Þingmönnum stillt upp við vegg í óskamáli sumra Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. júní 2015 13:45 Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Sigríður Á. Andersen, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, kaus ein gegn þingsályktunartillögun um stofnun Jafnréttissjóðs í dag. Hún er ósátt við hvernig þingmönnum var stillt upp við vegg í málinu - sem hún kallar óskamál sumra. „En í grunninn er þetta bara enn eitt ríkisútgjaldafrumvarpið sem við höfum ekki tök á. Þetta er eyðsla á háum fjármunum langt fram á næsta kjörtímabil“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Í þingsályktuninni segir að Jafnréttissjóður muni fá 100 milljónir króna næstu fimm árin til að styrkja verkefni sem auka jafnrétti kynjanna. Þar má nefna verkefni sem eiga að vinna á kynbundnum launamun, verkefni gegn kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi og verkefni sem eru til þess fallin að hvetja ungt fólk af báðum kynjum til aukinnar þátttöku í samfélagslegum verkefnum og stuðla að aukinni kosningaþátttöku þess. Sigríður segir að henni þyki margt hafa verið ábótavant í aðdraganda tillögunnar. Þingmenn hafi ekki fengið veður af henni fyrr en um leið og hún var lögð fram og henni hafi síðar verið breytt í grundvallaratriðum eftir gagnrýni Kvenréttindafélags Íslands sem reifuð var hér á Vísi í gær.Félagið gagnrýndi harkalega þingsályktunartillögu á Alþingi þess efnis að úr hundrað milljóna króna Jafnréttissjóði ætti allt að helmingur að renna til kvenna í þróunarlöndum. Flutningsmenn þingsályktunartillögunnar, formenn allra flokka á Alþingi, brugðust við gagnrýni Kvenréttindafélagsins með því að breyta þingsályktunartillögunni og gera orðalag hennar almennara. Í stað þess að gert sé ráð fyrir að allt að helmingur renni til verkefna sem tengjast konum í þróunarlöndum er nú gert ráð fyrir að verulegur hluti renni til jafnréttismála á alþjóðavísu. Sigríður segist andsnúin þessari stefnubreytingu. „Ég vil heldur að þessum fjármunum sé veitt til þeirra landa eða á þá staði þar sem virkilega er þörf á því og þar sem við eigum eitthvað erindi. Þar sem við höfum einhverju að miðla, sem er í jafnréttis- og mannréttindamálum,“ segir Sigríður. „Ef menn eru sammála um að þessi peningur sé til og þeir séu sammála um að eyða honum á einhvern hátt með jafnrétti í huga – og þá sérstaklega jafnrétti handa konum eða mannréttindum kvenna – þá hefði ég getað sætt mig við það að þessu fé væri eytt í einhvers konar þróunaraðstoð.“ Nú sé orðalag ályktunarinnar á þá leið að hún hafi ekki getað samþykkt það. „Nú er talað ómarkvisst um alþjóðastarf og verkefnin sem þarna eru tíunduð eru öll svo loðin. Þetta er sett í hendur einhverrar þriggja manna stjórnar og í grunninn er þetta bara enn eitt ríkisútgjaldafrumvarpið sem við höfum ekki tök á,“ segir Sigríður og bætir við: „Ég er ósátt við það að svona hátíðsdagar og svona hátíðsfundir á Alþingi, séu notaðir fyrir svona hápólítisk mál. Mönnum var mörgum stillt upp við vegg og ég kann ekki við það að meta svona dag, sem er hátíðisdagur okkar allra, til þess að koma einhverju óskamálum sumra á framfæri.“ Tengdar fréttir Mótmæltu styrkjum til þróunaraðstoðar Kvenréttindafélag Íslands mótmælti ákvæðum þingsályktunartillögu sem kváðu á um að helmingur Jafnréttissjóðs ætti að renna til kvenna í þróunarlöndum. Formenn stjórnarflokkanna breyttu þingsályktunartillögu eftir gagnrýni félagsins. 18. júní 2015 08:00 Stofnun Jafnréttissjóðs samþykkt á hátíðarfundi þingsins Einn þingmaður greiddi atkvæði gegn þingsályktunartillögunni. 19. júní 2015 13:15 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, kaus ein gegn þingsályktunartillögun um stofnun Jafnréttissjóðs í dag. Hún er ósátt við hvernig þingmönnum var stillt upp við vegg í málinu - sem hún kallar óskamál sumra. „En í grunninn er þetta bara enn eitt ríkisútgjaldafrumvarpið sem við höfum ekki tök á. Þetta er eyðsla á háum fjármunum langt fram á næsta kjörtímabil“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Í þingsályktuninni segir að Jafnréttissjóður muni fá 100 milljónir króna næstu fimm árin til að styrkja verkefni sem auka jafnrétti kynjanna. Þar má nefna verkefni sem eiga að vinna á kynbundnum launamun, verkefni gegn kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi og verkefni sem eru til þess fallin að hvetja ungt fólk af báðum kynjum til aukinnar þátttöku í samfélagslegum verkefnum og stuðla að aukinni kosningaþátttöku þess. Sigríður segir að henni þyki margt hafa verið ábótavant í aðdraganda tillögunnar. Þingmenn hafi ekki fengið veður af henni fyrr en um leið og hún var lögð fram og henni hafi síðar verið breytt í grundvallaratriðum eftir gagnrýni Kvenréttindafélags Íslands sem reifuð var hér á Vísi í gær.Félagið gagnrýndi harkalega þingsályktunartillögu á Alþingi þess efnis að úr hundrað milljóna króna Jafnréttissjóði ætti allt að helmingur að renna til kvenna í þróunarlöndum. Flutningsmenn þingsályktunartillögunnar, formenn allra flokka á Alþingi, brugðust við gagnrýni Kvenréttindafélagsins með því að breyta þingsályktunartillögunni og gera orðalag hennar almennara. Í stað þess að gert sé ráð fyrir að allt að helmingur renni til verkefna sem tengjast konum í þróunarlöndum er nú gert ráð fyrir að verulegur hluti renni til jafnréttismála á alþjóðavísu. Sigríður segist andsnúin þessari stefnubreytingu. „Ég vil heldur að þessum fjármunum sé veitt til þeirra landa eða á þá staði þar sem virkilega er þörf á því og þar sem við eigum eitthvað erindi. Þar sem við höfum einhverju að miðla, sem er í jafnréttis- og mannréttindamálum,“ segir Sigríður. „Ef menn eru sammála um að þessi peningur sé til og þeir séu sammála um að eyða honum á einhvern hátt með jafnrétti í huga – og þá sérstaklega jafnrétti handa konum eða mannréttindum kvenna – þá hefði ég getað sætt mig við það að þessu fé væri eytt í einhvers konar þróunaraðstoð.“ Nú sé orðalag ályktunarinnar á þá leið að hún hafi ekki getað samþykkt það. „Nú er talað ómarkvisst um alþjóðastarf og verkefnin sem þarna eru tíunduð eru öll svo loðin. Þetta er sett í hendur einhverrar þriggja manna stjórnar og í grunninn er þetta bara enn eitt ríkisútgjaldafrumvarpið sem við höfum ekki tök á,“ segir Sigríður og bætir við: „Ég er ósátt við það að svona hátíðsdagar og svona hátíðsfundir á Alþingi, séu notaðir fyrir svona hápólítisk mál. Mönnum var mörgum stillt upp við vegg og ég kann ekki við það að meta svona dag, sem er hátíðisdagur okkar allra, til þess að koma einhverju óskamálum sumra á framfæri.“
Tengdar fréttir Mótmæltu styrkjum til þróunaraðstoðar Kvenréttindafélag Íslands mótmælti ákvæðum þingsályktunartillögu sem kváðu á um að helmingur Jafnréttissjóðs ætti að renna til kvenna í þróunarlöndum. Formenn stjórnarflokkanna breyttu þingsályktunartillögu eftir gagnrýni félagsins. 18. júní 2015 08:00 Stofnun Jafnréttissjóðs samþykkt á hátíðarfundi þingsins Einn þingmaður greiddi atkvæði gegn þingsályktunartillögunni. 19. júní 2015 13:15 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira
Mótmæltu styrkjum til þróunaraðstoðar Kvenréttindafélag Íslands mótmælti ákvæðum þingsályktunartillögu sem kváðu á um að helmingur Jafnréttissjóðs ætti að renna til kvenna í þróunarlöndum. Formenn stjórnarflokkanna breyttu þingsályktunartillögu eftir gagnrýni félagsins. 18. júní 2015 08:00
Stofnun Jafnréttissjóðs samþykkt á hátíðarfundi þingsins Einn þingmaður greiddi atkvæði gegn þingsályktunartillögunni. 19. júní 2015 13:15