Amnesty frábiður sér afskipti annarra samtaka sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 12. ágúst 2015 13:02 vísir/valli Íslandsdeild Amnesty frábiður sér afskipti annarra samtaka af starfi deildarinnar, sem sat hjá við vændistillögu á heimsþingi Amnesty. Fjölmörg samtök skoruðu á deildina að leggjast gegn tillögu um afglæpavæðingu vændis, og hefur hún meðal annars verið sökuð um kjarkleysi. Umræðan hefur verið hávær að undanförnu, enda ríkti trúnaður um tillöguna, en ýmis stjórnmála- og kvenréttindasamtök skoruðu á samtökin að leggjast gegn henni. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra gagnrýndi hana jafnframt og hvatti samtökin til að greiða atkvæði gegn tillögunni. „Okkur var gert að halda trúnaði um það sem væri á seyði innan deildarinnar, sem var ekki góð staða, við verðum að geta fengið að geta talað frjálst og opið við okkar félaga um það sem við erum að gera. Eins eftir að þetta liggur fyrir að greina hratt og vel til okkar félaga um niðurstöðuna og þær röksemdir sem lágu fyrir þegar við tókum okkar niðurstöðu. Ég frábið mér hins vegar þegar önnur samtök ætla að stýra því sem er að gerast innan samtaka okkar eða þá ef fólk er að láta gífuryrði falla á netinu, annað hvort um málsmeðferðina eða okkur persónulega sem hafa staðið að þessu,“ segir Hörður Helgi Helgason, formaður Íslandsdeildar Amnesty. Hörður segir að deildin hafi ekki geta stutt tillöguna á grundvelli þeirra gagna sem færð höfðu verið fram. Því hafi deildin ákveðið að útfæra sína eigin tillögu, sem raunar var felld í gær. Um var að ræða sænska leið þar sem ekki er lögð refsing við því að selja vændi, heldur verði það refsivert að kaupa vændi og gera út á vændisstarfsemi. „Þrátt fyrir að búið sé að samþykkja þessa stefnu, þ.e búið að samþykkja það að þetta séu þau sjónarmið að heimsþingið og deildir víða um heim vilji leggja á borð stjórnar samtakanna þá er það hennar að setja hinna eiginlegu útfærðu stefnu og hún fær núna tækifæri til þess á sínum næsta fundi í haust. En við hérna á Íslandsdeildinni þurfum ekki að koma sérstaklega að málinu, ég sé ekki fyrir mér að það standi fyrir dyrum að við förum í einhverja sérstaka herferð vegna þessa. Þetta er bara ein af mjög mörgum stefnum sem við mörkum í mörgum málum,” segir hann. Tengdar fréttir Amnesty styðji við lögleiðingu vændis Fyrir aðalþingi alþjóðasamtaka Amnesty liggur umdeild tillaga um að samtökin styðji við lögleiðingu vændis í heiminum. 4. ágúst 2015 07:00 Stígamót: „Amnesty International hefur sett ofan“ Kvennasamtök ósátt með mannréttindasamtökin Amnesty International 11. ágúst 2015 18:11 Amnesty International að skipuleggja eigin jarðarför Formaður Kvenréttindafélags Íslands segir að ákvörðun heimsþings Amnesty um að styðja afglæpavæðingu vændis marki sorgardag. 12. ágúst 2015 06:30 Stjórn VG skorar á Íslandsdeild Amnesty að berjast gegn vændi Stjórnin tekur þar sem undir yfirlýsingu fjölda kvennafélaga hér á landi. 7. ágúst 2015 20:01 Boða fjöldaúrsagnir úr Amnesty International vegna samþykktar um vændi Kvennasamtök víða um heim loga vegna ályktunar mannréttindasamtakanna. 11. ágúst 2015 19:53 Amnesty International samþykkir ályktun um afglæpavæðingu vændis Með ályktuninni er mælt með því að þróuð verði ný stefna samtakanna sem kveði á um að allir einstaklingar í kynlífsiðnaði njóti fullrar og jafnrar verndar gegn ofbeldi, misnotkun og mansali. 11. ágúst 2015 16:47 Kvennasamtök skora á Amnesty Sjö kvennasamtök skora á Íslandsdeild Amnesty að beita sér gegn frelsi í vændi 6. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Fleiri fréttir Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Sjá meira
Íslandsdeild Amnesty frábiður sér afskipti annarra samtaka af starfi deildarinnar, sem sat hjá við vændistillögu á heimsþingi Amnesty. Fjölmörg samtök skoruðu á deildina að leggjast gegn tillögu um afglæpavæðingu vændis, og hefur hún meðal annars verið sökuð um kjarkleysi. Umræðan hefur verið hávær að undanförnu, enda ríkti trúnaður um tillöguna, en ýmis stjórnmála- og kvenréttindasamtök skoruðu á samtökin að leggjast gegn henni. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra gagnrýndi hana jafnframt og hvatti samtökin til að greiða atkvæði gegn tillögunni. „Okkur var gert að halda trúnaði um það sem væri á seyði innan deildarinnar, sem var ekki góð staða, við verðum að geta fengið að geta talað frjálst og opið við okkar félaga um það sem við erum að gera. Eins eftir að þetta liggur fyrir að greina hratt og vel til okkar félaga um niðurstöðuna og þær röksemdir sem lágu fyrir þegar við tókum okkar niðurstöðu. Ég frábið mér hins vegar þegar önnur samtök ætla að stýra því sem er að gerast innan samtaka okkar eða þá ef fólk er að láta gífuryrði falla á netinu, annað hvort um málsmeðferðina eða okkur persónulega sem hafa staðið að þessu,“ segir Hörður Helgi Helgason, formaður Íslandsdeildar Amnesty. Hörður segir að deildin hafi ekki geta stutt tillöguna á grundvelli þeirra gagna sem færð höfðu verið fram. Því hafi deildin ákveðið að útfæra sína eigin tillögu, sem raunar var felld í gær. Um var að ræða sænska leið þar sem ekki er lögð refsing við því að selja vændi, heldur verði það refsivert að kaupa vændi og gera út á vændisstarfsemi. „Þrátt fyrir að búið sé að samþykkja þessa stefnu, þ.e búið að samþykkja það að þetta séu þau sjónarmið að heimsþingið og deildir víða um heim vilji leggja á borð stjórnar samtakanna þá er það hennar að setja hinna eiginlegu útfærðu stefnu og hún fær núna tækifæri til þess á sínum næsta fundi í haust. En við hérna á Íslandsdeildinni þurfum ekki að koma sérstaklega að málinu, ég sé ekki fyrir mér að það standi fyrir dyrum að við förum í einhverja sérstaka herferð vegna þessa. Þetta er bara ein af mjög mörgum stefnum sem við mörkum í mörgum málum,” segir hann.
Tengdar fréttir Amnesty styðji við lögleiðingu vændis Fyrir aðalþingi alþjóðasamtaka Amnesty liggur umdeild tillaga um að samtökin styðji við lögleiðingu vændis í heiminum. 4. ágúst 2015 07:00 Stígamót: „Amnesty International hefur sett ofan“ Kvennasamtök ósátt með mannréttindasamtökin Amnesty International 11. ágúst 2015 18:11 Amnesty International að skipuleggja eigin jarðarför Formaður Kvenréttindafélags Íslands segir að ákvörðun heimsþings Amnesty um að styðja afglæpavæðingu vændis marki sorgardag. 12. ágúst 2015 06:30 Stjórn VG skorar á Íslandsdeild Amnesty að berjast gegn vændi Stjórnin tekur þar sem undir yfirlýsingu fjölda kvennafélaga hér á landi. 7. ágúst 2015 20:01 Boða fjöldaúrsagnir úr Amnesty International vegna samþykktar um vændi Kvennasamtök víða um heim loga vegna ályktunar mannréttindasamtakanna. 11. ágúst 2015 19:53 Amnesty International samþykkir ályktun um afglæpavæðingu vændis Með ályktuninni er mælt með því að þróuð verði ný stefna samtakanna sem kveði á um að allir einstaklingar í kynlífsiðnaði njóti fullrar og jafnrar verndar gegn ofbeldi, misnotkun og mansali. 11. ágúst 2015 16:47 Kvennasamtök skora á Amnesty Sjö kvennasamtök skora á Íslandsdeild Amnesty að beita sér gegn frelsi í vændi 6. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Fleiri fréttir Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Sjá meira
Amnesty styðji við lögleiðingu vændis Fyrir aðalþingi alþjóðasamtaka Amnesty liggur umdeild tillaga um að samtökin styðji við lögleiðingu vændis í heiminum. 4. ágúst 2015 07:00
Stígamót: „Amnesty International hefur sett ofan“ Kvennasamtök ósátt með mannréttindasamtökin Amnesty International 11. ágúst 2015 18:11
Amnesty International að skipuleggja eigin jarðarför Formaður Kvenréttindafélags Íslands segir að ákvörðun heimsþings Amnesty um að styðja afglæpavæðingu vændis marki sorgardag. 12. ágúst 2015 06:30
Stjórn VG skorar á Íslandsdeild Amnesty að berjast gegn vændi Stjórnin tekur þar sem undir yfirlýsingu fjölda kvennafélaga hér á landi. 7. ágúst 2015 20:01
Boða fjöldaúrsagnir úr Amnesty International vegna samþykktar um vændi Kvennasamtök víða um heim loga vegna ályktunar mannréttindasamtakanna. 11. ágúst 2015 19:53
Amnesty International samþykkir ályktun um afglæpavæðingu vændis Með ályktuninni er mælt með því að þróuð verði ný stefna samtakanna sem kveði á um að allir einstaklingar í kynlífsiðnaði njóti fullrar og jafnrar verndar gegn ofbeldi, misnotkun og mansali. 11. ágúst 2015 16:47
Kvennasamtök skora á Amnesty Sjö kvennasamtök skora á Íslandsdeild Amnesty að beita sér gegn frelsi í vændi 6. ágúst 2015 07:00