Hátíðleg stund á Austurvelli í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júní 2015 20:53 Gleðin var við völd á Austurvelli í dag. vísir/stefán Þúsundir komu saman á Austurvelli í dag til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar og kjörgengis kvenna. Hátíðardagskrá hófst klukkan 16 með kórsöng. Lag Hildigunnar Rúnarsdóttur var þá flutt við ljóð Þorsteins Valdimarssonar „Vorlauf.“ Því næst steig frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, út á svalir Alþingishússins við dynjandi lófaklapp og flutti hátíðarávarp. Léttsveit Reykjavíkur frumflutti svo ásamt Kvennakórnum Kötlu lag Gísla Magna Sigríðarsonar við ljóð Guðrúnar Evu Mínervudóttur, „Við gerum fagran neista að björtu báli.“ Einar K. Guðfinnsson flutti svo ávarp og þá söng Barnakór Vatnsendaskóla, undir stjórn Þóru Marteinsdóttur, lagið „Dómar heimsins“ eftir Valgeir Guðjónsson en ljóðið er eftir Jóhannes úr Kötlum. Þessu næst var afhjúpuð höggmynd af Ingibjörgu H. Bjarnason við Skála Alþingis en hún var fyrsta konan sem kjörin var til setu á Alþingi. Listaverkið er eftir Ragnhildi Stefánsdóttur, myndhöggvara. Þá flutti Léttsveit Reykjavíkur og Kvennakórinn Katla lagið „Áfram stelpur.“ Textinn er eftir Dagnýju Kristjánsdóttur og Kristján J. Jónsson við lag Gunnars Edander. Dagskránni lauk svo með baráttuávarpi Fríðu Rósar Valdimarsdóttur, formanni Kvenréttindafélags Íslands. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis, var á Austurvelli í dag og fangaði stemninguna. Myndirnar má sjá í meðfylgjandi albúmi. Tengdar fréttir „Frelsið, jafnréttið og lýðræðið er ekki sjálfgefið“ Frú Vigdís Finnbogadóttir flutti hátíðarávarp á Austurvelli í dag. 19. júní 2015 18:38 Stofnun Jafnréttissjóðs samþykkt á hátíðarfundi þingsins Einn þingmaður greiddi atkvæði gegn þingsályktunartillögunni. 19. júní 2015 13:15 Skrúðganga í miðbænum: „Borgið okkur mannsæmandi laun og hættið að nauðga okkur“ „Það er skelfilega sorglegt að á 100 ára afmæli kosningaréttarins skuli ekkert vera í hátíðardagskrá sem tekur mið af þeirri sterku feminísku undiröldu sem hefur rutt sér til rúms undanfarna mánuði,“ segir María Lilja Þrastardóttir. 19. júní 2015 10:57 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Þúsundir komu saman á Austurvelli í dag til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar og kjörgengis kvenna. Hátíðardagskrá hófst klukkan 16 með kórsöng. Lag Hildigunnar Rúnarsdóttur var þá flutt við ljóð Þorsteins Valdimarssonar „Vorlauf.“ Því næst steig frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, út á svalir Alþingishússins við dynjandi lófaklapp og flutti hátíðarávarp. Léttsveit Reykjavíkur frumflutti svo ásamt Kvennakórnum Kötlu lag Gísla Magna Sigríðarsonar við ljóð Guðrúnar Evu Mínervudóttur, „Við gerum fagran neista að björtu báli.“ Einar K. Guðfinnsson flutti svo ávarp og þá söng Barnakór Vatnsendaskóla, undir stjórn Þóru Marteinsdóttur, lagið „Dómar heimsins“ eftir Valgeir Guðjónsson en ljóðið er eftir Jóhannes úr Kötlum. Þessu næst var afhjúpuð höggmynd af Ingibjörgu H. Bjarnason við Skála Alþingis en hún var fyrsta konan sem kjörin var til setu á Alþingi. Listaverkið er eftir Ragnhildi Stefánsdóttur, myndhöggvara. Þá flutti Léttsveit Reykjavíkur og Kvennakórinn Katla lagið „Áfram stelpur.“ Textinn er eftir Dagnýju Kristjánsdóttur og Kristján J. Jónsson við lag Gunnars Edander. Dagskránni lauk svo með baráttuávarpi Fríðu Rósar Valdimarsdóttur, formanni Kvenréttindafélags Íslands. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis, var á Austurvelli í dag og fangaði stemninguna. Myndirnar má sjá í meðfylgjandi albúmi.
Tengdar fréttir „Frelsið, jafnréttið og lýðræðið er ekki sjálfgefið“ Frú Vigdís Finnbogadóttir flutti hátíðarávarp á Austurvelli í dag. 19. júní 2015 18:38 Stofnun Jafnréttissjóðs samþykkt á hátíðarfundi þingsins Einn þingmaður greiddi atkvæði gegn þingsályktunartillögunni. 19. júní 2015 13:15 Skrúðganga í miðbænum: „Borgið okkur mannsæmandi laun og hættið að nauðga okkur“ „Það er skelfilega sorglegt að á 100 ára afmæli kosningaréttarins skuli ekkert vera í hátíðardagskrá sem tekur mið af þeirri sterku feminísku undiröldu sem hefur rutt sér til rúms undanfarna mánuði,“ segir María Lilja Þrastardóttir. 19. júní 2015 10:57 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
„Frelsið, jafnréttið og lýðræðið er ekki sjálfgefið“ Frú Vigdís Finnbogadóttir flutti hátíðarávarp á Austurvelli í dag. 19. júní 2015 18:38
Stofnun Jafnréttissjóðs samþykkt á hátíðarfundi þingsins Einn þingmaður greiddi atkvæði gegn þingsályktunartillögunni. 19. júní 2015 13:15
Skrúðganga í miðbænum: „Borgið okkur mannsæmandi laun og hættið að nauðga okkur“ „Það er skelfilega sorglegt að á 100 ára afmæli kosningaréttarins skuli ekkert vera í hátíðardagskrá sem tekur mið af þeirri sterku feminísku undiröldu sem hefur rutt sér til rúms undanfarna mánuði,“ segir María Lilja Þrastardóttir. 19. júní 2015 10:57