Jon Stewart hryggur yfir Charleston-morðunum: „Þetta var hryðjuverkaárás“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. júní 2015 17:41 Jon Stewart lét grínið lönd og leið í gærkvöldi en hann hélt þess í stað tilfinningaþrungna ræðu um kynþáttamisrétti. Vísir/EPA Þáttastjórnandinn Jon Stewart segist hafa eitt hlutverk í vinnunni. Það er að semja brandara um hinar ýmsu fréttir og flytja þær á kómískan hátt fyrir áhorfendur sína í sal og heima í stofu. Honum var hins vegar enginn hlátur í hug þegar fréttir bárust af morðunum í Charleston en hann flutti ræðu um árásina í þætti sínum í gær. Eins og kunnugt er gekk ungur maður inn í kirkju svartra í Charleston og myrti níu manns. Ræða Stewarts er áhrifamikil en hana má sjá í myndbandinu hér að neðan. Stewart sagðist ekki geta gert grín að atburðinum.Sjá einnig: Fékk skotvopnið í afmælisgjöf „Ég hef í hreinskilni sagt ekkert fram að færa nema sorg eina ferðina enn þegar við þurfum að horfast í augu við þann botnlausa pytt af hinu gjörspillta ofbeldi sem við beitum hvert annað og inn í miðpunkt gapandi sárs kynþáttahaturs sem virðist ekki gróa en við látumst samt ekki sjá það,“ sagði Stewart þungur á brún. Salurinn þagnaði þegar Stewart hóf einræðu sína um voðaverkin í Charleston og þögnin var áþreifanleg.Vill kalla morðin í Charleston réttu nafni - hryðjuverk „En ég er viss um að ef við horfum inn í það, viðurkennum það, sjáum það fyrir það sem það raunverulega er munum við samt ekki gera rassgat í málinu. Þannig erum við,“ sagði Stewart vonlítill.Sjá einnig: Óttaðist að svartir væru að taka yfir heiminn „Þetta var hryðjuverkaárás,“ sagði grínistinn alvarlegur í bragði. Stewart benti á að hann hefði heyrt mann segja í sjónvarpinu að ógæfa hefði dunið yfir kirkjuna í Charleston. „Þetta var ekki fellibylur. Þetta var kynþáttahatur.“ Margir hafa bent á að sú tilhneiging virðist vera að kalla morðin fjöldamorð en ekki hryðjuverk og Jon Stewart er einn þeirra. Hann lét í ljós vonleysi sitt þegar kemur að því hversu ólík viðbrögð ríkisstjórnar Bandaríkjanna eru þegar kemur að erlendri ógn við landann og þegar ofbeldið er sprottið frá Bandaríkjamönnunum sjálfum. Stewart vill ekki kalla atburðina í Charleston neitt annað en hryðjuverk.Sjá einnig: Játaði að hafa myrt níu manns Eftir ræðu Stewarts kynnti hann inn gest sinn, Malölu Yousafzai. „Það er enginn í heiminum sem ég myndi heldur vilja tala við í kvöld.“ Malala er Pakistanskur aktivisti og baráttukona fyrir auknum réttindum stúlkna í Mið-Austurlöndum en hún var skotin í höfuðið af ofstækismönnum fyrir að láta rödd sína heyrast. Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en munu eiga erfitt með að mynda meirihluta Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira
Þáttastjórnandinn Jon Stewart segist hafa eitt hlutverk í vinnunni. Það er að semja brandara um hinar ýmsu fréttir og flytja þær á kómískan hátt fyrir áhorfendur sína í sal og heima í stofu. Honum var hins vegar enginn hlátur í hug þegar fréttir bárust af morðunum í Charleston en hann flutti ræðu um árásina í þætti sínum í gær. Eins og kunnugt er gekk ungur maður inn í kirkju svartra í Charleston og myrti níu manns. Ræða Stewarts er áhrifamikil en hana má sjá í myndbandinu hér að neðan. Stewart sagðist ekki geta gert grín að atburðinum.Sjá einnig: Fékk skotvopnið í afmælisgjöf „Ég hef í hreinskilni sagt ekkert fram að færa nema sorg eina ferðina enn þegar við þurfum að horfast í augu við þann botnlausa pytt af hinu gjörspillta ofbeldi sem við beitum hvert annað og inn í miðpunkt gapandi sárs kynþáttahaturs sem virðist ekki gróa en við látumst samt ekki sjá það,“ sagði Stewart þungur á brún. Salurinn þagnaði þegar Stewart hóf einræðu sína um voðaverkin í Charleston og þögnin var áþreifanleg.Vill kalla morðin í Charleston réttu nafni - hryðjuverk „En ég er viss um að ef við horfum inn í það, viðurkennum það, sjáum það fyrir það sem það raunverulega er munum við samt ekki gera rassgat í málinu. Þannig erum við,“ sagði Stewart vonlítill.Sjá einnig: Óttaðist að svartir væru að taka yfir heiminn „Þetta var hryðjuverkaárás,“ sagði grínistinn alvarlegur í bragði. Stewart benti á að hann hefði heyrt mann segja í sjónvarpinu að ógæfa hefði dunið yfir kirkjuna í Charleston. „Þetta var ekki fellibylur. Þetta var kynþáttahatur.“ Margir hafa bent á að sú tilhneiging virðist vera að kalla morðin fjöldamorð en ekki hryðjuverk og Jon Stewart er einn þeirra. Hann lét í ljós vonleysi sitt þegar kemur að því hversu ólík viðbrögð ríkisstjórnar Bandaríkjanna eru þegar kemur að erlendri ógn við landann og þegar ofbeldið er sprottið frá Bandaríkjamönnunum sjálfum. Stewart vill ekki kalla atburðina í Charleston neitt annað en hryðjuverk.Sjá einnig: Játaði að hafa myrt níu manns Eftir ræðu Stewarts kynnti hann inn gest sinn, Malölu Yousafzai. „Það er enginn í heiminum sem ég myndi heldur vilja tala við í kvöld.“ Malala er Pakistanskur aktivisti og baráttukona fyrir auknum réttindum stúlkna í Mið-Austurlöndum en hún var skotin í höfuðið af ofstækismönnum fyrir að láta rödd sína heyrast.
Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en munu eiga erfitt með að mynda meirihluta Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira