Ekki spurning hvort heldur hvenær verkföll skella á Heimir Már Pétursson skrifar 21. janúar 2015 20:01 Formaður starfsgreinasambandsins segir spurninguna ekki vera hvort heldur hvenær verkföll skelli á í vetur. Mikil reiði sé meðal félagsmanna sambandsins en lokahönd verður lögð á kröfugerð þess á morgun um tugi þúsunda króna hækkun lágmarkslauna. Forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að svigrúm væri til launahækkana. En þá yrðu menn að hætta að einblína á prósentuhækkanir og skoða frekar krónutöluhækkanir. Félög innan Starfsgreinasambandsins hafa verið að móta kröfugerð sína undanfarnar vikur og leggja lokahönd á kröfurnar á morgun. En sambandið er það langfjölmennasta innan Alþýðusambandins með um 50 þúsund félagsmenn í ýmsum starfsgreinum. Birni Snæbjörnssyni formanni Starfsgreinasambandsins líst vel á yfirlýsingu forsætisráðherra. „Starfsgreinasambandið hefur alltaf lagt höfuðáherslu á krónutöluhækkanir í öllum þeim samningum sem við höfum gert. Mér finnst frábært að vera búinn að fá stuðningsmann í lið með okkur. Vegna þess að forsætisráðherra talaði um þetta. Ég er mjög ánægður með það að hann sé að fylgja því og taka undir með Starfsgreinasambandinu í þessu,“ segir Björn. Formaðurinn býst ekki við auðveldum samningaviðræðum á næstu vikum og mánuðum. Hins vegar sé gott að fá stuðning við krónutöluhækkanir sem komi sér best fyrir þá lægst launuðu. Lágmarkslaun eru nú 214 þúsund krónur á mánuði en reikna má með að krafist verði að minnsta kosti 300 þúsunda, þótt Björn vilji ekki staðfesta það. Aftur á móti séu hugmyndir Seðlabankans og atvinnurekenda um 3,5 prósenta hækkun á ári fráleitar. „Ég hef líka fulla trú á því og það hefur komið fram í könnunum hjá ýmsum félögum að fólk er tilbúið að fara í átök ef á þarf að halda. Og ég hef sagt að þetta sé ekki spurning um hvort menn fari í verkfall, heldur hvenær í vetur,“ segir Björn.Þú sérð það í spilunum, að það er harka framundan? „Ég sé ekkert annað í spilunum en að það verði. Það virðist þurfa í þessu þjóðfélagi ef á að fara að hækka lægstu laun eða eitthvað annað, að þá fara allar reiknivélar á fullt og það er allt að fara til helvítis. En það er ekkert verið að tala um það þegar menn fá kannski tugi prósenta í hækkun. Þá þegja þessir sömu aðilar sem eru að röfla núna um þetta gagnvart okkur,“ segir Björn Snæbjörnsson. Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Formaður starfsgreinasambandsins segir spurninguna ekki vera hvort heldur hvenær verkföll skelli á í vetur. Mikil reiði sé meðal félagsmanna sambandsins en lokahönd verður lögð á kröfugerð þess á morgun um tugi þúsunda króna hækkun lágmarkslauna. Forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að svigrúm væri til launahækkana. En þá yrðu menn að hætta að einblína á prósentuhækkanir og skoða frekar krónutöluhækkanir. Félög innan Starfsgreinasambandsins hafa verið að móta kröfugerð sína undanfarnar vikur og leggja lokahönd á kröfurnar á morgun. En sambandið er það langfjölmennasta innan Alþýðusambandins með um 50 þúsund félagsmenn í ýmsum starfsgreinum. Birni Snæbjörnssyni formanni Starfsgreinasambandsins líst vel á yfirlýsingu forsætisráðherra. „Starfsgreinasambandið hefur alltaf lagt höfuðáherslu á krónutöluhækkanir í öllum þeim samningum sem við höfum gert. Mér finnst frábært að vera búinn að fá stuðningsmann í lið með okkur. Vegna þess að forsætisráðherra talaði um þetta. Ég er mjög ánægður með það að hann sé að fylgja því og taka undir með Starfsgreinasambandinu í þessu,“ segir Björn. Formaðurinn býst ekki við auðveldum samningaviðræðum á næstu vikum og mánuðum. Hins vegar sé gott að fá stuðning við krónutöluhækkanir sem komi sér best fyrir þá lægst launuðu. Lágmarkslaun eru nú 214 þúsund krónur á mánuði en reikna má með að krafist verði að minnsta kosti 300 þúsunda, þótt Björn vilji ekki staðfesta það. Aftur á móti séu hugmyndir Seðlabankans og atvinnurekenda um 3,5 prósenta hækkun á ári fráleitar. „Ég hef líka fulla trú á því og það hefur komið fram í könnunum hjá ýmsum félögum að fólk er tilbúið að fara í átök ef á þarf að halda. Og ég hef sagt að þetta sé ekki spurning um hvort menn fari í verkfall, heldur hvenær í vetur,“ segir Björn.Þú sérð það í spilunum, að það er harka framundan? „Ég sé ekkert annað í spilunum en að það verði. Það virðist þurfa í þessu þjóðfélagi ef á að fara að hækka lægstu laun eða eitthvað annað, að þá fara allar reiknivélar á fullt og það er allt að fara til helvítis. En það er ekkert verið að tala um það þegar menn fá kannski tugi prósenta í hækkun. Þá þegja þessir sömu aðilar sem eru að röfla núna um þetta gagnvart okkur,“ segir Björn Snæbjörnsson.
Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira