Lífið

Helgin fer í að leita að fjarstýringunni

Guðrún Ansnes skrifar
Björn Jörundur Friðbjörnsson, sem lék Axel,aðalsöguperónu Sódóma Reykjavík, tyllti sér með þeim Unnari Helga Danielssyni og Arnari Finni Arnarssyni, fyrir framan baðkarið með gullfiskunum í. Nú vantar bara stýringuna til að bjarga því sem bjargað verður.
Björn Jörundur Friðbjörnsson, sem lék Axel,aðalsöguperónu Sódóma Reykjavík, tyllti sér með þeim Unnari Helga Danielssyni og Arnari Finni Arnarssyni, fyrir framan baðkarið með gullfiskunum í. Nú vantar bara stýringuna til að bjarga því sem bjargað verður. mynd/aðsend
„Helgin fer bara í þetta, við ætlum að finna þessa fjarstýringu,“ segir Unnar Helgi Daníelsson, annar eigenda Dúfnahóla 10, skemmtistaðarins sem opnaði um síðustu helgi. Nú ætla þeir að leita að fjarstýringunni sögufrægu sem er eins og rauður þráður í kvikmyndinni Sódóma Reykjavík, en þaðan fékkst nafn skemmtistaðarins einmitt að láni.

„Við biðjum fólk að mæta með fjarstýringar með sér þegar það kíkir á okkur, og í skiptum fyrir stýringu fær fólk glaðning á barnum,“ útskýrir Unnar og viðurkennir að ekki sé verra ef hún er Samsung, líkt og Axel leitaði logandi ljósi að í myndinni. Segir hann opnunarhelgi Dúfnahóla tíu hafi farið fram úr björtustu vonum.

„Þetta var náttúrulega geggjað, rafmagninu sló út í eitt skiptið og svona, þannig að þetta var bara eins og alvöru heimapartý, og það er það er sú stemning sem okkur langaði til að skapa.“

Munu fjarstýringarnar sem rata í Dúfnhóla tíu um helgina, hengdar upp á vegg svo auðvelt sé að nálgast þær, enda grundvöllur þess að halda heimilisfriðinn að stýringin sé á vísum stað

„Það verður líka að passa uppá gullfiskana í baðkarinu, mamman hótaði að sturta þeim niður í myndinni ef fjarstýringin myndi ekki finnast.Við erum því að stuðla að öryggi fiskanna,“ segir Unnar og skellir uppúr,en baðkar fullt af gullfiskum er einmitt einn innanstokksmuna skemmtistaðarins, sem lítur út eins og heimili, líkt og Vísir hefur áður greint frá. 


Tengdar fréttir

Hvert er besta lag kvikmyndasögunnar?

Lesendur Vísis geta tekið þátt í kosningu á besta lagi í kvikmyndasögunni, en tilkynnt verður um úrslitin á Edduverðlaunahátíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×