannréttindi og skoraði á írsk stjórnvöld að breyta fóstureyðingarlöggjöfinni í samræmi við alþjóðleg mannréttindaviðmið. „Ljóst er að viðhorf almennings á Írlandi til fóstureyðinga hefur tekið miklum breytingum. Fólk sýnir þeim aðstæðum sem konur finna sig í meiri skilning og trúir því staðfestlega að ekki eigi að refsa konum sem leita sér fóstureyðingar,“ segir Colm O‘ Gorman, framkvæmdastjóri Amnesty International á Írlandi, í tilkynningu frá samtökunum „Afglæpavæðing fóstureyðinga er ekki eingöngu mannréttindamál – það er vilji almennings á Írlandi að afglæpavæðing fóstureyðinga nái fram að ganga. Það þýðir að afnema verður breytingarlög á írsku stjórnarskránni um bann við fóstureyðingum sem tóku gildi árið 1983,“ bætir hann við. Alls tóku þúsund írskir ríkisborgarar þátt í skoðunarkönnuninni dagana 11. til 14. maí 2015. Stærð þýðsins réðst af aldri, kyni og félagslegri og efnahagslegri stöðu.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira