Óttaðist að svartir væru að taka yfir heiminn Samúel Karl Ólason skrifar 19. júní 2015 10:55 Dylann Storm Roof. Vísir/EPA Dylann Roof, sem sakaður er um að hafa skotið níu manns til bana í Bandaríkjunum, óttaðist að svartir væru að taka yfir heiminn. Hann er sagður hafa gengið inn í fræga kirkju í Charleston þar sem hann hóf skothríð á svart fólk sem var í kirkjunni í gærmorgun. Eftir nokkurra klukkutíma leit var Roof handtekinn í um 300 kílómetra fjarlægð frá Charleston, þar sem skotárásin átti sér stað. Vegfarandi tók eftir honum á rauðu ljósi eftir að myndum af honum hafði verið dreift á netinu. Æskuvinur Roof, sem hitti hann fyrir nokkrum vikum, segir að þeir hafi farið saman á „fyllerí“. Þá hafi Roof sagt að svart fólk væri að taka yfir heiminn og að „einhver þyrfti að gera eitthvað í því fyrir hvíta kynstofninn“. Sex konur dóu í árásinni og þrír menn. Einn þeirra sem dó var þingmaður sem einnig vann sem prestur, þrír aðrir prestar, umsjónarmaður bókasafns, íþróttaþjálfari, embættismaður, námsráðgjafi og ný útskrifaður stúdent. Á myndbandsupptökum má sjá hvernig Roof gekk inn í kirkjuna þar sem fólk tók vel á móti honum og taldi hann vilja lesa biblíuna með þeim. Réttarstjórinn Ray Wilson, segir að skömmu seinna hafi Roof orðið mjög árásargjarn. Síðan hafi hann skotið níu manns til bana.Sagðist vera með áætlun Joey Meek, æskuvinur Roof, hringdi í lögregluna eftir að myndir voru birtar af árásarmanninum, en hann segist handviss um að Roof hafi verið að verki. „Ég hélt ekki að þetta gæti verið hann. Ég vissi að þetta væri hann,“ sagði Meek við AP fréttaveituna. Hann sagði að þegar þeir hefðu hist fyrir nokkrum vikum hafi Roof sagt honum frá nýrri byssu sem hann ætti og að hann væri búinn að gera „áætlun“. Roof sagði ekki hver áætlun hans væri, en Meek var þó nægilega smeykur til að taka byssuna úr bíl Roof og fela hana. Hann skilaði byssunni svo daginn eftir. Minningarfundir hafa verið haldnir víða í Charleston og voru kirkjur víða um borgina þétt setnar af syrgjendum. Á líkvöku Sharondu Singleton sögðu börn hennar að þau fyrirgefi morðingja hennar. Í samtali við BBC sögðu þau að ástin væri sterkari en hatur. Tengdar fréttir Handtekinn eftir að hafa myrt níu í Charleston Kynþáttahatur býr að baki árásininni. 18. júní 2015 15:25 Fékk skotvopnið í afmælisgjöf Kynþáttahatur bjó að baki þegar Dylann Storm Roof myrti níu manns, sex konur og þrjá karla, í kirkju í borginni Charleston í Suður- Karólínu. Roof hafðist við í kirkjunni í um klukkustund áður en hann hóf skothríð. 19. júní 2015 07:00 Níu drepnir í skotárás á kirkju í Suður-Karólínu Talið er að kynþáttahatur búi að baki. Mikil leit stendur nú yfir en hinn grunaði er hvítur maður á þrítugsaldri. 18. júní 2015 06:32 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Dylann Roof, sem sakaður er um að hafa skotið níu manns til bana í Bandaríkjunum, óttaðist að svartir væru að taka yfir heiminn. Hann er sagður hafa gengið inn í fræga kirkju í Charleston þar sem hann hóf skothríð á svart fólk sem var í kirkjunni í gærmorgun. Eftir nokkurra klukkutíma leit var Roof handtekinn í um 300 kílómetra fjarlægð frá Charleston, þar sem skotárásin átti sér stað. Vegfarandi tók eftir honum á rauðu ljósi eftir að myndum af honum hafði verið dreift á netinu. Æskuvinur Roof, sem hitti hann fyrir nokkrum vikum, segir að þeir hafi farið saman á „fyllerí“. Þá hafi Roof sagt að svart fólk væri að taka yfir heiminn og að „einhver þyrfti að gera eitthvað í því fyrir hvíta kynstofninn“. Sex konur dóu í árásinni og þrír menn. Einn þeirra sem dó var þingmaður sem einnig vann sem prestur, þrír aðrir prestar, umsjónarmaður bókasafns, íþróttaþjálfari, embættismaður, námsráðgjafi og ný útskrifaður stúdent. Á myndbandsupptökum má sjá hvernig Roof gekk inn í kirkjuna þar sem fólk tók vel á móti honum og taldi hann vilja lesa biblíuna með þeim. Réttarstjórinn Ray Wilson, segir að skömmu seinna hafi Roof orðið mjög árásargjarn. Síðan hafi hann skotið níu manns til bana.Sagðist vera með áætlun Joey Meek, æskuvinur Roof, hringdi í lögregluna eftir að myndir voru birtar af árásarmanninum, en hann segist handviss um að Roof hafi verið að verki. „Ég hélt ekki að þetta gæti verið hann. Ég vissi að þetta væri hann,“ sagði Meek við AP fréttaveituna. Hann sagði að þegar þeir hefðu hist fyrir nokkrum vikum hafi Roof sagt honum frá nýrri byssu sem hann ætti og að hann væri búinn að gera „áætlun“. Roof sagði ekki hver áætlun hans væri, en Meek var þó nægilega smeykur til að taka byssuna úr bíl Roof og fela hana. Hann skilaði byssunni svo daginn eftir. Minningarfundir hafa verið haldnir víða í Charleston og voru kirkjur víða um borgina þétt setnar af syrgjendum. Á líkvöku Sharondu Singleton sögðu börn hennar að þau fyrirgefi morðingja hennar. Í samtali við BBC sögðu þau að ástin væri sterkari en hatur.
Tengdar fréttir Handtekinn eftir að hafa myrt níu í Charleston Kynþáttahatur býr að baki árásininni. 18. júní 2015 15:25 Fékk skotvopnið í afmælisgjöf Kynþáttahatur bjó að baki þegar Dylann Storm Roof myrti níu manns, sex konur og þrjá karla, í kirkju í borginni Charleston í Suður- Karólínu. Roof hafðist við í kirkjunni í um klukkustund áður en hann hóf skothríð. 19. júní 2015 07:00 Níu drepnir í skotárás á kirkju í Suður-Karólínu Talið er að kynþáttahatur búi að baki. Mikil leit stendur nú yfir en hinn grunaði er hvítur maður á þrítugsaldri. 18. júní 2015 06:32 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Handtekinn eftir að hafa myrt níu í Charleston Kynþáttahatur býr að baki árásininni. 18. júní 2015 15:25
Fékk skotvopnið í afmælisgjöf Kynþáttahatur bjó að baki þegar Dylann Storm Roof myrti níu manns, sex konur og þrjá karla, í kirkju í borginni Charleston í Suður- Karólínu. Roof hafðist við í kirkjunni í um klukkustund áður en hann hóf skothríð. 19. júní 2015 07:00
Níu drepnir í skotárás á kirkju í Suður-Karólínu Talið er að kynþáttahatur búi að baki. Mikil leit stendur nú yfir en hinn grunaði er hvítur maður á þrítugsaldri. 18. júní 2015 06:32