Styttan af Ingibjörgu H. Bjarnason afhjúpuð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júní 2015 17:11 Styttan af Ingibjörgu H. Bjarnason stendur við Skála Alþingis. Í dag var afhjúpuð stytta af Ingibjörgu H. Bjarnason, fyrstu konunni sem kjörin var til setu á Alþingi, en styttan stendur við Skála Alþingis. Ingibjörg var kjörin af kvennalista árið 1922, sjö árum eftir að konur hlutu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Styttan af Ingibjörgu er fyrsta heila höggmyndin af nafngreindri konu í Reykjavík.Ingibjörg var öflugur málsvari kvenna og kvennasamtaka á þingi. Hún barðist ötullega fyrir velferðarmálum og réttindum kvenna, barna og ekki síst þeirra sem höllum fæti stóðu í samfélaginu. Ingibjörg sat á Alþingi í átta ár, eina konan í hópi karlanna. Höggmyndin af Ingibjörgu er eftir Ragnhildi Stefánsdóttur, myndhöggvara. Ragnhildur er fædd árið 1958, stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1977 – 1981 og hlaut MFA-gráðu frá Carnegie Mellon University, College of Fine Art í Pittsburgh í Bandaríkjunum, þar sem hún var við nám 1986 – 1988. Styttan er steypt í brons á bronsverkstæðinu Kollinger í Elchingen í Þýskalandi. BM Vallá steypti stöpulinn og Þór Sigmundsson steinsmiður hjá Steinkompaníinu gerði steininn sem gengur upp úr stöplinum. Eftirtaldir aðilar gefa höggmyndina af fyrstu konunni sem settist á Alþingi í tilefni dagsins: Arion banki, Landsbankinn, Íslandsbanki, MP banki, Seðlabankinn, Valitor, Borgun, Eimskip, BM Vallá og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Uppfært kl. 20:25: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar láðist að geta þess var styttan sjálf var steypt. Því hefur nú verið bætt við fréttina. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Í dag var afhjúpuð stytta af Ingibjörgu H. Bjarnason, fyrstu konunni sem kjörin var til setu á Alþingi, en styttan stendur við Skála Alþingis. Ingibjörg var kjörin af kvennalista árið 1922, sjö árum eftir að konur hlutu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Styttan af Ingibjörgu er fyrsta heila höggmyndin af nafngreindri konu í Reykjavík.Ingibjörg var öflugur málsvari kvenna og kvennasamtaka á þingi. Hún barðist ötullega fyrir velferðarmálum og réttindum kvenna, barna og ekki síst þeirra sem höllum fæti stóðu í samfélaginu. Ingibjörg sat á Alþingi í átta ár, eina konan í hópi karlanna. Höggmyndin af Ingibjörgu er eftir Ragnhildi Stefánsdóttur, myndhöggvara. Ragnhildur er fædd árið 1958, stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1977 – 1981 og hlaut MFA-gráðu frá Carnegie Mellon University, College of Fine Art í Pittsburgh í Bandaríkjunum, þar sem hún var við nám 1986 – 1988. Styttan er steypt í brons á bronsverkstæðinu Kollinger í Elchingen í Þýskalandi. BM Vallá steypti stöpulinn og Þór Sigmundsson steinsmiður hjá Steinkompaníinu gerði steininn sem gengur upp úr stöplinum. Eftirtaldir aðilar gefa höggmyndina af fyrstu konunni sem settist á Alþingi í tilefni dagsins: Arion banki, Landsbankinn, Íslandsbanki, MP banki, Seðlabankinn, Valitor, Borgun, Eimskip, BM Vallá og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Uppfært kl. 20:25: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar láðist að geta þess var styttan sjálf var steypt. Því hefur nú verið bætt við fréttina.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira