Erlent

Sinabung spúir ösku

Samúel Karl Ólason skrifar
Íbúar nærliggjandi byggða hafa áhyggjur af öskunni úr Sinabung.
Íbúar nærliggjandi byggða hafa áhyggjur af öskunni úr Sinabung. Vísir/EPA
Eldfjallið Singabung í Indónesíu hefur verið sérstaklega virkt síðustu tvær vikur. Fjallið spúir ösku og gasi yfir nærliggjandi svæði og íbúar eru farnir að hafa áhyggjur.

Frá því að fjallið úr nærri því fjögurra alda dvala árið 2010, hafa nokkrir látið lífið vegna þess og íbúar nærliggjandi byggða hafa margsinnis þurft að flýja heimili sín. Engin slys hafa orðið á fólki í núverandi eldgosi, en þrátt fyrir það hafa um tíu þúsund manns flúið úr þorpum af svæðinu. Sautján létust í einu eldgosi í fyrra.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Indónesíu á síðustu dögum.

Vísir/EPA
Vísir/EPA
Vísir/EPA
Vísir/EPA
Vísir/EPA
Vísir/EPA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×