Imon-málið komið á dagskrá Hæstaréttar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. júlí 2015 08:51 Steinþór Gunnarsson, Elín Sigfúsdóttir og Sigurjón Þ. Árnason. Vísir Imon-málið svokallaða verður tekið fyrir í Hæstarétti þann 21. september næstkomandi. Í málinu voru þau Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, og Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, í Héraðsdómi Reykjavíkur sýknuð af ákæru um markaðsmisnotkun. Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar, var dæmdur í níu mánaða fangelsi en þar af voru sex skilorðsbundnir. Dómur féll í héraði í byrjun júní og mánuði síðar ákvað ríkissaksóknari að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Steinþór Gunnarsson hafði þegar tekið þá ákvörðun að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Mun Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari flytja málið fyrir hönd ákæruvaldsins.Sérstakur saksóknari var ekki sáttur við niðurstöðuna í héraði.Vísir/ValliSérstakur telur um sýndarviðskipti að ræða Í málinu voru stjórnendurnir þrír ákærðir fyrir markaðsmisnotkun með lánveitingu til félagsins Imon ehf. til kaupa á hlutabréfa í Landsbankanum þremur dögum fyrir setningu neyðarlaganna haustið 2008. Lánið hljóðaði upp á fimm milljarða króna en Imon ehf var í eigu Magnúsar Ármann. Steinþór var sakaður um að hafa tilkynnt kaup Imon ehf á hlutabréfunum sem raunveruleg viðskipti til Kauphallarinnar. Sérstakur saksóknari taldi að um sýndarviðskipti hefði verið að ræða til að halda verði á hlutabréfum í bankanum uppi.Sigurjón Árnason ásamt lögmanni sínum Sigurði G. Guðjónssyni.Vísir/VilhelmFjölskipaður héraðsdómur klofnaðiÍ dómi héraðsdóms segir að hann hafi ekki geta dulist að upplýsingar um hvernig að viðskiptunum væri staðið gæti haft áhrif á mat aðila verðbréfamarkaðarins á verði hlutabréfa. Því hafi honum borið að haga starfi sínu á þann veg að misvísandi eða villandi upplýsingar um verðmæti hlutabréfa bærust ekki út á markaðinn. Fjölskipaður héraðsdómur klofnaði í málinu en einn dómari af þremur taldi að sakfella ætti Sigurjón þar sem hann hefði tekið ákvörðun um viðskiptin. Sigurjón var í nóvember síðastliðnum dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundið, í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli. Tveir starfsmenn bankans, Ívar Guðjónsson og Júlíus Steinar Hreiðarsson, fengu níu mánaða dóm en þar af voru sex á skilorði. Málið var töluvert umfangsmeira en Imon-málið og eitt það stærsta sem sérstakur saksóknari rannsakaði í kjölfar efnahagashrunsins. Málflutningur í Imon-málinu verður í Hæstarétti mánudaginn 21. september klukkan 9. Tengdar fréttir Áfrýjar í Imon-málinu Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sem í dag var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár skilorðsbundið, ætlar að áfrýja dómnum. 5. júní 2014 16:12 Ríkissaksóknari áfrýjar Imon-málinu Sendir mál gegn fyrrverandi stjórnendum Landsbankans til Hæstaréttar. 3. júlí 2014 14:26 Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. 5. júní 2014 11:45 Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Imon-málið svokallaða verður tekið fyrir í Hæstarétti þann 21. september næstkomandi. Í málinu voru þau Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, og Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, í Héraðsdómi Reykjavíkur sýknuð af ákæru um markaðsmisnotkun. Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar, var dæmdur í níu mánaða fangelsi en þar af voru sex skilorðsbundnir. Dómur féll í héraði í byrjun júní og mánuði síðar ákvað ríkissaksóknari að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Steinþór Gunnarsson hafði þegar tekið þá ákvörðun að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Mun Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari flytja málið fyrir hönd ákæruvaldsins.Sérstakur saksóknari var ekki sáttur við niðurstöðuna í héraði.Vísir/ValliSérstakur telur um sýndarviðskipti að ræða Í málinu voru stjórnendurnir þrír ákærðir fyrir markaðsmisnotkun með lánveitingu til félagsins Imon ehf. til kaupa á hlutabréfa í Landsbankanum þremur dögum fyrir setningu neyðarlaganna haustið 2008. Lánið hljóðaði upp á fimm milljarða króna en Imon ehf var í eigu Magnúsar Ármann. Steinþór var sakaður um að hafa tilkynnt kaup Imon ehf á hlutabréfunum sem raunveruleg viðskipti til Kauphallarinnar. Sérstakur saksóknari taldi að um sýndarviðskipti hefði verið að ræða til að halda verði á hlutabréfum í bankanum uppi.Sigurjón Árnason ásamt lögmanni sínum Sigurði G. Guðjónssyni.Vísir/VilhelmFjölskipaður héraðsdómur klofnaðiÍ dómi héraðsdóms segir að hann hafi ekki geta dulist að upplýsingar um hvernig að viðskiptunum væri staðið gæti haft áhrif á mat aðila verðbréfamarkaðarins á verði hlutabréfa. Því hafi honum borið að haga starfi sínu á þann veg að misvísandi eða villandi upplýsingar um verðmæti hlutabréfa bærust ekki út á markaðinn. Fjölskipaður héraðsdómur klofnaði í málinu en einn dómari af þremur taldi að sakfella ætti Sigurjón þar sem hann hefði tekið ákvörðun um viðskiptin. Sigurjón var í nóvember síðastliðnum dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundið, í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli. Tveir starfsmenn bankans, Ívar Guðjónsson og Júlíus Steinar Hreiðarsson, fengu níu mánaða dóm en þar af voru sex á skilorði. Málið var töluvert umfangsmeira en Imon-málið og eitt það stærsta sem sérstakur saksóknari rannsakaði í kjölfar efnahagashrunsins. Málflutningur í Imon-málinu verður í Hæstarétti mánudaginn 21. september klukkan 9.
Tengdar fréttir Áfrýjar í Imon-málinu Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sem í dag var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár skilorðsbundið, ætlar að áfrýja dómnum. 5. júní 2014 16:12 Ríkissaksóknari áfrýjar Imon-málinu Sendir mál gegn fyrrverandi stjórnendum Landsbankans til Hæstaréttar. 3. júlí 2014 14:26 Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. 5. júní 2014 11:45 Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Áfrýjar í Imon-málinu Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sem í dag var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár skilorðsbundið, ætlar að áfrýja dómnum. 5. júní 2014 16:12
Ríkissaksóknari áfrýjar Imon-málinu Sendir mál gegn fyrrverandi stjórnendum Landsbankans til Hæstaréttar. 3. júlí 2014 14:26
Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. 5. júní 2014 11:45