Viðskipti innlent

Danskur verktaki byggir kísilver á Grundartanga

Kristján Már Unnarsson skrifar
Loftmynd af Grundartanga þar sem væntanlegt athafnasvæði Silicor er afmarkað.
Loftmynd af Grundartanga þar sem væntanlegt athafnasvæði Silicor er afmarkað.
Silicor Materials tilkynnti í dag að það hefði samið við MT Højgaard í Danmörku um hönnun og byggingu 121 þúsund fermetra byggingar fyrir sólarkísilverksmiðju félagsins á Grundartanga. Samningsfjárhæðin nemur um 30 milljörðum íslenskra króna. Áður var Silicor búið að semja við þýska félagið SMS Siemag um smíði vélbúnaðar kísilversins fyrir 60-70 milljarða króna.

Í fréttatilkynningum félaganna kemur fram að áformað sé að byggingaframkvæmdir hefjist snemma árs 2016 og að verksmiðjan hefji framleiðslu árið 2018. Henni er ætlað að framleiða 16.000 tonn af sólarkísil á ári til nota í sólarrafhlöður.

MT Højgaard Group er eitt af elstu og stærstu verktakafyrirtækjum Norðurlanda, stofnað árið 1918 sem Højgaard & Schultz. Starfsmenn þess eru um 4.000 talsins og ársveltan um 140 milljarðar íslenskra króna.


Tengdar fréttir

Ég held að þetta sé allt lygi, segir Bubbi

Efnaverkfræðingur sem vann matsskýrslu vegna Silicor Materials á Grundartanga segir þetta einhverja hreinustu stóriðju sem um getur. Bubbi Morthens, tónlistarmaður og íbúi í Hvalfirði, segist ekki trúa þessu.

Stærsti samningur um fjárfestingar frá 2003

Stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis í tólf ár var undirritaður í dag, samningur um smíði tækjabúnaðar fyrir sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×